Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ.MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1979. 3 FYRIR HVERJA ER NÝI VIÐSKIPTATÍMIBANKANNA? Brcfrilari set>ist ekki komast i bankana á sinum vinnutima og telur art svo sé um fleiri. DB-mynd Hördur. 1623—9259 skrifar: Ég sá um daginn í Dagblaðinu að Neytendasamtökunum hafa engar kvartanir borizt vegna breytts viðskiptatíma bankanna. Þetta þykir mér furðulegt því ég hefði haldið að fyrir flestallan almenning væri þessi nýi tími svo gjörómögulegur að ekki tæki neinu tali. Með þessu bréfi vil ég hvetja fólk til þess að bera fram kvartanir við samtökin og þá verður kannski eitthvað gert. í þessu sambandi er mér spurn hvernig þessi nýi tími er eiginlega hugsaður. Hvaða vinnandi maður getur komizt í banka á þeim tima sem hann er opinn? Ekki ég og sjálf- sagt geta margir sagt hið sama. Æ meiri þjónusta fer orðið í gegnum bankana, laun flestra eru greidd í á- visunum, allir reikningar eru orðnir í girókerfi bankanna og svo mætti lengi telja. Nú eru fyrirlæki farin að leika þann leik að greiða ekki út laun fyrr en eftir kl. 4 þann dag sem þau eiga að greiða þau. Þelta þýðir að fólkið fær í raun ekki útborgað fyrr l.yftarar frá Kimskip valda ofl hættu og vandræðum í umferðinni eftir því sem Jón Jónsson scgir. l)B-mvnd Hörður. Eimskips- lyftarar skapa hættu Jón Jónsson hringdi: Á hverjum morgni þegar umferðin er mest er lyfturum ekið frá höfninni i miðbænum og inn i Sundahöfn. Lyftararnir, sem eru frá Eimskip, aka mjög hægt og skapa með þvi mikla hættu i umferðinni. Morgun eftir morgun má sjá á eftir þeim lang- ar bilalestir og svo einstaka bíll er teflir á tvær hætlur með því að reyna að komast fram úr lyftaranum. Nú langar mig að spyrja að þvi hver ábyrgur sé ef slys verða við slíkar aðstæður. Er það maðurinn á lyftaranum. sem i raun veldur hættunni, eða bílstjórinn sem ók fram úr honum? Áfengis- flöskuna dýrari Jón Árnason á Akurcyri hringdi: Nýlega var hækkað verð á gos- drykkjum og gosdrykkjaflöskum. Nú langar mig að koma á framfæri þeirri áskorun að Áfengis- og tóbaks- verzlun rikisins hækki einnig verðið á sínum flöskum, svo fólk nenni að skila þeim inn. Það er miklu betra að borga eitthvað fyrir glerin en að sjá þau brotin um allar götur. en daginn eftir, er það getur komizl í bankann til þess að leysa ú^ ávísunina. Beri fyrsta dag mánaðar upp á föstudag fær fólkið þvi ekki i raun borgað fyrr en á mánudag. Allir vixlar þess og reikningar gela hins vegar verið dagsettir þann I., svo fólk lendif i vanda. Mér er einnig spurn hvort það sé af sparnaðarástæðum sem bankarnir minnka nú þjónustu sina. Ef svo er finnst mér það furðulegt þvi öll viðskipti við banka verða æ dýrari. Ég hefði lika haldið að ekki skipti niáli peningalega séð hvort opið er frá 9.15 til 16 eða l'rá t.d. 13 til 19. Væri ekki hægt að hafa slíka skiptingu eins og verið hefur? Hvað sem öðru líður finnst mér að eitthvað þurfi aðgera i málinu og það strax. Neytendasamtökin geta litið á þetta bréf mitt sent sina fyrslu kvörtun og eiga ugglaust von á fleirum. Spurning dagsins Hvaða vikudagur finnst þér leiðin- legastur? Guðmundur Jósepsson velsljon: Hvaða vikudagur, ætli það sé ekki mánudagur. Já, þeir eru alltaf verstir en ég kann samt cnga sérstaka skýringu á þvi. Kannski vcgna þess að þá hefur maður haft það svogott yfir helgina. Arnþrúður l.ilja Þorhjörnsdóttir nemi: Það er alvcg hiklaust mánudagur, þá er öll vikan cl'tir. I.ilja Sveinsdóttir húsmóðir: Hjálpi mér, hvaða vikudagur. Ég held að þeir séu allir jafn ágætir. Gylfi Sigurgeirsson skrifstofumaður: Það er mánudagur. Ætli það sé ekki vegna þess að þá cr maður svo slappur cftir hclgina. , 4 Pétur Cluðjónsson rakari: Ég vil nú bara svara þvi þannig, að allir dagar cru jafn skemmtilcgir og hamingju- samir. Hanna Vilhjálmsdóttir 14 ára: Það hcld ég að sé mánudagur, ég vcit ckki hvers vcgna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.