Dagblaðið - 25.08.1979, Page 24

Dagblaðið - 25.08.1979, Page 24
Byrjaðaðskoða gula Fiatbfla — íleitinniað tjónvaldinum frá sl. mánudegi Enn er ófundinn guli Fiat-128 bíllinn sem á mánudaginn var þrengdi svo að ökumanni vélhjóls á Háteigsvegi skammt frá mótum Lönguhliðar að hjól hans hálf- eyðiiagðist. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir að gefa sig fram kýs ökumaðurinn ennþá að vera í fel- um. Hringurinti er nú aðeins að þrengjast. Lögreglan er tekin að skoða slíka bíla og athuga hvort þeir geta hafa verið viðriðnir málið. Leitinni er sem sagt haldið áfram af fullri alvöru, en eftir- kastaminna vaeri fyrir ökumann- inn aðgefasig fram sjálfur. - ASt. Langvarandi óþægindi af gatnagerð í Kópavogi: Börn leika sér í óvörðu skólpinu á miðri götunni íbúar við vestanverða Löngu- brekku í Kópavogi eru orðnir lang- þreyttir á gatnagerðarframkvæmdum þar, enda hefur skolp frá húsunum runnið ofan í breiðan skurð eftir göt- unni. Er þetta á nokkuð löng- um kafla og er skurðurinn nokkurra metra breiður. Óvita börn og kettir leita í skurðinn til leikja og bera svo óþverrann með sér heim í hús. ,,Ég hef nýlega lagt rikt á við mína menn að reyna að hraða verkinu eftir föngum, en þarna háttar þannig til að ekki verður komið við mörgum vinnuvélum í einu. Auk þess hefur komið í ljós að mun meira þarf að sprengja þarna ofan í klöpp en haldið var í fyrstu,” sagði Sigurður Björns- son bæjarverkfræðingur í viðtali við DB í gær. Var hann sammálá íbúum að ástandið væri hvimleitt, en sagði ógjörning að koma alveg í veg fyrir slíkt þar sem verið væri að umturna allri undirbyggingu götunnar og endurnýja allar lagnir. -GS Skurðurinn er harla óhrjálegur og tæpast nægilega vel girtur miðað við dýpt. Skolpið seytlar niður eftir honum og er uppistaða pollsins á myndinni skolp og vatn úr niðurföllum við hús. Á myndinni til hægri (talið ofan frá) er stæðilegt tré i vel hirtum garði, búkki frá Kópavogsbæ á skurðbakkanum, opíð skolpræsi frá nálægum húsum og ... DB-mynd Arni Páli. Tryggingar íslenzkra aðila eriendis: „ENGINN AÐIU HEFUR FENGIÐ SUKT LEYFI” —segir forstöðumaður Tryggingaeftirlitsins og telur ekki mögulegt að framfylgja nýjum lögum um þetta efni „Það liggur engin umsókn fyrir og enginn aðili hefur fengið slíkt leyfi. Ef eitthvað er um þetta þá er það á ská við lögin,” sagði Erlendur Lárusson, for- stöðumaður Tryggingaeftirlitsins í samtali við DB. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 19. ágúst sl. segir að stórir aðilar hafi sótt tryggingar sínar til útlanda vegna þess að hinum innlendu aðilum væru ekki búin sömu rekstrarskilyrði og þar tíðkast. DB spurði Erlend um þetta. „Það er nýbúið að setja það í lög að það sé óheimiit að tryggja erlendis nema með leyfi ráðherra og hann á að leita umsagnar Tryggingaeftirlitsins,” sagði Erlendur og bætti því við að Tryggingaeftirlitið hefði lagt til að þessu yrði breytt. „Þetta var sett inn í lög á síðustu stundu með breytingartillögu frá Albert Guðmundssyni,” sagði Erlendur. „Ég þekki ekki hliðstætt ákvæði í lögum annarra þjóða, að Tryggingaeftirlitið skipti sér af því, hvar einstaklingar tryggja sig. Sam- kvæmt þessu ákvæði á eftirlitið að fylgjast með þvi, hvar einstaklingar og félög tryggja sig og það á samkvæmt þessum lögum að hafa aðgang að gögn- um félaga og einstaklinga á svipaðan hátt og um innlend vátryggingáfélög sé að ræða. Ég held, að það sé ófram- kvæmanlegt fyrir eftirlitið að fylgjast með þessu. Ég held að þetta sé fljót- heitaákvæði og ég hef skrifað ráðu- neytinu og farið fram á endurskoðun á þvi. Ég gerði það raunar strax meðan þetta var til umfjöllunar í þinginu en það var ekki hlustað á það þá,” sagði Erlendur aðlokum. -GAJ- Nýtt félag myndlist- armanna ffaeðingu Hópur ungs iViyndlistarfólks, sem ekki er í Félagi íslenzkra myndlistar- manna (FÍM) eða öðrum myndlistar- félögum, undirbýr nú stofnun sam- taka. Samkv. upplýsingum blaðsins er þarna um 30—40 manns að ræða, flest ungt fólk sem tengt er Galleríinu við Suðurgötu og Hollandi, en heim- ildarmenn hafa lagt á það áherzlu að þetta eigi að vera hagsmunasamtök sem ekki taki afstöðu með eða móti neinni tegund myndlistar. Ekki er þessum samtökum heldur beint gegn FÍM, því að lokinni stofnun vilja að- standendur hefja viðræður um sam- einingu þessara félaga í eitt stéttar- félag sem gæti staðið vörð um margs konar hagsmuni myndlistarfólks. DB kannaði hvaða hugmyndir að- standendur þessara tillagna hefðu um hið gamla bitbein myndlistarmanna, inntökuskilyrði í félagssamtök. Voru flestir sammála um það að þau ættu að vera sem rýmilegust og visuðu til hugmynda Sigurðar Guðmundssonar myndlistarmanns, en þær ganga út á það að hver sá sem teiur að framlag sitt til þjóðfélagsins felist fyrst og fremst í myndlistariðkun, hann skuli fá inngöngu í slíkt félag. - AI Nýtt myndlistarfélag f n&nd? Hörður Ágústsson listmálari i skoðunarferö ásamt nokkrum nemendum sinum. DB-mynd Árni P&ll frfálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 25. ÁGÍJST 1979. Þeim þótti mjólkurhristingurinn góður, þessum tveimur & Akureyri, einn góðviðrisdaginn þar nýlega. I DB-mynd FAX. „Opinbera” trúin býður uppásama veður um helgina „Ég gæti svo sem spáð góðu veðri en annað mál er hvort ég stend þá við það. Okkar opinbera trú á Veðurstofunni er að áfram verði austan- og norðaustan- átt svipuð því sem verið hefur,” sagði Páll Bergþórsson veðurfræðingur i gær þegar rætt var við hann um helgarveðr- ið. „Það ætti eitthvað að létta til hérna vestanmegin á landinu en dálítil súld verður fyrir austan og norðaustan og jafnvel rigning. Nú, það verður fremur svalt áfram, þó að deginum gæti hitastig orðið það sem við köllum normalt hér á Suður- landi.” ' — Er haustið alkomið? ,,Ég þori engu að spá um það. Septembersólin gæti nú orðið góð eins og svo oft áður,” sagði Páll. DS. ^LCfUfCUIHg — segir Hörður Vilhjálmsson um 19% hækkun útvarpsgjalda „Það er um 19% hækkun en þar er innifalið 5% hækkun vegna fram- kvæmdasjóðs samkvæmt ákvörðun Al- þingis. Hækkunin til reksturs er því 14%,” sagði Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri ríkisútvarpsins, í samtali við DB. Þessa dagana er verið að senda út rukkunarseðla fyrir útvarps- og sjónvarpsgjöldum og DB spurði Hörð hvort um væri að ræða hækkun á þess- um gjöldum. „Þessi hækkun er tilkomin vegna al- mennra kostnaðarhækkana,” sagði Hörður, „og er ekki annað en ieiðrétt- ing sem gerir okkur kleift að halda uppi svipuðum rekstri og verið hefur, ekkert meiraenþað.” -GAJ á morgun Dagblaðsbíó verður í Hafnarbíói kl. 3 á morgun, sunnudag. Sýnd verður myndin Maður til taks sem er framhald af myndaflokknum sem var í sjónvarp- inu. íslenzkur texti.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.