Dagblaðið - 24.09.1979, Síða 15

Dagblaðið - 24.09.1979, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1979. 15 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Sigurður Haraldsson (hálfhulinn af marksúlunni) missti knöttinn frá scr eftir fyrirgjöf Kristjáns Olgeirssonar i fvrri hálfleikn- um. Sveinbjörn kom aðvifandi og spyrnti strax að marki en varnarmönnum tókst að bjarga i horn. -DB-mynd Árni Páll. Snilldarmarkvarzla Bjarna Sigurðssonar —hélt Skagamönnum á floti gegn Val í leiknum um UEFA sætið Níunda mark Péturs í gær þegar Feyenoord vann Excelsior 2—0 Þrátt fyrir að veðurguðirnir miskunnuðu sig yfir leikmenn Akra- ness og Vals á Laugardalsvellinum í gær og það hætti að rigna og gerði bezta veður á köflum tókst hvorugu liðinu að færa sér það í nyt. Ekki einu sinni þótt bætt væri 2x 15 mínútum við venjulegan leiktima. Inn vildi knötturinn ekki og það var einkum og sér i lagi Bjarni nokkur Sigurðsson — stórkostlegur markvörður þeirra Skagamanna — sem kom í veg fyrir að strákamir á markatöflunni þyrftu að hreyfa sig. Þrívegis bjargaði Bjami hreint glæsilega þegar mark virtist óumflýjanlegt hjá Valsmönnum. Akur- nesingar geta þvi óhikað þakkað hon- um fyrir öðrum fremur að þeir fá ann- að tækifæri til þess að tryggja sér sæti i UEFA-keppninni — nokkuð sem allir voru fyrir löngu búnir að gefa upp á bátínn skömmu fyrir mótslok. Niður- staða leiksins varð því markaiaust jafn- tefli I leik, sem var oft á tiðum bráð- fjörugur en allan timann óþarflega grófur. Fyrsta tækifæri leiksins féll Skaga- mönnum i skaut strax á 5. minútu. Árni Sveinsson nikkaði þá knettinum út i vitateiginn til Kristjáns Olgeirs- sonar, sem var i upplögðu færi. Skot hans fór hins vegar himinhátt yl'ir markið. Skagamenn virtust heldur friskari framan af og skömmu siðar átti Árni hörkuskot utan af velli eftir sendingu Sigþórs en Sigurður Haralds- son var vel á verði i markinu. Atli Eðvaldsson varð fyrstur til þess að kanna eldsnögg viðbrögð Bjarna í markinu hjá Akurnesingum þegar hann á 15. minútu skaut hörkuskoti af stuttu færi. Bjarni varði meistaralega vel i horn. Upp úr hornspyrnunni skapaðist mikil hætta við mark ÍA og í kjölfarið fylgdi einhver bezti kafli Vals í leikn- um. Leikur liðsins var mjög yfirveg- aður — skiptingar tíðar — og þeir notuðu sér óspart veikleika Jóhannesar Guðjónssonar i stöðu vinstri bak- varðar. Það var ósjaldan sem þeir þeystu upp hægri kantinn og skildu Jóhannes eftir. Næsta stundar- fjórðunginn áttu Valsmenn leikinn eins og hann lagði sig en tókst ekki að skapa sér nein verulega hættuleg færi. Þó munaði mjóu tvívegis við mark Skaga- manna eftir varnarmistök. Svipað var uppi á teningnum í siðari hálfleik og áhorfendur voru hálft í hvoru að búast við því að Valur skoraði þá og þegar en aldrei kom neitt mark. Ekki munaði hins vegar miklu að Sveinbirni Hákonarsyni, sem kom inn á i hálfleik fyrir Árna Sveinsson, tækist að færa Skagamönnum forystu á 53. minútu. Kristján Olgeirsson gaf vel fyrir markið og Sigurður Haralds- son missti knöttinn klaufalega frá sér. Sveinbjöm spyrnti þegar að marki en varnarmönnum tókst að bjarga. Síðustu 20 minúturnar i venjulegum leiktima voru býsna fjörugar og gekk þá knötturinn marka á milli en Vals- menn áttu hættulegri færi. Á 71. mínútu varði Bjarni mjög vel lúmskan skalla Inga Björns og rétt á eftir komst Atli einn t gegn en var gróflega brugðið. Þar átti sá brotlegi að fá að lita gula spjaldið en slakur dómari leiksins, Arnþór Óskarsson, var lítið fyrir það að veifa gulu spjöldunum að þessu sinni þó oft hafi verið ástæða til. Sveinbjörn fékk laglega stungu inn fyrir skömmu síðar en mistókst illa og á 83. mínútu kom fyrsta sýning Bjarna i markinu. Guðmundur Þorbjörnsson renndi laglega innfyrir vörn Skaga- manna til Alberts sem lét þegar heljar- mikið þrumuskot ríða af af ekki meira en 6—7 metra færi. Bjarni snaraði sér niður eins og tigur og blokkeraði skot hans á slórglæsilegan hátt. Rétt á eftir lék Óli Ðan á þrjá varnarmenn ÍA — ekki i fyrsta skipti sem hann lék það — og gaf siðan á Inga Björn, sem var í svipuðu færí og Albert áður. Bjarni tók enn fram sparihanzkana og varði af snilld. Þegar aðeins tvær minútur voru til leiksloka fékk Sigurður Halldórsson gullið tækifæri til þess að gera út um leikinn. Sveinbjörn lék mjög laglega á tvo Valsmenn og lék upp með endalínu. Gaf siðan knöttinn fyrir markið á Sigurð sem var i dauðafæri. Skot hans var hins vegar misheppnað úr nokkuð erfiðri aðstöðu og fór yfir markið. Þar með fór siðasta tækifærið til að gera út um leikinn á venjulegum leiktíma. Það var augljóst í framlengingunni að leikmenn voru flestir búnir að fá nóg eftir 90 minútur og framlengingin var ákaflega tækifærasnauð. Aðeins einu sinni skapaðist verulega hætta við annað hvort markið og að henni afstaöinni gátu varnarmenn lA enn klappað Bjarna á bakið fyrir frábæra frammistöðu. Ingi Björn lék þá á varnarmann inn í vítateig og renndi á Jón Einarsson, sem var á markteig. Hann skaut eldsnöggu skoti að markinu en að vanda sá Bjarni við honum, sem og öðrum er reyndu að skora og varði glæsilega. Þetta var á 115. mínútu og aðeins 5 mín. eftir af framlengingunni. Það sem eftir liföi gerðist lítt markvert og liðin verða að reyna með sér að nýju. Hjá Val var Óli Dan mjög góður og lék sinn bezta leik, sem undirritaður hefur séð i sumar. Vörn Valsmanna var traust með þá Dýra og Vilhjálm Kjartansson sem beztu menn. Hörður var mjög sprækur á miðjunni en átti að vanda nokkuð erfitt með að hemja skapsitt. Af Skagamönnum ber fyrst að nefna Bjarna i markinu. Þá félagana Sigurð Halldórsson og Jón Gunnlaugs- son, sem báðir áttu lýtalítinn leik i vörninni. Jón Alfreösson og Kristján reyndu vel á miðjunni en framlínan var ekki beysin. Sigþór i slakasta lagi og fékk engan stuðning. Sveinbjörn, sem kom inn á í hálfleik, átti ágætis leik en á í vandræðum með skapsitl. „Þetta var svona þokkalegur leikur hjá okkur,” sagði Pétur Pétursson er við spjölluðum við hann í Rotterdam i morgun. Feyenoord sigraði Excelsior i gær 2-0 á heimavelli þess síðarnefnda. „Mér tókst að skora fyrra marklð en það síðara skoraði Budding fyrir okkur. Við áttum að skora miklu fleiri mörk, 6—7, hefðu ekki gefið óljósa mynd af hlutunum. Við cigum að leika gegn Ajax hér heima um næstu helgi og það er þegar uppselt á leikinn. Völlurinn rúmar 65—67.000 manns þannig að það má búast við hörku- stemmningu”. Þrátt fyrir þennan góða sigur er Feyenoord enn í 2. sæti — stigi á eftir Ajax, sem sigraði Utrecht 3—2 á heimavelli sinum í gær. Annars urðu úrslitin i Hollandi á þessa leið: Arnhem-Willem II 3—1 Deventer-Haarlem 2—1 Ajax-Utrecht 3—2' NAC Breda-AZ '67 0—3 Escelsior-Feyenoord 0—2 Sparta-Roda I—0 Den Haag-Twente 2—1 Maastricht-PEC Zwollc 0—1 PSV-Nijmegen 1—0 Staða efstu liðanna er nú þessi: Ajax 7 5 2 0 15—9 12 PSV 7 5 11 19—7 II Feyenoord 7 4 3 0 14—6 11 Dcventer 7 5 0 2 17—8 10 AZ’67 7 5 0 2 16—8 10 Við inntum Pétur eftir þvi hvort hann hefði eitthvað séð um það i hollenzkum blöðum hvort Teitur væri e.t.v. að fara til Roda Kerkrade. „Nei, ekki get ég sagt að ég hafi séð neitt um það i blöðunum en ég veit að forráða- menn Excelsior vilja endilega ná i Árna Sveinsson — hann myndi varla sjá eftir því,” sagði Pétur og bað fyrir kveðjur til allra. - SSv. Barcelona tapaði Barcelona sem kemur hingað til lands í kvöld kl. 19, fyrir leikinn gegn Skagamönnum i Evrópukeppni bikar- hafa á Laugardalsvelli á miðvikudag, tapaði um helgina fyrir Real Madrid i Madrid 2—3 i 1. deildarkeppninni á Spáni. Madrid er þar með í efsta sætinu ásamt tveimur öðrum liðum að þremur umferðum loknum. Úrslitin á Spáni urðu annars sem hér segir: Malaga-Sevilla 2—1 Burgos-Atletico Madrid 1—1 Sporting Gijon-Las Palmas 4—1 Hercules-Bilbao 2—1 Sociedad-Valencia 0—0 Salamanca-Vallecano 3—0 Real Madrid-Barcelona 3—2 Real Betis-Almeria 0—0 Espanol-Real Zaragoza 2—0 íslandsmet Stefáns ÍR-ingurinn ungi, Stefán Stefáns- son, sem er aðeins 15 ára gamall, setti i gær nýtt íslandsmet í tugþraut unglinga, á móti sem fram fór i Laug- ardalnum. Stefán hlaut alls 5333 stig i þrautinni, sem er bærilegt hjá ekki eldri pilti.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.