Dagblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 7
DAGBLADIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1979.
Bandaríkin:
CARTER
HRESSOG
ðRUGGURÍ
SJÓNVARPI
—varði Kamilton Jordan starfsmanna-
stjöra sinn með oddi ogegg
Jimmy Carter Bandaríkjaforseti
virtist öruggur og ánægður þegar
hann kom fram fyrir þjóð sína á
blaðamannafundi sem sjónvarpað
var um öll Bandaríkin í gærkvöldi.
Brosandi sagðist hann vera ánægður
með þá ákvörðun sína að láta manna-
skipti i ríkisstjórn sinni ganga snöggt
yfir en draga það ekki svo vikum og
mánuðum skipti.
Þetta er fyrsti blaðamannafundur
Carters í nærri tvo mánuði og reyndi
hann á engan hátt að afsaka hinar
byltingarkenndu breytingar sem hann
hefur undanfarið gert á ríkisstjórn
sinni og ráðgjafahópi. Sagðist for-
setinn vera viss um að staða dollar-
ans á alþjóðagjaldeyrismörkuðum
mundi batna á næstunni.
Aðeins einu sinni virtist Jimmy
Carter hitna verulega í hamsi á fund-
inum í gærkvöldi. Var það þegar
hann var beðinn um að gera grein
fyrir þeim kostum, sem hann teldi
Hamilton Jordan, hinn 34 ára gamla
nýskipaða starfsmannastjóra Hvíta
hússins, vera búinn til að gegna
þessu vandasama og valdamikla
embætti.
Greinilegt var að Carter varð
reiður við spurningunni. Hækkaði
hann róminn og svaraði að skipun
Jordans í embættið væri sá
verknaður sinn sem hefði verið mest
rangfærður og skrumskældur af öll-
um sínum embættisveitingum á for-
setaferli sínum.
Vitað er að skipun Hamilton
Jordans hefur valdið óróa meðal
bandamanna Bandaríkjanna því þeir
létu sér til hugar koma að hann ætti
að hafa áhrif á utanríkissjefnu
Bandarikjanna. í þeim málum þykir
hann reynslulaus.
„Jordan verður starfsmannastjóri
í Hvíta húsinu,” sagði Carter.
„Hann verður ekki æðsti maður
ríkisstjórnarinnar, það verð ég.
Jórdan verður ekki æðsti maður
öldungadeildarinnar, hún hefur sjálf-
stætt valdsuð. Ég er viss um að
Jordan mun skila starfi sínu mjög
vel.”
7
Afghanistan
Napalm á fíóttafólkið
Einn siðasti skepnuskapurinn á ai-
þjóðaveltvangi sem frétzt hefur um
eru napalmsprengjuárásir á flótta-
fólk i Afghanistan. Fregnir sem ber-
ast frá Pakistan herma að núverandi
ráðamenn í Afghanistan, sem kenna
sig við marxisma, láti sovézksmið-
aðar MIG þotur kasta napalm-
sprengjum á flóttafólk sem flýr
undan sælunni yfir til Pakistan. Þús-
undir pólitískra fanga eru sagðir í
Afghanistan um þcssar mundir. Þar
berjast sveitir heittrúaðra múhameðs-
trúarmanna gegn sveitum stjómar
Mohammed Tarkis, sem tók völdin í
sínar hendur í fyrra með aðstoð
Sovétríkjanna. Stöðugir bardagar
munu vera og skærur víðs vegar um
landið. Sveitir andstæðinga stjórnar-
innar eru nú sagðar ógna mikilvægri
samgönguleið frá sovézku landamær-
unum til höfuðborgarinnar Kabul.
Um hana eru meðal annars flutt her-
gögn til stjórnarhersins.
Erlendar
fréttir
REUTER T
Munið frímerkjasöfnun
Geðverndar
jlnnlend og erlend frímerki. Gjama umslogin heil,
einnig vólstimpluð umslög.
1 Pósthólf 1308 efla skrrfstofa fél. Hafnarstræti 5,
istAMoae eirni 13468.
HÖNDIN AÐ SÖKKVA
Fljótandi listaverk. Höndin á að tákna lífið á jörðinni, sem sé að sökkva i skit og úr-
gangi. Hún flýtur á Zug in Zug vatni i Sviss innan um úrgang og drasl. Þar eru auk
þess tuttugu önnur verk á sýningu sem þar stendur yfir.
Sérlega léttar og þœgilegar
HERRA-
LEÐUR-
MOKKASÍNUR
REIMAÐAR 0G
ÓREIMAÐAR
VERÐ
KR.
15.550.-
OPIÐ TIL KL. 7
FÚSTUDAG
PÚSTSENDUM
KVARTMILUKEPPNI
Miðsumarskeppni KK
verðurhaldin laugardaginn
2S.jÚIÍOg FYRRI DAGUR'
smmdaginn 29JÚIÍ. Forkeppni hefst ki 4_
SÍÐARI DAGUR:
Aðalkeppnihefst kl. 2.