Dagblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1979. Kartöflumar kælivara: Fráleitt að henda verðmætum Enn fórum við í kar- töfluleiðangur, að þessu sinni til þess að skoða þær, sem verið var að flokka i sjálfu „höfuðvíginu”, Grænmetisverzlun landbúnaðarins. Sigurður Tryggvason verkstjóri var að taka stikkprufur” úr pokum sem komu frá flokkunarstöð Kaupfélags Eyliiðinga. í pokanum var nokkuð af svokölluðum undirmáls kartöflum, þ.e. frekar smáum en þær virtust ekki vera mikið hýðisskemmd- ar og aðeins ein og ein kartafla var mjög illa farin. Sigurður sýndi okkur kartöflur úr Þykkvabænum. Voru þær meira hýðisskemmdar en þær norðlenzku. — Hins vegar áttu þessar kartöflur nánast ekkert skylt við þær, sem í það minnsta blm. Neytendasíðunnar og þeir, sem við hann hafa rætt, hafa lent á þegar keyptar hafa verið kartöflur í verzlunum. Einnig hefur komið fyrir að „búðar”- kartöflur hafa ekki litið sem verst út, en verið svo bragðvond- ar að engu lagi er likt þegar búið er að sjóða þær. Kartöflugeymslan i Grænmetinu var vel köld. Mætti e.t.v. finna að því hvernig kartöflupokunum var staflað. Einnig má benda á að í flestum verzlunum eru kartöflur geymdar i stöflum á miðju búðargólfinu. Þegar komið er með þær heim, eru þær oft geymdar í „skápnum undir vaskinum”, sem er sennilega óheppi- legasta kartöflugeymslan á heimilinu. Þar er yfirleitt bæði rakt og hlýtt. Geymið kartöflurnar í grænmetis- skúffunni í kæliskápnum, eins og hvert annað grænmeti. -A.Bj. —segir formaöur Neytendasamtakanna „Mér finnst alveg fráleitt ef til þess kemur að henda þurfi verðmætum upp á 60—70 milljónir, eins og útlit er fyrir að þurfi að gera við kartöflubirgðirnar á Norður- landi,” sagði Reynir Ármannsson, formaður Neytendasamtaknna í samtali við DB. „Mér þótti einnig alveg furðulegt að lesa tilfærð ummæli Gunnars Guðbjartssonar formanns Stéttar- sambands bænda úr Árbók Land- búnaðarins, að innlendar kartöflur, sem voru á Reykjavíkurmarkaði 1977 hafi að stórum hluta til verið lélegar, smáar og illa útlitandi og sala með minnsta móti af þeim sökum. Við hjá Neytendasamtökunum leggjum mikla áherzlu á að ekki verði gefnar neinar undanþágur í haust með kartöflustærðina. Einnig leggj- um við áherzlu á aft endurskoða verði reglugerð um Grænmetisverzlunina og aft samtökin og þar með neyt- endur eigi sína fulltrúa á þeim vett- vangi.” Þess má geta að reglugerðin um Grænmetisverzlun landbúnaðarins, er frá árinu 1962. Sagði Reynir að meft því að hafa kartöflumálin áfram í þeim ólestri sem þau hafa verið gæti það orðið til þess að neyzla á þessum annars á- gæta mat, dytti niður og fólk færi að nota eitthvnð annað í staðinn fyrir kartöflur. Staðreynd er einnig að árið 1977 féll kartöfluneyzla landsmanna niður um þriðjung og fróðir menn hafa tjáft Neytendasíðunni að neyzlan hafi ekki aukizt aftur að samaskapi. -A.Bj. „Þarna hefurðu „elliheimilið” hans Jens I Þykkvabænum,” sagði Sigurður þegar komið var að „nálarauganu”, þar sem á að tina úr þær kartöflurscm skemmdar eru og skornar. Blm. Neytendasiðunnar og Sigurður Tryggvason, verkstjórí taka stikkprufur af kartöflum frá KEA. Þetta voru allra sæmilegustu kartöflur, en innan um ein og ein sem látizt hafði úr elli. Meðferðin, sem kartöflurnar fá er óneitanlega dálitið harkaleg, sérstaklega þegar um er að ræða uppskeru sem orðin er 11 mánaöa gömul. Þá þola kartöflurnar mun minna hnjask en þegar þær eru fullþroskaðar og nýuppteknar. DB-myndir Bjarnleifur. Bragðprófun í „tilraunaeldhúsinu”: GULLAUGA BRAGÐBEZT í Grænmetisverzlun landbúnaðar- ins eru kartöflurnar metnar eftir stærð og útliti eingöngu. Ekki er talið hægt að koma við bragðprófunum. Við gerðum að gamni okkar að „bragðprófa” nokkrar kartöflur í „tilraunaeldhúsi” DB. Við suðum kartöflur úr sending- unni sem við fengum að norðan, teg. gullauga, Helga og Kronja. Tvær teg- undir, sem við fengum í Grænmetis- verzluninni Ólafsrauð (úr Þykkvabæ) og gullauga (Svarfaðardalur). — Þá voru einnig með í prófuninni gull- auga úr „einkagarði” og „búðar- keypt” gullauga. Búðarkartöflurnar verstar Sú tegundin sem keypt var í búð reyndist óæt. Hýðið var þykkt, kart- aflan lyktaði illa og bragðið var hræðilegt. öllum kom saman um að gullaug- að úr Grænmetinu væri bezta kart- aflan, að einkakartöflunum undan- skildum. — Ólafsrauðurinn (úr Þykkvabæ) var með frekar þykku hýði, dálitlu moldarbragði, og rétt afteins farinn að linast. Helga (úr Eyjafirði): Mjög góð á bragðið en dálítið laus í sér. Kronja: Sæmilega góð; einn dóm- arinn sagði prýðileg. Ólafsrauður (Þykkvabæ): Ágæt á bragðið, — einn dómarinn sagði: skrítið bragð. Gullauga: (úr Eyjafirði): Bragð- góð, einum fannst dálítið moldar- bragð fyrst. Gullauga (frá G.I., en úr Svarf- aðardal): Baraf hinum. Gullauga (einkaframleiðsla, geymd í kassa í jarðhúsi): Eins og nýupptek- in kartafla, bragðgóð, með þunnu hýði, í fyrsta flokks standi. Gullauga (búðar-kartöflur): Alger- lega óætar! Þærsem aldreihafa komiðístrigapoka, eins og nýuppteknar Geymsluaðferðin Af þessum niðurstöðum er eðlilegt að draga þá ályktun að kenna megi geymsluaðferðunum um bragðvondu kartöflurnar sem neytendum er bo.ðið upp á. Sennilega er langbezt að geyma kartöflur í kassa, en ekki strigapoka, og síðan í kaldri geymslu, t.d. jarðhúsi, þar sem munur á hita og kulda er lítill sem enginn. - A.Bj. EIGA HEIMA í GRÆN- METISSKÚFRJNNI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.