Dagblaðið - 20.08.1979, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979.
Ali Bhutto fyrrum forsætisráðherra Pakistans sagðist fyrr mundu láta landsmenn sina éta gras en draga úr fjárframlög-
um til smíði kjarnorkusprengju. Mikil og almenn fátækt er í Pakistan.
einhvers konar samvinnu við Lýbíu-
menn, sem fjármagni ævintýrið.
Indverjar leggja hins vegar litla
trú á orð Zia og segja hann aðeins
reyna að leyna raunverulegum ætlun-
arverkum sínum. Benda þeir til
dæmis á að verið sé að koma upp nýj-
um og fullkomnum ioftvama-
stöðvum umhverfis höfuðborg
landsins, Islamabad, sérstaklega um-
hverfis flugvöllinn þar við.
Fluttar hafa verið þangað eld-
flaugar og miklar heræfingar farið
fram, sem kinverskbyggðar þotur
hafa tekið þátt i, en þær eru gerðar
eftir sömu teikningum og MlG-19
þotumar sovézku.
Þessar þotur eru búnar banda-
rískum eldflaugum. Kunnugir
fullyrða að þær hafi nú mun oftar
viðkomu á flugvellinum við Islama-
bad en áður og- fljúgi þar auk þess
mun oftar yftr en áður.
Eins og málum er háttað nú er
talið að hernaðaryfirburðir Indverja
séu miklir fram yfir Pakistana. Þeim
er aftur á móti ekki rótt ef
Pakistönum tekst að koma sér upp
virkum kjarnorkubúnaði. Vopna-
búnaður Indverja er aðeins af hinu
gamla hefðbundna tagi. Nothæfar
kjarnorkusprengjur hefur þeim ekki
tekizt að gera þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir. Þeim hefur einnig mistekizt
að koma sér upp nothæfu eldflauga-
kerfi með kjarnaoddum. Þeirri
tilraun lauk nýlega að sögn.
Pakistanstjórn hefur nýlega mót-
mælt því sem hún kallaði
uppbyggingu Bandaríkjastjórnar á
áróðursherferð gegn hinni friðsam-
legu kjarnorkuáætlun Pakistana.
Þekktasta dæmi um sefjun á þess-
ari öld er það ástand sem skapaðist í
Þýskalandi á fjórða áratugnum. Ég
held að allir sem hafa með mann-
kynssögu að gera viðurkenni að á
vissu timabili var stór hluti þýsku
þjóðarinnar fullkomlega hamingju-
samur í þeirri sefjun sem þá var
skipulögð. Allir vita hvernig það
endaði.
Þetta segi ég til skýringar en ekki
til að líkja nasismanum saman við
poppiðnaðinn. Þó er þessi iðnaður á
Vesturlöndum orðinn svo tröllaukinn
að um misnotkun getur orðið að
ræða og hefur raunar verið að ræða
þó að á öðru sviði sé en í beinum
pólitískum tilgangi.
Lúxusvara
Þessi misnotkun felst í því, meðal
annars, að það virðist augljóst að viss
skynfæri unglinga eru eyðilögð.
Þetta gerist vegna þess fyrst og
fremst að sefjun poppsins felst aðal-
lega i hávaða. Þarna er yfirleitt ekki
á ferðinni tilraun til neinnar list-
sköpunar þó undantekningar finnist
hvað þetta varðar.
f umræðum um þessi mál er ein-
um hlut gjarnan stillt upp gegn
öðrum. Þetta er auðvitað regin vit-
leysa. Það hefur alltaf verið blandað
kerfi í listum. Það mun aldrei ganga
að ein einstök tegund menningar
verði ráðandi. Hver á líka að meta
Vitað er að Bandaríkjastjórn og
raunar margir aðrir hafa verulegar á-
hyggjur af kjarnorkubrambolti
þeirra Pakistana. f bandariska
blaðinu The New- York Times var
nýlega sagt frá því að í Washington
hefði verið rætt um möguleika á að
eyðileggja pakistanskar kjarn-
orkustöðvar með því að gera á þær
skyndiárásir framkvæmdar af sér-
þjálfuðum sveitum hermanna.
Pakistanstjórn mótmælti þessu
harðlega í orðsendingu til Bandaríkja
stjórnar en fregnir þessar hafa raunar
ekki fengið neina opinbera
staðfestingu vestra enda engin von til
þess hvortsem þarna hefur verið sagt
satt fráeðaekki.
Zia hershöfðingi og leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Pakistan hefur mótmælt
ásökunum um að stjórn hans láti nú vinna að smíði kjarnorkuvopna í landinu.
Kjallarinn
Hrafn Sæmundsson
það hvar skilin milli menningar og af-
þreyingar eigi að draga.
Þegar ég tala um menningu, þá
fyllist rödd mín ekki lotningu eða
jafnvel mærð. Fyrir mér er
„menning” ósköp venjuleg
neysluvara. Hún er hluti af daglegu
lífi. Raunar má segja að menningin
sé lúxusvara sem hefur yfirleitt ekki
lent á fundi verðlagsnefndar.
Verðgildi hennar er afstætt.
Nú spyr vafalaust einhver og
líklega margir, þeirrar spumingar,
sem nú er efst á vinsældalistanum.
Hvað er menning? Þarna fer nú að
versna í því. Það er nefnilega ekki
hægt að svara þessari spurningu svo
vel sé. Hins vegar er það vandalaust
að rífast um hana. Og það rifrildi
verður oft óskaplega heimskulegt.
Nautn
Sumir segja að menning sé sú
framleiðsla hvers tíma er vinsælust
er og flestir hafa gaman af. Aðrir
segja að menning sé það litla er eftir
stendur af tilraunum manna til að
skapa varanleg andleg verðmæti. Að
menningararfleifð sé það sem tímans
tönn vinnur ekki á og hlutfallið sé
kannski einn á móti þúsund.
í þessu máli eru ekki það ljós skil
að hægt sé að fella dóminn. Hins veg
ar getum við rabbað um málin og
eigum aðgeraþað.
Frá mínum sjónarhóli lítur málið
þannig út, að frjálslyndi og
umburðarlyndi eigi að ríkja í þessum
efnum. Á hitt vil ég benda, að þeir
sem ekki ná neinum tengslum við þá
menningu sem tímans tönn hefur
ekki unnið á, missa af mikilli nautn.
Slík nautn verður ekki upplifuð nema
gegnum persónulega reynslu.
Hrafn Sæmundsson,
Réttlætíð
og ríkis-
kassinn
A sl. vori skipaði landbúnaðar-
ráðherra nefnd þá, sem hlotið hefur
nafnið „Harðindanefnd”. í
nefndinni áttu sæti fjórir fulltrúar
stjórnmálaflokkanna og tveir
fulltrúar frá bændasamtökunum.
Samkvæmt skipunarbréfi nefnd-
arinnar var henni ætlað að gera
tillögur til ríkisstjórnar um „1.
aðgerðir vegna þeirra erfiðleika, sem
skapast hafa hjá bændum vegna
rikjandi vorharðinda,” og „2. lausn
á vandamálum bænda vegna
söluerfiðleika erlendis á umfram-
framleiðslu landbúnaðarafurða,
þannig að tekjuskerðing bænda verði
sem minnst”. Ákvæðin um ætlunar-
verk nefndarinnar eru orðrétt upp úr
þeirri tillögu, sem ríkisstjórnin
samþykkti og hefur annars ekki verið
getið í mín eyru en að ríkisstjórnin
hafi verið sammála um afstöðu til
þessa máls.
Aðgerðir vegna
vorharðinda
Nefndin hóf þegar störf og skilaði
fyrstu tillögum um aðgerðir vegna
vorharðindanna um miðjan júní.
Voru aðalatriði þeirra tillagna þau,
að Bjargráðasjóður yrði efldur til að
gegna hlutverki sínu samkv. lögum
og lánsfé yrði útvegað vegna þeirra
bænda, sem mestu hefðu orðið að
kosta til vegna fóðurkaupa. Algjör
samstaða náðist í nefndinni um þess-
ar tillögur og voru þær áréttaðar með
bókun í nefndinni 28. júní, þar sem
m.a. var bent á nauðsyn þess að
fylgst yrði með hugsanlegri þörf
einstakra byggðarlaga fyrir aðstoð
vegna uppskerubrests. Enn fremur
var það áréttað, að afleiðingar vor-
harðindanna væru ekki enn komnar í
ljós nema að nokkru leyti.
Ágreiningur um
útflutningsbætur
Um hið síðara atriði í verkefni
nefndarinnar náðist ekki sam-
Kjallarinn
IngiTryggvason
ur gleikkað á undanförnum árum,
svo að útflutningsbótarétturinn
hefur nægt fyrir æ minna vörumagni
eftir því sem árin hafa liðið. Á hinn
bóginn hafa bændasamtökin ekki
haft i höndum tæki til skipulagningar
á framleiðslumagni búvara fyrr en
með þeirri breytingu, sem gerð var á
framleiðsluráðslögunúm á sl. vetri.
Er nú bændasamtökunum heimilt að
beita „kvótakerfi” og fóðurbætis-
gjaldi til að hafa áhrif á fram-
leiðslumagn. Áhrif þessarar laga-
breytingar eru vitanlega ekki komin i
Ijósenn.
Skipulag fram-
leiðslumagns
Um langt skeið hefur
forystumönnum bænda verið ljós sá
vandi sem við blasti, ef framleiðsla
landbúnaðarvara færi mikið fram úr
innanlandsneyslu og viðunandi
markaðir væru ekki fyrir hendi
erlendis. Þess vegna hafa sífelldar
samþykktir aðalfundar Stétta-
sambands bænda allt frá árinu 1966
beinst að óskum til ríkisvaldsins um
möguleika á framleiðsluskipu-
lagningu. Við þeim óskum hefur ekki
• „Þeir eiga siöferöilegan rétt á fullum bótum
vegna útflutningsins, þar sem ákvæöi um
tekjujafnrétti viö „viömiöunarstéttirnar” er
ótvírætt í lögum.”
komulag. Fulltrúar Alþýðubanda-
lags, Framsóknarflokks, Sjálfstæðis-
flokks og bændasamtakanna náðu
samkomulagi um að leggja til að
bændum yrði bættur sem næst að
2/3 hlutum sá tekjumissir, sem við
blasti, yrði ekki að gert. Fulltrúi
Alþýðuflokksins kaus að skila séráliti
og tillögum. Viðurkenndi hann í
verki réttmæti viðbótargreiðslu út-
flutningsbóta, en taldi eðlilegt, að
þær greiðslur næmu helmingi af því,
sem gert er ráð fyrir í tillögum meiri-
hlutans. Auk þess gerði hann tillögu
um sérstakt framlag, 500 milljónir
króna, til að greiða fyrir þeim
bændum, sem vilja og þurfa að hætta
búskap.
Verðmyndun
landbúnaðarvara
Samkvæmt lögum um
Framleiðsluráð landbúnaðarins ber
að verðleggja landbúnaðarvörur
þannig, að tekjur bænda séu í sem
bestu samræmi við tekjur verka-
manna og iðnaðarmanna. Þá eru í
lögunum ákvæði um greiðslur út-
flutningsbóta allt aðjafnvirði 10% af
heildarframleiðsluverðmæti land-
búnaðarvara og reiknar Hagstofa
íslands út, hver útflutningsbóta-
rétturinn er hverju sinni.
Hin öra verðbólga hér á landi og
landbúnaðarpólitík viðskiptalanda
okkar valda því, að bilið milli innan-
landsverðs og útflutningsverðs hef-
verið orðið fyrr en nú. Bændur telja
því, að sá vandi, sem við blasir vegna
ónógra útflutningsbóta sé ekki einka-
vandi bændastéttarinnar. Þeir eigi
siðferðislegan rétt á fullum bótum
vegna útflutningsins, þar sem ákvæði
um tekjujafnrétti bænda við
„viðmiðunarstéttirnar” er ótvírætt i
lögum. Tillaga um greiðslu 2/3 hluta
fjárvöntunarinnar er samkomulag
fulltrúa þriggja stjónmálaflokka og
fulltr. bændasamtakanna. Með þess-
ari tillögu er gert ráð fyrir að
bændur taki á sig stærstan hluta
byrðarinnar og má örugglega deila
um réttmæti þess.
Ákvörðun
ríkisstjórnar
Ég vil leyfa mér að halda því
fram, að samþykkt ríkisstjórnarinnar
á sl. vori um að tillögur nefndarinnar
skyldu miðast við „að tekjuskerðing
bænda verði sem minnst” sé svo
ótvíræð að miklu fremur megi gagn-
rýna samkomulag meiri hlutans í
nefndinni vegna þess að það gangi of
skammt tremur en of langt. Þess
vegna tel ég líka, að tillaga minni-
hlutans um greiðslu 1/3 af tjár.
vöntuninni sé í algjöru ósamrærni við
samþykkt ríkisstjórnarinnai og
ætlunarverk nefndarinnar og raunar
alveg út í hött.
Reykjavík, 15. ágús 1979.
Ingi Tryggvason,
fyrrv. alþingismauur.