Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 1
c* 5. ÁRG. —MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1979 — 208. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11.—AÐALSÍMl 27022. Hæfileikakeppnin á úrslitakvöldinu Páll Jóhanncsson nemandi Sóngskólans I Reykjavík, sigraði á úrslitakvöldi Hæfileikakeppninnar í gærkvöldi. Sigurlaunin eru sólarlandafcrð að verðmæti 240 þúsund krónur auk 100 þúsund króna. DB-mynd: RTh. Sig. Páll Jóhannesson nemandi Söng- skólans í Reykjavík sigraði glæsilegaá úrslitakvöldi Hæfileikakeppni Dag- blaðsins og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar í gærkvöldi á Hótel Sögu. Páll sigraði áður með yfir- burðum í tíunda riðli keppninnar. Páll söng þrjú lög við undirleik Björgvins Þórs Valdimarssonar, öll íslenzk. Númer tvö urðu þær Evelyn Adolpsdóttir og Kolbrún Sveinbjörns- dóttir frá Grindavík. Þærsungu nokkr- ar gamanvísur. í þriðja sæti urðu síðan félagarnir Finnbogi Pétursson og Guðgeir Gunnarsson. Þeir fluttu og sungu frumsamin lög, þar á meðal lag við Passíusálm nr. 51. •Fjórða sætið hlaut Elsa Waage sem söng og lék með á gitar. Fimmta sætið hlaut Þór Ostensen sem lék nokkur lög á harmóniku. Sjötta sætið hlaut Geir Björnsson frá Grindavík, hann söng eigin lög og lék með á gítar. í sjöunda sæti var Guðbjörn Elísson. Hann söng eigin lög og lék með á gítar. Áttunda sætið hlaut Guðbjörg R. Tryggvadóttir. sem söng nokkur lög og lék með á gitar. í níunda sæti varð Guðrún Jacobsen sem söng nokkur þekkt lög og í tíunda sætinu var Guðlaug Helga Ingadóttir sem einnig söng nokkur lög. Dómarar í keppninni voru Árni Johnsen, Guðrún Á. Simonar og Ómar Ragnarsson. Keppnin var hörð og spennandi og átti fólk í salnum erfitt með að gera upp við sig hverjum skyldi greiða atkvæði. Dansflokkur JSB kom fram og sýndi af einstakri snilld Drakúla- dansinn eftir kennara og stjórnanda flokksins, Báru Magnúsdóttur. Fullt hús var á Sögu og góð stemmning enda allir endurnærðir eftir frábæra máltíð sem bar nafnið Medaillons d’agneau et porc á L’Oscar. í eftirmat var Poires Harlekin. Drykkjarföng með matnum voru Cotes du Rhone og Mattheus. Kynmr kvöldsins var Helgi Pétursson og hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar lék fyrir dansi til kl. 2 e.m. -ELA. Aumingja stelpumar — sjá leikdóm Ólaf s Jónssonar á f ramsýningu Leikfélags Reykjavíkur á „Kvartett,> — bls. 13 Sportbátaeigendur öflugir á ísafirði — sja bls.6 ......... * Sovétmenn mótmæltu nýju skák- reglunum Bokassa senduraftur til Afríku — sjá erl. fréttir ^^ls^8og9^_^ Háttverð greitt fyrir Barbie dúkkumar — sjá bls. 12 Geriengar athugasemdir — segirAlbert um frétt DB um ákveðið framboð hanstil forseta—sjábls.32 Stokkið á mótorhjólum — úrslit f mótocrosskeppni DB

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.