Dagblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JÍJLÍ1979.
8 ■ ■ ■ ■ ■ B
BÆJARINS
BEZTU
Stutt kynningá því athyglis-
verðasta sem kvikmyndahús
borgarinnar sýna
DÆMDUR SAKLAUS
Leikstjóri: Arthur Penn, gerð í Bandarflcjunum 1966.
Sýningarstaflur Stjömubíó
|Nú hefur Stjörnubíó fylgt í kjölfar Austurbæjarbíós og tekið til
endursýningar stórmynd af eldri gerðinni. Handritið skrifaði
Lillian Kellerman, þótt hún afneitaði afkvæminu síðar. Leikstjórn
er í höndum Arthur Penn en hann er þekktastur fyrir myndir sínar
jMickey One, Bonnie and Clyde, Little Big Man og The Missouri
ÍBreaks. Fjöldi þekktra leikara kemur fram í myndinni eins og Jane
. iFond, Robert' Redford og Angie Dickson. Þó er það Marlon
Brando sem stelur senunni. Myndin gerist í litlum bæ í Texas og
;fjallar um kynþáttafordóma, stéttaskiptingu og valdabaráttu.
jStrokufangi kemur til heimabæjar síns. Hann er grunaður um að
jhafa framið morð á flóttanum og bæjarbúar ákveða að taka lögin í
Isinar hendur. En lögreglustjórinn er ekki á sama máli, svo til átaka
'kemur.
Looking for Mr. Goodbar
Leik.tjóri: Rlchard Brooks, gsrfl (Bandsrhiunum 1977
Isýnlngarstafiur Háakólabló
Myndin gerist 1975. Theresa Dunn, sem er ein þriggja dætra heit-
trúaðrar katólskrar fjölskyldu er að ljúka háskólanámi sínu. Hún
'flytur að heiman enda oft misvindasamt á heimilinu og fær sér
vinnu sem kennari daufdumbra barna. En Theresu vantar einhverja
fyllingu í lifið. Hún reynir að leita hennar á vlnstúkum í nágrenni'
heimilis sins og stofnar þar til skammvinnra kynna við karlkyns
gesti vínstúkunnar. En þetta reynist afdrifaríkt i lokin. Looking for’
Mr. Goodbar hefur hlotið góða dóma. Deane Keaton fer með hlut-
verk Theresu og ferst þaö vel úr hendi.
Dádýrabaninn
LeBcstjóri: Michael Cimino, gerfl í Bandarflcjunum 1978.
Sýningarstaflur. Ragnboginn
Fáar myndir hafa hlotið meira umtal undanfarin ár en Dádýraban-
inn. Þótt allir séu ekki á einu máli um ágæti myndarinnar þá hefur'
hún fengið fjölda verðlauna og endurvakið umræöurnar um Víet-
namstríðið. Myndin fjatlar um þrjá vinnufélaga sem eru sendir til:
Víetnam. Þeir eru teknir þar til fanga af Vietcong og ganga í gegn-
um ýmsar andlegai* og líkamlegar hörmungar. Þeim tekst að flýja'
;n fangavist þeirra hafði gert þá meira eða minna að andlegum
krypplingum. Michael Cimino er ekki alger nýliði í kvikmyndagerð.j
Hann á að baki m.a. handritin að myndunum Silent Running og
Magnum Force auk þess sem hann leikstýrði Clint Eastwood mynd-
inni Thunderbolt and Lightfoot.
OFSI
Laik.tJÓH: Brian Da Paima, garfi (Bandarikjunum 1979.
Sýnignarataður Nýja Bió.
Brian De Palma hefur á undanförnum árum eignazt stóran aðdá-
endahóp hér á landi. Fyrst var það með myndinni Systurnar (The
Sisters), síðan með Paradísaróvættinum (The Phantom of the Para-
dise) og síðast en ekki sist með Carrie. í myndinni Ofsi (The Fury);
heldur Brian De Palma sig viö hughrif líkt og í Carrie, en teygir nú |
lopann enn meira. Handritið er ótrúlega gloppótt og tekur langan
tíma að átta sig á hvað er um að vera. Samt sem áður á Brian De
Palma góða spretti og mörg atriðin eru mjög vel útfærð sem hroll-
vekja. En miðað við hæfileika þásem Brian De Palma hefur sýnt þá
er ekki því að neita að áhorfandinn hefur á tilfinningunni að hann
sé að sóa þeim. Leikur er þokkanlegur en þó ber Amy Irving af í
einu aðalhlutverkanna.
ELVIS! ELVlSl
Lufitatjfiri: Kay Potocfc, gsrfi (S«9>Jfifl 1977.
Sýningantafiur. HáskóUbið s.m mánudagsmynd.
Myndin Elvis! EIvis! er byggð á bók sænska rithöfundarins Mariá
Grijje og fjallar um 8 ára gamlan dreng scm ber heitið Elvis'
Karlson. Móðir hans, sem er enn einlægur Elvis Presley aðdáandi,
skirði drenginn i höfuðið á átrúnaðargoði sinu. Elvis á við mörg
vandamál að striða. Hann á erfitt með að umgangast jafnaldra
sina, fær oft martraðir og vantar ástúð móður sinnar sem virðist oft
bera meiri umhyggju fyrir Presley en syninum. Hér er á ferðinnii
skemmtilcgt innlegg til barnaársins. Þótt myndin sé ekki fyrir böm
þá lýsir hún mjög vel vandamálum og viðhorfi barnsins á næman
máta, án þess þó að vera meö óþarfa predikanir. Það sem gerir:
myndina einslifandi og raun ber vilni er frábær leikur Elvis og vin-
konuhans.
Lesendur eru hvattir til afl senda kvik-
myndadálki DB línu, hafi þeir áhuga á ein-'
hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik-
myndaiðnaðinrt. Heimilisfangið er: Kvik-
myndir. Daablaðifl, Síðumúla 12, Rvk.
c
23
Utvarp
Sjónvarp
LEIKRIT VIKUNNAR—útvarp kl. 20,10:
ÁSTINOG
Helga Þ. Stephensen fer með hlutverk Mari.
Þorsteinn Gunnarsson fer með hlutverk
Hans.
sænskur leikritahöfundur, fæddur
1937. Hann skrifaði sín fyrstu
sviösverk rúmlega tvítugur og vakti
þegar athygli. Árið 1964 kom fyrsta út-
varpsleikrit hans, Ást er nauðsyn, og
síðan hafa þó nokkur verk eftir hann
heyrzt 1 sænska útvarpinu.
í minningu vorsins ’68, var flutt þar
haustið 1978. ödeen er blaðamaður.við
leikhústímaritið Entré og hefur ritað
þar mikið um hlutverk leikritahöfunda
i nútimaþjóöfélagi.
Leikritið hefst kl. 20,10 og tekur það
um eina klukkustund I flutningi.
BYLTINGIN
Leikrit vikunnar er að þessu sinni í
minningu vorsins ’68 eftir Mats Ödeen í
þýðingu Torfeyjar Steinsdóttur.
Leikstjóri er Stefán Baldursson en
með aðalhlutverk fara Þorsteinn
Gunnarsson og Helga Þ. Stephensen.
Leikritið segir frá hjónunum Hans
og Mari, sem bæði eru um þritugt. Þau
eru vel menntuð og í góðu starfi og eiga
einadóttur.
Þó kemur að því að Mari verður ást-
fangin af manni sem hefur byltingu að
atvinnu. Hún giftist honum og flytur
með honum til Norrland, en verður
síðan ljóst að leiðir þeirra liggja ekki
saman. Leikritið gerist árið 1968 þegar
miklar umbyltingar urðu á stjómmála-
sviðinu og eins ollu þær líka róti í
hugum fólks.
Höfundurinn Mats ödeen er
Þessi mynd var tekin þegar eldgos hófst f Heklu 1947, en um það er fjallað f þættinum f kvöld.
Utvarpkl. 22,00:
A ferð um /ancf/ð
Á ferð um landið nefnist þáttur sem er
á dagskrá.útvarpsins í kvöld kl. 22,00
og er þetta fjórði þáttur í umsjá
Tómasar Einarssonar.
„Þetta er svona samtíningur um
myndun Heklu og afleiðingar af eld-
gosum,” sagði Tómas í samtali við DB
„og verður m.a. rætt við Sigurð
Þórarinsson, jarðfræðing. Ennfremur
V____________________________________
verður rætt við Ingvar Teitsson, lækni,
en hann er fróður um gönguleiðir á
Heklu og hefur leiðbeint fjölda ferða-
manna.
Lesið verður úr þjóðsögum um fjall-,
ið eða tengdar þvi. Þá lesið úr ferðabók
Sveins Pálssonar og úr ferðabók sem
nefnist Til Heklu og er hún eftir Svíann
Engström.
Einnig verður lesið úr þekktri bók
um ísland sem skrifuð var um 1600 og
er eftir Dithmar Blefken. í þeirri bók er
margt furðulegt eftir Blefken haft,”
sagði Tómas.
Lesari með Tómasi í þættinum er
Snorri Jónsson. Þátturinn er um hálfar
klukkustundar langur.
-ELA
________________________________;