Dagblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiSeptember 1979Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567
Ataaseq assigiiaat ilaat
Senere udgivet som:

Dagblaðið - 24.09.1979, Qupperneq 10

Dagblaðið - 24.09.1979, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1979. \ Útgefandi: DagblaOifl Hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. RitstjómarfuHtníi: Haukur Heigason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannos Reykdal. Fróttastjóri: Ómar Vaidimarsson. (þróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingóffsson. Aflstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrfmur Pálsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atii Steinarsson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Gufljón H. Pálsson, Hilmar Karisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlerfur Bjamlelfsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Svoinsson. Dretfing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskrtftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalslmi blaösins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaðifl hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Sketfunni 10. Áskriftarverð á mónufli kr. 4000. Verð í lausasölu kr. 200 eintakifl. Samsæri gegn almenningi Bankarnir hafa sameinazt allir sem einn um að draga úr þjónustu við almenning. Þeir loka öllum afgreiðslum sínum klukkan fjögur alla daga nema fimmtudaga, þegar haft er opið milli klukkan fimm og sex. Þetta er .stórfelld breyting. Áður voru mörg útibúin opin til klukkan sex. Raunar er ekki langt síðan unnt var að komast í bankaútibú til klukkan hálfsjö alla virka daga. í þá daga stóðu bankarnir sig vel. Verzlunarbankinn var þá svo stoltur af þjónustu sinni, að hann auglýsti grimmt að jafnan væri einhver afgreiðsla bankans opin frá klukkan tíu að morgni til hálfsjö að kvöldi. Þetta stolt hefur bankinn nú étið ofan í sig. Þjónusta er almenningi mikilvæg á tímabilinu frá khikkan fjögur til sjö. Þá eru flestir á leið úr vinnu og hafa aðstöðu til að sinna erindum sínum. Enda er þetta annasamasti verzlunartími dagsins. Almenningur hefur ekki góða aðstöðu til að not- færa sér bankaþjónustu fyrir klukkan fjögur. Margir eru bundnir í vinnu sinni og geta ekki brugðið sér frá eftir þörfum. Einnig gerir eðli margra starfa slikar frá- tafir erfiðar. Flestir fá laun sín greidd í ávísunum og þurfa að leggja leið sína i banka. Þeir, sem fá útborgað á föstu- dögum, hafa tæpast efni á að bíða til næsta fimmtu- dags til að skipta ávísun í peninga. Síðan yfirfærist vandinn að hluta til yfir á atvinnu- reksturinn. Þar mun ráðamönnum reynast erfitt að standa gegn því, að starfsmenn komist í banka á vinnu- tíma. Auðvitað leiðir þetta til aukins loss á vinnu- brögðum. Bankarnir baka almenningi og atvinnulífi þessi vandræði til þess að draga úr launagreiðslum sínum. Það er ekki haldbær afsökun, því að þeir gætu náð sama markmiði með öðrum skipulagsbreytingum. Til dæmis mætti stytta afgreiðslutíma hvers útibús án þess að stytta þann hluta hans, sem var eftir klukkan fjögur. Slík breyting hefði komið mun síður við almenning en hin samræmda aðgerð. Það hefði verið sök sér, ef einhverjir bankar, sem lítinn áhuga hafa á viðskiptum við almenning, hefðu lokað dyrum sínum, en aðrir bankar, sem þjónusta vilja fólk, hefðu haldið óbreyttum afgreiðslutíma. En þetta eru samantekin ráð allra bankanna. Þetta er „samsæri gegn almenningi”, svo að notað sé orða- val bandarískra laga gegn einokun og hringamyndun. Ef slíkt samsæri gegn almenningi hefði verið framið í Bandaríkjunum, sætu bankastjórar á bak við lás og slá. En við búum á íslandi, án laga gegn einokun og hringamyndun. Þess vegna fá bankastjórarnir að ganga lausir. Raunar er athyglisvert, að tiltölulega vægt frumvarp til laga um verzlunarhætti, einokun og hringamyndun hefur verið að velkjast um alþingi allt frá dögum viðreisnarstjórnar án þess að ná fram að ganga. Þess vegna mega bankarnir ofsækja almenning með þeim hætti, sem hér hefur verið fjallað um. En það, sem er lagalega heimilt, þarf ekki að vera siðferðilega heimilt. Bankarnir eru brotlegir frá siðferðilegu sjónarmiði. Full ástæða er til að fordæma harðlega hinn snögga samdrátt í þjónustu þeirra. Stytting afgreiðslutímans er fjandsamleg almenningi. Hún er samsæri gegn almenningi. Horfur á hungurs- neyð í suðurhluta Af ríku vegna þurrka Mikil hætta er nú á því að hungursneyð verði í þeim ríkjum i suðurhluta Afríku sem stjórnað er af svörtum mönnum. Eftir fjögurra ára uppskerubrest er ástandið orðið mjög alvarlegt. Flytja verður matvæli frá Suður-Afríku til Zambíu og hefur Kenneth Kaunda forseti landsins verið mjög gagnrýndur fyrir. En hann á í raun einskis annars úrkosti. Jámbrautin sem lögð var með aðstoð Kínverja og liggur til Tanzaniu er mjög illa starfhæf. Er það að sögn einkum vegna skorts á varahlutum. Zambíumönnum verður einnig lítið gagn af járnbrautarlínu sem liggur til strandar i Angólá þar sem um hana er stöðugt barizt. Eigast þar við her- menn stjórnar landsins og skæruliðar enda er járnbrautarlínan talin hernaðarlega mikilvæg. í viðtali við brezkfædda konu sem búið hefur í mörg ár í Botswana og Zambíu, segir hún að Botswana Zambía, Zimbabwe/Ródesia, hlutar Suður-Afríku, Tanzania, Angóla og Mosambik eigi yfir höfði sér mikla hungursneyð á næstu mánuðum. Ástæðan er sú að í þessum heims- hluta hefur nánast ekki komið dropi úr lofti í fjögur ár. Stjórnmálaástandið á þessum slóðum mun heldur ekki bæta úr. Löngum hefur það reynzt svo að erfitt er að yrkja jörðina þegar strið geisar. Það er ekki aðeins í Zimbabwe/Ródesíu, sem skæruliðar berjast við stjómarher, þó svo draga mætti þá ályktun af fréttum. í viðtalinu sem birtist i danska blaðinu Information segir konan að margoft séu gerðar árásir inn í Zambiu, Botswana og Mosambik frá Ródesíu/Zimbabwe og Suður- Afríku. Sjálf segist hún hafa lent i loftárás við heimili sitt sem er í þorpi sem heitir Mochude og er aðeins þrjá- tíu kílómetra frá landamærum Botswana og Suður-Afríku. Margir hvítir bændur í Ródesiu/Zimbabwc flytja frá býlum sínum, og þar með er ekki ræktað og uppskorið. Ekki er vitað til þess að neinir svartir íbúar þar hafi tekið til við ræktunina þar sem hvitir hafa farið á brott. Svartir eru flestir í þeim bæj- um og búðum sem stjórnin í Salis- bury hefur safnað þeim saman í til að betur sé hægt að vemda þá fyrir skæruliðum þeirra Nkomos og Mugabes. Talið er að um það bil eilt þúsund hvítir íbúar yfirgefi Ródesíu/Zimbabwe á mánuði hverjum. í viðtalinu við konuna, sem búið hefur í þessum heimshluta i marga áratugi, kemur fram að þeir mann- flutningar sem framkvæmdir hafa verið á mörgum svörtum íbúum hafi haft mjög slæm áhrif. Fólk hafi verið rifið brott frá sinu landi, menning þess eyðilögð og það neytt tilaðlifa við venjur og lifsform sem eru því algjörlega framandi. Þctta gildir cinnig um hið svokallaða lýðræði sem talað er um að innleiða eigi i Afríku. Samkvæmt því gilda allt aðrar reglur en svertingjar í Afríku þekkja. Þess vegna vill svo verða að kosningar verði í raun langt frá því sem talið er lýðræðislegt miðað við vestrænan hugsunarhátt. Talið er af mörgum að ástæða sé til bjartsýni um Ródesíuviðræðurnar í London. Þar megi að lokum ná fram lausn sem allir aðilar geti sætt sig við. Að visu verði þá að sjá svo um að hörðustu fulltrúar hvíta minnihlutans i Ródesíu séu ekki á samningafundum. Ef nokkurt sam- komulag eigi að nást verði Ian Smith fyrrverandi forsætisráðherra_ að hverfa úr samninganefnd Muzorewa biskups. Ekki sé það vegna hans sjálfs heldur þeirrar stefnu sem hann er fulltrúi fyrir. Öðruvísi muni skæruliðar Nkomos og Mugabes aldrei semja.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar: 208. tölublað (24.09.1979)
https://timarit.is/issue/228115

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

208. tölublað (24.09.1979)

Iliuutsit: