Dagblaðið - 20.08.1979, Side 12
12
^ mm \
V ('i'Xfi*
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir, er verða til
sýnis þriðjudaginn 21. ágúst 1979, kl. 13—16,
í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7:
Chevrolet Impala fólksbifreið...................árg. 1973
Plymouth Valiant fólksbifreið....................— 1975
Volvo P145 station...............................— 1973
Peugeot 504 disil station........................— 1975
Willys Wagoneer custom4x4........................— 1974
Volvo P142 fólksbifreið..........................— 1971
Volkswagensendiferðabifreið......................— 1973;
Volkswagen 1200 fólksbifreið.....................— 1974
Land Rover bensin................................— 1971
Chevrolet Suburban fólks/sendiferðabifreið.......— 1974
ChevroletSuburban4X4sendiferðabifreið............— 1974
Chevrolet Suburban sendiferðabifreið.............— 1973
Chevrolet Suburban sendiferðabifreið.............— 1972
Peugeot 404 pallbifreið..........................— 1974
Toyotapickup4x4..................................— 1972
Bedford sendiferðabifreið........................—. 1964
VolvoF86vörubifreið, palllaus...................— 1967
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að
viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn að
hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. \
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26tí44 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Tannlæknastofa
Hef opnað tannlæknastofu mína að’
HAMRABORG 7 Kópavogi. — Sími 42515.
HERMANN JÓN ÁSGEIRSSON
Tilsölu
Datsun disil árgerð 1976. Er með
dráttarkúlu. Verð 4,6 milljónir.
Upplýsingasimi 18281.
K
LADA-ÞJÓNUSTA OG
ALMENNAR VÉLASTILLINGAR
PANTIÐ TÍMA í SÍM A
76650
LYKILLP
Bifreiðaverkstæði
Simi 70650. Smíðjuvsgi 20 - Kóp.
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti verður settur i Bústaða-
kirkju laugardaginn 1. september kl. 13 (kl. 1 e.h.).
Aðeins nýnemar í skólanum skulu mæta við skólasetn-
ingu.
Nemendur fá stundaskrár afhentar í skólanum við
Austurberg mánudaginn 3. september.
Nemendur á almennu bóknámssviði (menntaskóla-
sviði), heilbrigðissviði, hússtjórnarsviði og listasviði
mæti kl. 9—12.
Nemendur á tæknisviði (iðnfræðslubrautum), uppeldis-
sviði og viðskiptasviði mæti kl. 14—17 (kl. 2—5 e.h.).
Við afhendingu stundaskráa skulu nemendur greiða
; jöld til nemendaráðs skólans svo og efnisgjöld á verk-
uámsbrautum.
Sólameistari.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979.
Afsnilldar-
verkumút-
gerdarmanna
Enn ein stórfelld olíuhækkun
hefur átt sér stað á alþjóðamarkaði,
þökk sé auðhringunum. Við launa-
menn hefðum þó ekki þurft að láta
okkur það miklu skipta ef við völd
væri ríkisstjórn, sem starfaði í okkar
þágu, en svo er því miður ekki. Sést
það best á því að núverandi ríkis-
stjórn notar öll hugsanleg tækifæri
til að rýra kaupmátt launa og draga
úr almennri velferð. Hún hefur bæði
skert vísitöluhækkanir beint og
falsað vísitöluna, skorið niður opin-
bera þjónustu á flestum sviðum og
stórhækkað skattana. Alls gerði
þetta a.m.k. 12% skerðingu al-
mennra lífskjara frá því í samningum
ASÍ og BSRB 1977. Hefur því kjör-
orðið fræga, „Samningana í gildi”,
sem verkalýðsflokkarnir högnuðust
svo mjög á í síðustu kosningum, farið
fyrir lítið.
Fyrstu ummæli ríkisstjórnarinnar
um olíuhækkanirnar gáfu heldur
ekki til kynna stefnubreytingu.
Magnús H. Magnússon farmanna-
bani fullyrti að almenningur yrði að
taka þær á sig, því hver annar ætti að
gera það? Steingrímur Hermannsson
lýsti því yfir, að sér þætti fráleitt að
láta þessar hækkanir koma inn í
kaupgjaldsvísitöluna, enda lítur hann
á vísitölubindingu launa sem sér-
stakan gróðaveg fyrir verkafólk.
Alþýðubandalagsráðherrarnir voru
heldur óskýrari í ummælum sínum,
en ég man ekki eftir að þeir hafi syrgt
opinberlega fyrirsjáanlega erfiðleika
heimilanna. Hins vegar þótti æðsta
prangara rikisins, Svavari Gestssyni,
mikið til um hinar ógurlegu raunir,
sem útgerðarmenn stæðu frammi
■ fyrir.
Aðgerðirnar urðu vissulega í sam-
ræmi við fyrirheitin. Bensín er fyrst
og fremst notað á einkabíla, enda
hefur í engu verið skeytt af opinberri
hálfu um hækkanir á þvi. Dísilolía er
hins vegar nær eingöngu notuð í at-
vinnurekstri, aðallega af útgerðinni.
Ef hún hefði átt að hækka til
samræmis við alþjóðlegt markaðs-
verð, hefði það orðið 52%. En hækk-
unin varð aðeins 34%. 18% ætlar
ríkissjóður að borga og mun m.a.
taka til þess erlend lán fyrir tæpa þrjá
milljarða. Auk þess var olíugjald
hækkað um meira en helming í
prósentum, úr 7% í 15%, og ákveðið
að láta gengið síga um 8% á næstu
vikum. Við þetta tækifæri var skipta-
prósenta sjómanna mikið skert, en í
staðinn var fleygt i þá 3% launa-
hækkun. Kristján Ragnarsson vælu-
kjói LÍÚ var þó fjarri því að vera
ánægður, því að enn var eftir að
^ „Ein niðurstaða er
óhjákvæmileg við at-
hugun á íslenzkum
sjávarútvegi, og hún er
sú, að útgerðarmenn séu
óhæfir í starfi ...”
dekka 2% af olíuhækkuninni. Svavar
Gestsson alþýðuforingi taldi þetta
hins vegar hinn mesta sigur fyrir
skjólstæðinga sína, þrátt fyrir alla
kjararýrnunina sem þær þýddu bæði
í bráð og Iengd, því til hefði staðið að
hafa þærenn meiri.
Nægir
að mjálma
Nú mun lesandinn ef til vill segja
sem svo, að sjávarútvegurinn sé
undirstöðuatvinnuvegurinn í landinu
og því alls góðs maklegur. Hvort
sem svo er eða ekki, skulum við at-
huga að hann getur verið illa rekinn
alveg eins og t.d. sælgætisverk-
smiðja, og það er hann því miður um
þessar mundir. Sem dæmi um bruðl
útgerðarmanna má nefna svartolíu-
málið. Togarinn Rauðinúpur hefur
árum saman verið knúinn áfram með
svartoliu í stað dísilolíu. Til að gera
það kleift varð að gera smávægilegar
breytingar á vél hans. Borguðu þær
sig tífalt upp á einu ári þvi að
rekstrarkostnaður togarans minnkaði
um hvorki meira né minna en helm-
ing. Það hefði mátt ætla að aðrir
togaraeigendur mundu i skyndi feta í
sömu spor, en svo var ekki. Það er
fyrst á þessu ári sem veruleg hreyfing
kemst á málið. Þegar einn af for-
svarsmönnum útgerðarinnar var
spurður að því hverju þessi seina-
gangur sætti, svaraði hann því til að
ekkert hefði verið fyrir hendi sem ýtti
við útgerðarmönnum fyrr. Það er
einmitt kjarni málsins. Við núverandi
aðstæður skiptir rekstrarlagið engu
máli fyrir útgerðarmenn. Ef eitthvað
bjátar á, þá mjálma þeir og sam-
stundis eru þeim opnaðir upp á gátt
allir opinberir sjóðir.
Annar kostnaðarliður við útgerð-
ina, sem okkur leikmönnum úr fjar-
lægð hefur borist til eyrna í gegnum
fjölmiðla að sóað sé óhugnanlega í,
er fjárfestingarnar. Samkvæmt sér-
fræðilegu mati mætti minnka skipa-
stólinn um 30% án j>ess að aflinn
minnkaði. Þessum óþörfu skipum
mundi t.d. borga sig að sökkva hrein-
lega, með öllu innanborðs, því að þá
mundi a.m.k. rekstrarkostnaður-
inn við þau sparast. En það væri
einnig hægt að selja þau og fá fyrir
milljarðatugi, sem að ósekju mætti
verja t.d. til hagsmunamála bama af
því að þetta er nú einu sinni þeirra ár
og ekkert er byrjað að gera fyrir þau.
Hér að framan hafa verið teknir
fyrir tveir stærstu kostnaðarliðirnir
við útgerðina. Lítil ástæða er til að
álykta að ástandið sé betra á öðrum
sviðum yfirleitt, en þó er á þvi ein
undantekning sem er kaupgreiðsl-
urnar. Útgerðarmenn taka alltaf út
ógurlegar kvalir þegar þeir þurfa að
fara að hækka launin hjá sjómönn-
um, þó að yfirleitt séu launakröf-
urnar, sem til þeirra eru gerðar, ekki
miklar.
Áhugaleysi
á umbótum
En hvernig er hægt að koma í veg
fyrir þetta bruðl? Það er hægara sagt
en gert, því það er á valdi útgerðar-
manna einna og þeir hafa sáralítinn
áhuga á umbótum eins og áður segir.
Ef þeir færu að sýna einhverja
óvenjulega hagkvæmni hjá sér, þá er
eins víst að einhverjum opinbemm
sjóði væri lokað fyrir þeim. Og það
er svo huggulegt að gera út á sjóðina.
Útgerðarmenn eru einmitt núna að
leggja grundvöllinn að því, að gamla
fokkinu verði hætt, lagður verði
niður allar eltingaleikur við þessi
hreistruðu, daunillu kvikindi, sem
eru að sníglast í kringum landið. Á ég
þar við hina vel heppnuðu rányrkju
sem stunduð er á öllum fiskistofnum
nema karfa og grálúðu. Hafa ráð-
herrar og þess háttar stórmenni stutt
þá iðju dyggilega með þvi að telja allt
annað þjóðhagslega óhagkvæmt. Ef
lesandi trúir þessu ekki, skal hann
rifja upp örlög síldarstofnanna
sálugu. Þorskstofninn hangir nú á
bláþræði og er raunar æsispennandi
að fylgjast með því hvort hann muni
hjara eða ekki. Og ef það fer á verri
veginn er hætt við að ekki verði eftir-
sóknarvert aðbúaá íslandi.
En hún er svo undarleg þessi tilvera
okkar að það eru einmitt útgerðar-
menn, sem mestrar virðingar njóta á
íslandi. Þeir teljast til hinna miklu
máttarstólpa þjóðarinnar. Til dæms
fékk Ingvar Vilhjálmsson stjörnu
stórriddara hérna um daginn. Var
hann sá eini sem það merki fékk, allir
aðrir voru krossfestir þann daginn.
Vantar heiðarlegan
flokk launafólks
Það ber allt að sama brunni. Ein
niðurstaða er óhjákvæmileg við
athugun á íslenzkum sjávarútvegi og
hún er sú, að útgerðarmenn séu
óhæfir í starfi, og það sé hollast fyrir
alla að þeim sé fundið eitthvað annað
og viðráðanlegra að gera. Þetta mun
eflaust einhverjum þykja full rót-
tækt, því að í rauninni sé ekkert
hæfara fólk til. Þeim skalt bent á að
rekstur útgerðarfyrirtækis er ekki
neitt geysilega fiókið mál og síst af
öllu þarf við hann neinar sérgáfur,
sem núverandi handhafar hans búi
yfir. Það sem með þarf fyrst og
fremst er fólk sem tekur mið af hags-
munum launþega í landinu í sínu
starfi, og til þess þarf það að vera
launþegar sjálft. Ef það verður gert
Kjallarinn
Helgi M. Sigurðsson
mun ekki þurfa að styrkja útgerðina
sérstaklega núna vegna olíuverðs-
hækkana. Þá mun líka eflaust verða
hægt að loka ýmsum óþörfum opin-
berum sjóðum, sem starfræktir hafa
verið árum og áratugum saman öllum
til óþurftar en engum til ánægju.
En það eru ekki bara einkahags-
munir útgerðarmanna, andstæðir
þjóðarhagsmunum, sem koma í veg
fyrir eðlilega nýtingu hinna gjöfulu
fiskimiða sem eru umhverfis landið.
Án stuðnings ríkisins gæti útgerðin
aldrei gengið eins og hún gerir. Ríkið
hefur aldrei brugðist í vitleysunni,
hvort sem um hefur verið að ræða
hægristjórn, vinstristjórn eða annars
konar ríkisstjórnarbræðing. í núver-
andi ríkisstjórn sitja báðir verkalýðs-
flokkarnir og hefði því mátt ætla að
þeir kynnu ráð til að eyða opinberu fé
í fieira en misheppnaða atvinnurek-
endur, t.d. í launahækkanir og úr-
bætur í félagsmálum. En það er öðru
nær, enda dettur vist engum i hug að
kenna þessa stjórn við vinstristefnu
eða verkalýð, hvað þá sósialisma.
Þessi rikisstjórn er með öðrum
orðum ekki starfi sínu vaxin frekar
en útgerðarmenn. Það ber því að
krefjast þess að hún segi af sér.
Það dugir þó bara skamt við nú-
verandi aðstæður hér á íslandi. Nú-
verandi stjórnmálaflokkar lofa svo
gegndarlaust upp í ermina á sér að
almenningur getur engu treyst í mál-
flutningi þeirra fyrir kosningar.
Siðan — eftir kosningar — verður
stjórnarstefnan sú sama, óháð því
hverjir flokkanna lenda utan stjórnar
í það skiptið eða ekki. Það sem okkur
vantar er heiðarlegur flokkur launa-
fólks og hann þurfum við að byggja
upp sem fyrst.
Helgi M. Sigurðsson
kennari.