Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 24.09.1979, Blaðsíða 21
DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1979.__________21 TVÆR HUÐAR Á SAMA LEIKSTJÓRA V Þessa viku veröum við með tilboðsverð á: Barnaúlpum dömublússum herraskyrtum velúr-samfestingum náttkjólum 8.500.- 4.200.- 1.500-4.500.- 13.000. 4.600.- Einnig mikið úrval af nærbuxum á 500 kr. Nú er hægt að gera kjarakaup Markaðshornið Laugavegi 61 Opiðfrákl.1-6. Þótt ótrúlcgt megi virðast er þetta ekki Elvis Preslev sjálfur heldur Kurt Russell i hlutverki hans. Háskólabíó og Austurbæ jarbíó sýna bæði myndir eftir leikstjórann John Carpenter Hoiti: Assauit on Precinct 13 LeBcstjóri og handritahöfundur: John Carpent- er Kvikmyndun: Douglas Knapp Tónlist: John Carpenter KKpping: John T. Change og John Carpenter Gerfl í Bandaríkjunum 1976 Sýnmgarstaflur Háskólabió Aðalhlutverk: Austin Stoker Darwin Joston Heiti: Elvis Leikstjóri: John Carpenter Handritahöfundur: Anthony Lawrenco Kvikmyndun: Donald M. Morgan Tónlist: Lög eftir ýmsa sungin af Ronnie McDowell Kiipping: Ron Moler Gerfl í Bandarikjunum 1979 Sýningarstaflur Austurbœjarbió AAalhlutverk: Kurt Russel Sholley Winters Season Hubley Að dómi undirritaðs eru fáar myndir eins leiðinlegar og þær sem eru hvorki slæmar né góðar heldur meðalmennskan uppmáluð. Þá er hvorki hægt að hlæja að vitleysunni og mistökunum eða dást að því sem vel er gert. Þessar myndir líða gegnum hugann og skilja ekkert eftir. Enda er reyndin sú að þær leiðinleg- ustu eru oft ekki síður minnisstæðar í hugum áhorfenda en þær af betri gerðinni þótt aðrar ástæður liggi þar að baki. Einn af þeim leikstjórum sem tekst að fá meira út úr efniviði sínum en gengur og gerist er John Carpenter. Þessi ungi Bandaríkjamaður, sem nam kvikmyndagerð við háskólann í Suður-Kaliforníu, gerði þar sina fyrstu mynd, DARK STAR, og þótti strax mjög efnilegur. Þessi mynd var sýnd í Laugarásbíói ekki alls fyrir löngu en því miður við allt of litla að- sókn. Nú vill svo skemmtilega til að sýndar eru tvær mynda hans sam- timis i kvikmyndahúsum borgarinn- ar. Háskólabíó sýnir ÁRÁS Á LÖG- REGLUSTÖÐ 13 sem hann gerði eftir DARK STAR og Austurbæjar- bíó sýnir þá nýjustu, ELVIS, sem var reyndar sjónvarpsmynd í Bandaríkj- unum en útbúin til sýningar í kvik- myndahúsum Evrópu. Auk þess hefur Carpenter gert eina aðra mynd, HALLOWEEN, sem var gerð á milli áðurnefndra mynda, fyrir utan sjónvarpsmyndina Highrise. Hér er því á ferðinni nokkuð sérstætt tæki- færi til að fylgjast með þróun og mótun ungs leikstjóra frá fyrstu mynd hans (þ.e. ef viðkomandi sá DARK STAR) til þeirra nýjustu. Ólíkar myndir að mörgu leyti Árás á lögreglustöð 13 gerist í Los Angeles og fjallar um árás borgar- skæruliða á lögreglustöð sem ætlunin er að leggja niður innan skamms. Myndin snýst um þetta umsátur og hvemig þeim fáu lögreglumönnum ásamt föngum sem eru í stöðinni tekst að verjast skæruliðunum þangað til hjálp berst. Hér nýtur Carpenter sin vel. Hann á einkar auðvelt með að byggja upp spennu og er yfirleitt feti á undan áhorfendum i uppbyggingu sinni. Samofið þessu er svo tónlist hans, sem hann beitir mátulega mikið á réttum augnablikum, og svo mjög gott myndauga. Carpenter virðist hafa séð mikið af eldri myndum eftir kappa eins og Hitchcock og Hawks þvi oft koma fram i myndinni klisjur úr gömlum myndum þeirra. Aftur á móti hefur Carpenter lagt litla vinnu i persónusköpun ásamt ástæðunum að baki árásarinnar og því virkar efni- viðurinn hálf þunnur sé litið undir yfirborðið. Móðurást Elvis ' Myndin Elvis bér þess greinilega merki að vera gerð fyrir sjónvarp. Sjónvarpsmyndir eru yfirleitt hefð- bundnar og oft litlausar og minni natni er lögð í gerð þeirra, enda unnar á styttri tima en venjulegar kvikmyndir. Carpenter leikur sér litið með kvikmyndatökuvélina þótt stundum bregði fyrir dæmigerðum vinnubrögðum frá eldri myndum hans, sbr. hvemig Parker, umboðs- maður Presley, var tengdur inn i at- burðarásina. EIvis er byggð upp sem heimildar- mynd og fjallar um líf EIvis fram til tónleika hans í Las Vegas 1969. I upphafier Elvis sýndur senfóörugg- ur unglingur. Eftir að hann er orðinn frægur fá áhorfendur að fylgjast með því hvernig eirðarleysi og leiðindi ná tökum á honum og líf hans riðlast. Carpenter hefur lagt mikla áherslu á samband hans við móður sína og dregur þetta samband fram hvaðeftir annað í myndinni. Athyglisverðast er þó hvernig Carpenter tengir texta lag- anna hjá Presley við það sem er að gerast á tjaldinu. Tvífari Elvis Carf>enter hefur pússað upp eina helstu hetju Walt Disney kvikmynd- anna, Kurt Russell, og er alveg ótrú- legt hve likur Elvis hann er. Þeir sem sáu myndina That’s the Way it is, sem fjallaði um Las Vegas hljómleika hins eina og sanna Presley og fylgd- ust þar með sviðsframkomu hans sjá hve líka framkomu Russel héfur tamið sér. Atriðið úr Ed Sullivan þættinum, þar sem myndatöku- Kvik myndir BaldurHjaltason mönnum var fyrirskipao að mynda fyrir ofan beltisstað, er vel útfært og eðlilegt, eins og Presley hefði verið sjálfur þarna. Aftur á móti er myndin væmin á nokkrum stöðum og eins vantar í myndina betri skýringu á þunglyndi Elvis og æðisköstum sem ef til vill má rekja aftur í timánn. Björt f ramtíð Eins og fjölmargir kvikmynda- gerðarmenn af yngri skólanum ólst Carpenter upp í kvikmyndahúsum og lærði ekki hvað síst iðn sína með þvi að horfa á myndir gömlu meistar- anna. Þannig hefur Carpenter ótrú- lega mikið vald á myndmálinu, er næmur fyrir myndhornum, mynd- rænni túlkun, klippingu og á auðvelt með að byggja upp mikla spennu. Það sem vantar aftur á móti er dýpri persónusköpun og heilsteyptara yfir- bragð sem kemur eflaust með auknum þroska og æfingu. Þannig má segja að Carpenter eigi fram- tíðina fyrir sér svo framarlega sem hann geti tileinkað sér framangreinda kosti. Það kemur i Ijós innan tíðar því fljótlega verður frumsýnd nýjasta mynd hans, FOG, en þangað til geta áhorfendur kynnt sér Elvis og Árás- ina á lögreglustöð 13, — tvær hliðar á þessum unga leikstjóra. handbækur umæ Ál - Samskeyting. Leiöbeiningarrit um aöferöir til samskeytinga á áli. Í ritinu er fjallaö um ýmsar aðferöir viö samskeytingu á áli: Hnoöun, skrúfun, limingu og lóöningu. Einnig ýmsar aöferöirviö álsuðu. Ál-Suöuhandbók TIG - MIG. Handbók um TIG - MIG suöu. Hentugar kennslubækur fyrir iönnema og sem hand- bækur fyrir málmiönaöarmenn og hönnuöi. Verö hvorrar bókar er kr. 1000- Bækurnar fást iBóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúö Olivers Steins. SHon luminiunn AL Samskeyting skon luminium Norræn samtök Áliónaöarins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.