Dagblaðið - 24.09.1979, Síða 8

Dagblaðið - 24.09.1979, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1979. . V. uu...__________________________________________ __________________________„ i árabil. Er taliö að hátt vcrð á gistineu, mat og áfcngi á vcitingastöðum cigi hér mesta sökina. Rey kjavf k—Haf narffjörður Börn, unglingar og fullorönir. Nýi dansskólinn Innritun í alla flokka stendur yfir. O' Sími 52996 i KL. 1 til kl. 7., Spor í rétta átt m HJA STDOG NATIONAI. SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágústmánuð 1979, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 4,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 18. september 1979. Innritun í almenna flokka fer fram kl. 17— 22 mánudaginn 24. sept. NÁMSFLOKKAR REYKJAVÍKUR IÐNAÐARHÚSNÆÐI á bezta stað i Kópavogi, alls um 1200 ferm, þar af 100 fern með 5 metra lofthæð. Selst allt í einu eða í hlutum. FASTEIG N ASALAN Laugavegi 18A — Sími 17374. Heimasimar sölumanna 42618 (Sigurður) og 31693 (Gunnar). Bandaríkin: Ford hugleiöir forsetaframboð Gerald Ford fyrrum Bandaríkja- forseti segist munu hugleiða mjög vandlega þær horfur sem hann er talinn hafa til að hljóta útnefningu sem forsetaefni Repúblikaflokksins þar vestra. Forsetakosningarnar fara fram á næsta ári. Vitað er að stuðningsmenn Fords i Washington vinna nú að skýrslu um möguleika hans til að ná kosningu, að því er blaðið Washington Post segir í morgun. Haft er eftir forset- anum fyrrverandi að hann teldi sig eiga fornum vinum sinum og stuðningsmönnum svo mikið upp að inna, að hann mundi kanna skoðanir þeirra og niðurstöður mjög vandlega. Einnig var haft eftir Ford í blaðinu að hann yrði nú fyrir meiri og meiri þrýstingi um að taka nú þátt i keppninni um útnefningu sem for- setaefni Repúblikana. Ford var valinn varaforsed Nixons af þinginu i Washington eftir að Spiro Agnew varð að segja af sér fyrir svik og meinsæri. Hann varð síðan forseti eftir að Nixon varð að segja af sér vegna Watergatemálsins ogafleiðinga þess. Ford er eini forsetinn og varafor- setinn sem setið hefur i embætti án þess að vera kjörinn til þess i þjóðar- atkvæðagreiðslu. Hann tapaði naumlega í forsetakosninguum árið 1976 fyrir Jimmy Carter núverandi Bandaríkjaforseta. Þcssi drcngur er einn þcirra milljóna, sem þjáist af hungri og næringarskorti í heiminum. Þaö sést á uppblásnum maganum og aó hann grípur allt sem hugsanlcga gæti verið ætilcgt. Nú cr spáð mikilli hungursncyð í Kampútscu á næstunni ef ekki verður komið þar til hjálpar. Millisvæðamótið í Rio de Janeiro: Tafír vegna mót- mæ/a Sovétmanna Petrosjan frá Sovétríkjunum gerði jafntefli við Smejkal frá Tékkó- slóvakíu, Micking frá Brasilíu gerði jafnt við Ivkov frá Júgóslavíu. Bala- shov frá Sovétríkjunum sigraði Sax frá Ungverjalandi. Luis Bronstein sigraði Simoen Kagan frá ísrael, Velemirovic sigraði Shamkovich frá Bandarikjun- um. Timman frá Hollandi áóljósa bið- skák við Sunye frá Brasilíu og Hubner frá Vestur-Þýzkalandi virðist munu í það minnsta ná jöfnu gegn Jean Her- bert frá Kanada. Vaganian frá Sovét- ríkjunum hefur peð yfir í hróksenda- tafli gegn Harandi frá íran. Millisvæðamótið i Rio de Janeiro í Argentínu hófst i gær eftir eins dags töf sem stafaði af mótmælum Sovétmanna við keppnisreglunum. Sú nýbreytni var í þeim, að hver skákmeistari má ekki tefla við nema t mesta lagi einn landa sinn i sex síðustu umferðum mótsins. Þessu vildu Sovétmenn ekki una þar sem þetta hefði táknað að þeir yrðu að leika innbyrðis í fyrstu þrem umferðun- um. Ekki er talið ólíklegt að ástæðan fyrir mótmælum Sovétmannanna hafi verið sú að Tal fyrrum heimsmeistari og landi þeirra vann sigur á fjórum, landa sinna í millisvæðamótinu í Riga. Þrátt fyrir mótmæli Sovétmanna tókst að láta fyrstu umferðina fara fram degi á eftir áætlun. Mun Harry Golombek, aðaldómarinn á mótinu i Rio de Janeiro, hafa látið eitthvað undan kröfum Sovétmannanna þó ekki sé það ljóst í fréttaskeytum. Portisch hinn landflótta stórmeistari frá Ungverjalandi varð fyrstur til að tapa á mótinu. Hann hóf þó skák sína mjög vel en mistókst er hann fórnaði hrók fyrir biskup og lauk þvi svo að Portisch hafði tveim peðum minna en andstæðingur hans Eugene Torre frá Filippseyjum. Var staðan þá gjörtöpuð fyrir Portisch.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.