Dagblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1979. 3 ■\ /5 Auglýsing frá Véladeild Sambandsins sem deilt er á. Undarlegir viðskiptahættir: Spurning dagsins Er gaman í sundi? — spurt í Laugardalslauginni. Hörður Þór, 3ja ára: Ég er nú bara að koma í fyrsta sinn meðmömmu. AUGLYST VERD 4 MILUONIR - KOSTAR 5 MILUÓNIR GM skrifar: Á sunnudaginn auglýsti Véladeild Sambandsins í Mogganum að til sölu væru bifreiðir af gerðinni Chevette frá Chevrolet. Þær væri hægt að fá fyrir 4 milljónir. Tekið var fram að bifreiðimar væru til afgreiðslu strax. Allt kemur þetta vel fram í meðfylgj- andi úrklippu. Daginn eftir, á mánudag, fór áhugamaður um bílakaup í véla- deildina til að spyrjast nánar fyrir um þessa glæsilegu bifreið. Þá fékk hann þau svör að verð hennar væri ekki 4 milljónir heldur á bilinu 4,5 til 5,0 milljónir! Dálítill munur, ekki satt? Að auki var upplýst að bifreiðin væri ekki til afgreiðslu strax, heldur í fyrsta lagi í september. Ég hlýt að spyrja: Hvað kallast svona viðskiptahættir? Þurfa Neyt- endasamtökin ekki að gera neina at- hugasemd við þetta? Ásta Einarsdóttir, 7 ára: Það er ofsa- lega gaman. Ég kem hingað ofsalega oft, en ekki samt á hverjum degi. Kurteisi, lipurð og ár- vekni einkennir starfs- fólk Laugardalslaugarinnar Bragi Sigurðsson skrifar: Þúsundir sundlaugargesta í Reykjavík meta að verðleikum frá- bæra þjónustu afgreiðslufólks og annars starfsfólks þessara dásamlegu heilsubótarvinja í borginni. Á hæfni þessa fólks reynir ekki hvað sízt, þegar vel viðrar eins og að undan- förnu. Ég er einn þeirra, sem sækja mest Laugardalslaugina. Ég fullyrði, að starfsfólk laugarinnar er frábærlega vel starfi sínu vaxið. Þetta á ekki síður við hinn sívakandi forstjóra en annað starfsfólk. Kurteisi og lipurð og árvekni í starfi er einkennandi fyrir starfsfólkið. Allt er gert til þess að heimsóknir í laugarnar verði mönnum til hvíldar og ánægju. Þetta er skoðun nær allra þeirra, sem þangað sækja. Ástæðan fyrir þessum skrifum er sú, að endrum og eins sjást í lesenda- dálkum dagblaðanna ásakanir um Starfsfólk Laugardalslaugarinnar er frábærlega starfi sfnu vaxið, segir Bragi Sigurðsson. DB-mynd: Hörður. hirðuleysi starfsfólks og jafnvel ó- kurteisi, þegar kvartað er. Það er ekki hægt að leggja mat á réttmæti slíkra kvartana, þegar maður þekkir ekki málavöxtu. Þess má hins vegar geta, sem vel er gert. Fyrir þvi fer oftast minna en grimmilegum á- sökunum, þótt þær séu reyndar mjög sjaldséðar. Það er hins vegar augljóst, að starfsfólk opinberra stofnana getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér í ritdeilum við örfáa óánægðagesti. Nokkrum daglegum fastagestum Laugardalslaugarinnar kom saman um, að koma á framfæri þakklæti til forstjóra og starfsfólks i lesendabréfi í Dagblaðinu. Er það hér með gert. Raddir lesenda VERNDUMIS- LENZKU ÞJÓDINA Helgi hringdi: Ég er sammála Bjarna sem segir í lesendabréfi í DB á mánudaginn að vernda beri íslenzka hvalinn. En ég vil nota slagorðið: Verndum íslenzku þjóðina. Það slagorð tel ég tímabært vegna athafna íslenzkra ráðamanna að und- anförnu og ætti engum að dyljast hvað ég er að fara. En sem sagt, kjörorðið ætti að vera: Verndum islenzku þjóðina! Sigríður Kjartansdóttir, 8 ára: Já, mér finnst ægilega gaman, en ég kann ekki alveg að synda ennþá. Sigurjón Bjarni Sigfússon, 12 ára: Það er ofsalegt fjör. Ég er alveg búinn að læra að synda og mér finnst mest gam- an að synda skriðsund og fara í hasar- leik í vatninu. Sigriður Omarsdóttir, 9 ára: Já, það er ofsalega gaman. Ég kann líka orðið að synda. Ég hef komið hingað svolítið oft ísumar. Björn Grétar Sævarsson, 9 ára: Já, svolítið gaman. Mér finnst samt skemmtilegast að synda í kafi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.