Dagblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JÚLf 1979. 13 3ttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir skellur timótinu Staðaní A-riðli: FH Fram Vikingur Stjarnan Þróttur B-riðill Haukar ÍR KR Ármann Valur 2 2 0 0 52—36 4 2 2 0 0 56—47 4 2 1 0 1 45—48 2 10 0 1 18—26 0 3 0 0 3 71—85 0 2 2 0 0 53 —41 4 3 2 0 1 70—72 4 2 1 0 1 43—38 2 1 0 0 1 15—22 0 2 0 0 2 42—50 0 Næstu leikir eru í kvöld en þá leika kl. 18.45 Fram og Njarðvík í kvennaflokki og að þeim leik loknum leika Haukar og Ármann í B-riðlinum. Kl. 21 leika síðan gestgjafarnir, FH, við Stjörn- una og aetti FH að vinna öruggan sigur í þeim leik. Fstá Akureyriídag Föstud. 27. kl. 16.00 Knattspyrna Randers-Vásterás. Föstud. 27. kl. 19.30 Knattspyrna KA-Feyenoord (gestaleikur), Laugard. 28. kl. 14.00 Frjálsaríþróttir, 12greinar. Laugard. 28. kl. 16.00 Knattspyrna Akureyri-Randers. Á laugardagskvöld býður bæjarstjórn Akur- eyrar öllum þátttakendum til kvöldverðar í Skiðahótelinu þar sem verðlaun verða afhent. Á sunnudag fara þátttakendur siðan í skoðunar- ferð austur í Mývatrissveit (Kröflu) og að Laxá. Vikinga 1 gærkvöld. DB-mynd S. fíirök- urstaða röttarogVíkings þrengdur af sóknarmönnum Þróttar og var of seinn að átta sig. Sannarlega ódýrt mark. í síðari hálfleik skipti alveg um. Þróttarar virtust hreinlega hafa misst allan móð! Líkt og í leiknum gegn Val virtust þeir ekki trúa þvi að þeir gætu unnið. Það var heppni þeirra að Víkingsliðið var ekki sterkara en raun bar vitni. Lárus Guðmundsson gerði þó oft mikinn usla í vörn Þróttar í hálfleiknum og hann átti allan heiðurinn af jöfnunarmarkinu á 22. mínútu. Hann hafði þó leikið vel á varnarmenn Þróttar og sloppið alveg upp að endamörkum. Þaðan sendi hann boltann vel út í teiginn til Heimis Karlssonar, sem sendi boltann til Óskars Þor- steinssonar, nýliða sem var í dauðafæri við hægri markstöngina og honum brást .ei boga- listin. Fátt markvert gerðist í hálfleiknum þótt Víkingar væru mun ágengari. Lárus Guðmunds- son, Víkingurinn ungi, var bezti maður vallarins án þess að sýna nokkurn stórleik.*í lið Vikings vantaði Sigurlás Þorleifsson og Ragnar Gíslason sem voru í leikbanni. -GAJ- Pétur Pétursson. „Þetta var miklu betra” —sagði Pétur Pétursson ef tir leikinn í gær —Feyenoord leikur í méti með Liverpool „Þctta var allt annað hjá okkur núna heldur en í gærgegn Skaganum,” sagði Pétur Pétursson er DB hitti hann að máli eftir leikinn. „Við vorum miklu afslappaðri en í gær og satt bezt að segja held ég að flugferðin til Islands hafi eitthvað setið í mönnum þótt það sé að sjálfsögðu cngin afsökun fyrir lé- legum leik — liðið á að vera vant slíku frá sífelldum ferðalögum um Evrópu þvera og endilanga.” Hvað kom til að liðið afþakkaði skoðunarferðina sem var á dagskrá í dag? ,,Það er geysilega strangur agi hér hjá okkur á þessum keppnisferðalögum og við högum okkur eftir fyrirfram ákveðnu prógrammi og það er hvergi vikið frá því.” Hvað tekur við hjá ykkur eftir þessa ferð hingað? „Við förum og keppum á móti hjá Schalke 04 í Þýzkalandi á næstunni og síðan er mót hjá okkur í iRotterdam en leiktímabilið hefst 18. ágúst, þannig að við fáum aðeins eins dags frí eftir ferðina hingað,” sagði Pétur ennfremur en nú þyrptust að honum unglingar í Eyjum og vildu fá eiginhandaráritanir. Ágangurinn var svo mikill að blm. sá þann kost vænstan að forða sér. Margir krakk- anna komu með 100 krónu seðla og létu Pétur skrifa á þá, sem hann gerði án þess að vísa nokkrum frá. Mátti sjá sumar ungu dömurnar svífa í burtu í sæluvímu með nafnið hans Péturs á 100-krónu seðli í höndunum. Þau lið sem leika með Feyenoord í mótinu hjá Schalke 04 eru Liverpool og Benfica auk Feyenoord og Schalke. Liðin sem leika á móti Feyenoord eru síðan Ipswich, Molenbeek og PSV Eindhoven. r-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.