Dagblaðið - 20.08.1979, Síða 21

Dagblaðið - 20.08.1979, Síða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1970. 21 Nýja LED ZEPPEUN platan er kotmn út Aðdáendur Led Zeppelin geta sannarlega klingt glösum í dag og það ekki að ástæðulausu. Mánudagurinn 20. ágúst er sumsé útkomudagur nýj- ustu LP plötu hljómsveitarinnar, In Through The Out Door. Þetta er fyrsta platan sem fjórmenningarnir í Led Zeppelin senda frá sér síðan tvö- falda hljómleikaalbúmið The Song Remains The Same kom út. Led Zeppelin hefur fengizt dálítið við að spila opínberlega upp á síð- kastið. Til dæmis skemmti hún á Knebworth popphátíðinni þann 11. ágúst. Þá kom hljómsveitin fram á tvennum hljómleikum í Falkoner Teatret í Kaupmannahöfn. Danskir blaðamenn voru harðorðir í garð Led Zeppelin og sögðu hljómsveitina staðnaða og í alla staði leiðinlega. Enskir kollegar þeirra voru ekki á sama máli og kváðu fýlu Dananna því að kenna að þeir hefðu ekki fengið frítt inn og að allar mynda- tökur hafi verið bannaðar. Hljómleikarnir á Knebworth eru þeir fyrstu sem Led Zeppelin leika á í heimalandi sínu, Englandi, síðan þeir komu fram í Earls Court árið 1975. Síðustu tvö árin hefur hljómsveitin ekki komið fram opinberlega né sent frá sér neina hljómplötu. Það var fyrst í maí í fyrra sem fjór- menningarnir Jimmy Page, Robert Plant, John Bonham og John Paul Jones hittust eftir langt hlé. Þá tóku þeir að spila saman fyrir sjálfa sig á afskekktum stað í Englandi. Skömmu fyrir síðustu jól hófust síðan upptökur á plötunni In Through The Out Door. Aðalvinnan fór fram í stúdíói ABBA flokksins í Stokkhólmi. Ástæðan fyrir því að platan kemur ekki út fyrr en í dag er sú, að sögn Jimmy Page, að pressun hennar mistókst nokkrum sinnum. Áður höfðu alls kyns kjaftasögur gengið staflaust um að það væri um- slag plötunnar sem töfunum ylli. Umslag þetta átti að vera hið furðu- legasta. Meðal annars átti kaupand- inn að geta blandað það með vatni og síðan teiknað það á þann veg sem hann vildi hafa það sjálfur. Page neitaði að tjá sig um umslagið i við- tali við enska blaðið Melody Maker. Sömuleiðis var hann sagnafár um tónlist plötunnar. Þó kvað hann ekk- ert diskólag vera að finna á henni. „Við erum okkur að sjálfsögðu vel meðvitandi um hvað er að gerast í tónlistarheiminum í dag,” sagði hann. „Okkur þótti einfaldlega engin ástæða til að semja diskólag á plöt- una.” ROBERT PLANT á sviði Kaupmannahöfn. Danskir blaða- menn gáfu hljómsveitinni siæma dóma. Enskir koilegar þeirra tclja það vera vegna þess að Dan- irnir fengu ekki frimiða á hljóm- leikana. Jimmy upplýsti þó að hlutverk John Paul Jones væri töluvert stærra en á mörgum fyrri plötum Led Zeppelin. „Hann hefur orðið sér úti um helj- armikla Yamaha maskinu — hljóm- borð — nokkurs konar eins manns hljómsveit, sem hann beitir óspart á plötunni. Sjálfur er ég aðeins að fikta við gítar synthesizer. Hann er þó enn svo ófullkominn að lítið er hægt að beita honum.” Það er ekki á stefnuskránni hjá Led Zeppelin að fara i risamikil hljómleikaferðalög að svo stöddu, líkt og áður var gert. Hljómsveitin hyggst frekar koma fram á nokkrum hljómleikum og hvíla sig síðan. Þá hefur verið rætt um það i alvöru að spila á nautaatsleikvangi í Ibiza áður en Iangt um líður. — Ertu með til Ibiza? Fairport Conventíon er hætt Dave Swarbríck hljómsveitarstjórigerist bóndi Þjóðlagarokkhljómsveitin Fairport Convention hefur sungið sinn síðasta tón. Fyrir nokkrum dögum lék hljómsveitin á sínum síðustu tónleikum, í þorpinu Cropredy í Oxfordshire í Eng- landi. Þar eru allir liðsmenn Fair- port búsettir. Um það bil sjö þúsund manns komu á lokatónleikana víðs vegar að úr Evrópu. Að sögn Dave Swarbrick, leiðtoga Fair- port Convention, ríkti mikil sakn- aðarstemmning á staðnum og margir af eldheitustu aðdáendum hljómsveitarinnar táruðust undir lok tónleikanna. Það er einmitt vegna Dave Swarbrick sem Fairport Con- vention leggur upp laupana. Raf- mögnuð tónlist verkar mjög illa á heyrn hans. Læknar höfðu spáð því að ef hann hætti ekki myndi hann verða heyrnarlaus áður en langt um liði. Órafmögnuð tónlist hefur hins vegar engin áhrif á eyru hans. „Við veltum því fyrir okkur um tíma að leggja rafmagnshljóð- færin á hilluna og halda áfram sqm órafmögnuð hljómsveit,” sagði Dave. „Þegar nánar var athugað töldum við að það myndi ekki ganga nógu vel.” Rafmagnstónlist er ekki orsök- in fyrir vaxandi heyrnarleysi Swarbricks heldur það að báðar hljóðhimnurnar í eyrum hans hafa verið fjarlægðar vegna sjúk- dóms. Hann er nú orðinn 38 ára gamall og ætlar í framtíðinni að gerast bóndi á búgarði sem hann og kona hans keyptu í Skotlandi. CHINN OG CHAPMAN STOFNA HUÓM- PLÖTUFYRIRTÆKI Nicky Chinn og Mike Chapman hafa ákveðið að stofna sitt eigið hljómplötufyrirtæki, sem þeir hyggj- ast kalla Dreamland. Lengst af hafa þeir unnið fyrir Rak-records, sem þeir eiga reyndar einhvern hlut i. Chinn þessi og Chapman eru þekktir lagasmiðir og upptökustjór- ar. Þeir hafa á undanförnum árum samið flest vinsælustu lög hljómsveit- arinnar Smokie. Einnig hafa þeir unnið fyrir hljómsveitina Sweet og söngkonuna Suzi Quatro. Upp á síð- kastið hafa þeir unnið fyrir nokkra nýja listamenn. Til dæmis stjórnaði Mike Chapman upptökum á Blondie- plötunni Parallel Lines og einnig nýju plötunni sem kemur út innan skamms. Þessa dagana eru Chinn og Chap- man að vinna að plötu með söngkon- unni Tanya Tucker og áður en langt um líður ljúka þeir við plötu með söngvaranum Nick Gilder, — þeim sama og gerði lagið Hot Child ln The City vinsælt fyrir nokkru. ROKKARARNIR SPILA DISKO Þó að Led Zeppelin sjái ekki ástæðu til þess að hafa diskólag á nýjustu plötunni sinni (sjá hér að ofan), þá er ekki sömu sögu að segja um ýmsa gamla og gróna rokkara. Fyrir stuttu kom út tveggja laga plata með Skotanum Billy Connolly og er aðallag hennar með diskótakti. Lagið nefnist In The Brownies. Þrátt fyrir alls ófrægan texta er ekki sama að segja um lagið. Það er sumsé þekktara undir nafninu In The Navy og í flutningi Village People. Annar þekktur hljómlistarmaður, Edgar Winter, sendi frá sér nokkur diskólög á nýjustu plötunni sinni. Hver skyldi verða næstur til að ánetj- ast tizkubylgjunni? Johnny bróðir Edgars kannski? írska hljómsveitin Boomtown Rats er töluvert mikið í sviðsljós- inu þessa dagana. Hún flytur vin- sælasta lagið í Englandi, I Don’t Like Mondays, sem verið hefur í toppsæti vinsældalistanna þar í þrjár vikur. Söngvari hljómsveit- arinnar, Bob Geldoff, er að von- um sannfærður um ágæti Boom- town Rats og spáir því að flestar þær hljómsveitir sem kenndar eru við nýbylgju muni deyja drottni sínum áður en mjög langt um líður. „En við munum lifa og brátt verða í hópi þeirra stærstu,” segir Bob. „Við getum þetta af því að við höfum hugmyndaflug og trú- um statt og stöðugt á sjálfa okk- ur.” Næríngarlít- ilkiötsúpa íslenzk kjötsúpa: „Kysstu mig". Aflalhöfundt r laga ft taxta: Jóhann G. Jóhannsson. Hljóö- fœraleikur: Pálmi Gunnarsson, Björgvin Gbla- son, Sigurður Karisson, Pétur Hjaltested, Jón Ólafsson. Söngur Helen Haraldsdóttir, Sigurflur Sigurflsson, Ellen Kristjánsdóttir. Hljóðritun: Hljóflriti hf. Útgefandi: ÁÁ-hljóm- plötur. Kjötsúpa er einn af mínum uppá- haldsréttum. Tónlist Jóhanns G. Jó- hannssonar hefur yfirleitt líka verið mér mjög að skapi. En kjötsúpugerð er greinilega ekki sterkasta hlið Jóhanns G. Súpan hans er búin til úr misgóðum hráefnum og reynist nær- ingarlítil. Góður kokkur notar ein- göngu góð hráefni til matargerðar- innar. Hráefnin á kjötsúpuplötunni eru misjöfn að gæðum og platan i heild olli mér vonbrigðum. Bezta hráefnið á kjötsúpuplötunni er hljóðfæraleikurinn. Um hann sjá menn úr framlínu poppsins og skila áheyrilegu og vönduðu verki. Sér- staklega gladdi trommuleikur Sigurð- ar Karlssonar eyrað. Lögin á plöt- unni eru velflest áheyrileg en litt gríp- andi. Eftir að hafa hlustað á plötuna nokkrum sinnum sátu einkum tvö lög eftir i huganum: Dagana dimma og Þegar ég erein. Lélegri hluti hráefnisins vegur þyngra á plötunni. Ber fyrst að nefna sönginn. Hann er afar takmarkað eyrnayndi. Ég get ekki sagt með góðri samvizku, að ég hafi verið ánægður með söng í nokkru lagi á plötunni. Verulegur galli það. Þar við bætist að textarnir hans Jóhanns eru óttaleg froða, mörgum sinnum rýrari að innihaldi en textar sem ég man eftir hann frá fyrri tíð. í minni heimabyggð hefði til dæmis tæpast talizt til þrekvirkis að böggla saman ljóðiáborðviðþetta: þú ert svo sexí þú ert svo sexí þú ert svo sexí þú ert svo sexí þú ert svo sexí — sexí þú ert svo sexí — sexi þú ert svo sexí — sexi þú ert svo sexí — sexí þú crt svo — sexíííí — sexíííí Mér taldist til að orðið „sexí” væri raulað og tuldrað 85 sinnum í þær 3,09 mínútur sem lagið tók í flutn- ingi. Það þótti mér andskotans meira en nóg af svo góðu. Eftir ein 30 stykki fór ég að banka í borðið og biðja um að sexinu linnti. Ögn er meira spunnið í aðra texta plötunnar, en alls staðar er innihaldsleysið grass- erandi. Textarnir segja mér núll komma ekki neitt. Höfundurinn sýnir enga tilburði til að horfa pínu- lítið gagnrýnum augum á umhverfið sem hann lýsir, eins og fullt tilefni er — og hann hefur áður gert í textum. Það er synd. Sem kjötsúpuunnandi er ég ákaf- lega hamingjusamur með plötuum- slagið. Það er skemmtilega hannað og vel unnið. Um innihald umslagsins gegnir öðru máli. Góð kjötsúpa batnar eftir því sem hún er hituð oftar upp. Ég hef ekki lyst á því að hita þessa súpu upp öllu oftar. - ARH ) '■

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.