Dagblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1979. Ekki stanzlaust hægt að hækka veró landbúnaðarvara Herdis Hermóðsdóttir, Eskifirði, skrifar vegna athugasemda Ólafar Ólafsdóttur i DB 19. júli: Ólöf spyr hvort ég hafi „patent- lausn” á vanda landbúnaðarins. Fjarri fer því, enda yrði hún sjálfsagt ekki þegin, þótt ég hefði hana. Tvennt veit ég þó. Annað er það að ef bændur telja sig eiga í vök að verjast fjárhagslega er ekki um að kenna of lágu verði landbúnaðar- vara. Engin nálæg þjóð mun knúin til að greiða venjuleg matvæli þvíliku verði og íslenzkir neytendur, sér í lagi ef miðað er við laun. í því sambandi vil ég skora á DB að birta nú samanburðartölur um það, eins og blaðið hefur áður gert, og hafi heila þökk fyrir. Hitt er annað að það er ekki hægt að hækka stanzlaust verð land- "" búnaðarvara Bændur eru fram- leiðendur og hljóta sem slíkir að leita ráða til að gera framleiðsluna sam- keppnishæfa við erlendan land- búnað. Vil ég nú vitna í orð manns, sem ég tel að enginn geti brugðið um heimsku eða þekkingarleysi, en það er Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Hann sagði í ræðu fyrir 13 árum að það hlyti að vera lausnin á vanda landbúnaðarins að auka framleiðslu þeirra sem bezt og ódýrast geta fram- leitt, svo ekki væri hægt að „sýna fram á, að það mundi verka meira til verðhækkunar innanlands að flytja þar erlendar landbúnaðarvörur heldur en nokkuð annað, jafnvel þó hinar erlendu væru hafðar í hæsta tollaflokki.” En það er einmitt það sem nú hefur skeð. Enda hefur ekki verið farið eftir varnaðarorðum Bjarna Benediktssonar, heldur fetuð „hin leiðin” af forystu bændanna og of mörgum bændum, með lands- kunnum árangri. Ólöf virðist undrast aö ég telji mikið til bænda lagt. >ví vil ég benda henni á að á fjárlögum þessa árs eru tveir liðir sem heita „búnaðarmál” "" 10% BENSÍNSPARNAÐUR samsvarar 31 krónu pr. litra. Allir sem fást við stillingar bílvéla vita, að bensineyðslan eykst um 10—25% milU kveikjustilUnga. Eftir ísetningu LUMENITION kveikjunnar losna bíleig- endur algjörlega við þá eyðsluaukningu, sem sUtnar platin- ur valda, þvi í þeim búnaði er ekkert, sem sUtnar eða breytist. Með LUMENITION vinnur véUn alltaf eins og kveikjan væri nýstillt. LUMENITION fylgir 3ja ára ábyrgð. Varð miðað vMS gengi 20.7. '79: KR. 46.000.- HABERG HS SIMI: 84788. Síðasta sending í sumar! SU M ARSTRIG A- SANDALAR VERÐ AÐEINS KR. 7.950.- Ef bændur eiga f vök að verjast er ekki of lágu verði landbúnaðarvara um að kenna, segir Herdis Hermóðsdottir. og hljóða upp á 10 milljarða og „niðurgreiðslur” sem eru upp á 18 milljarða. >etta eru kannski smápeningar í hennar augum. En það má til saman- burðar taka að orkumálin, sem að flestra dómi æltu að vera stærsti póstur fjárlaganna við ríkjandi aðstæður, eru á sömu fjárlögum aðeins 6 milljaröar króna. Svo dæmalaust er þetta ástand! Ráðamenn útvarpsins: Eru þeir búnir aö gleyma hlustendakönnuninni? Sigurður sló á þráðinn: Ég get ekki orða bundizt eftir að hafa rennt augum yfir dagskrá út- varpsins í þessari viku. >að er bókstaflega ekkert annað á boöstólum en klassísk tónlist, fílharmóníur og sinfóniur. Eru ráðamenn útvarpsins búnir að gleyma hver varð niöurstaðan úr hlustendakönnuninni? >að er næstum því enginn sem hlustar á þetta efni. Hvernig stendur þá á því að svona þættir eru að sliga dag- skrána? Mikið þætti mér vænt um ef ein- hver af ráðamönnum útvarpsins vildi. hugsa um þetta mál og aðhafast eitthvað. Mér finnst að við sem greið- um afnotagjöldin skilvíslega eigum fulla heimtingu á því. FÍB BEITISÉR FYR- IR FJÖLGUN RAFBÍLA Magnús Guðmundsson hringdi og kvaðst vilja beina þeim tilmælum til Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sem að undanförnu hefur mótmælt bensínhækkunum, að þeir sinntu líka jákvæðari málum. Taldi hann að FÍB ætti að beita sér fyrir því að rafbílar kæmu í stað bensínbíla, en eins og kunnugt er af fréttum DB kom fyrsti rafbíllinn til Islands á föstudaginn og verður hann dl sýnis einhvern tíma á næstunni. I Fyrsti rafbillinn kom til landsins á föstudaginn. Þá var þessi mynd tekin á hafnarbakkanum f Reykjavfk. DB-mynd S. Pennavinir í Suöur-Af ríku — pennavinaklúbbur í Reykjavík gefi sig fram Sigrún Lilja Bergþórsdóttir, skrifar: Ég hef verið beðin að útvega eftir- töldum konum pennavini hér á íslandi og langar mig því að biðja ÖB að birta nöfn þeirra í blaðinu. Mig langar einnig til að komast í samband við pennavinaklúbbinn sem mig minnir að hafi verið stofnaður i Reykjavík í vetur. Mynduð þið vilja biðja þá í klúbbnum að birta heimilisfang sitt i blaðinu. Ég tek það fram að ég er ekki sjálf að biðja um pennavini. Nöfnin eru þessi: Mrs. Myra Fabrie, 2 Ferndale Ave, Morningside, Durban 4001, South Africa. Hún óskar eftir pennavinum á aldrinum 40 til 60 ára, af báðum kynjum. Miss Bronlyn Fabrie, sama heimilis- fang. Hún er 17 ára og óskar eftir pennavinum af báðum kynjum á aldrinum 18 til 28 ára. Miss Violet Appara, 37 Poppy Place, Asherville, Durban, South Africa. Húner 24ára. i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.