Dagblaðið - 06.11.1979, Side 1

Dagblaðið - 06.11.1979, Side 1
5. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979 - 245. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. Skattalækkun í f járlagafrumvarpi Sighvats: RIKISSJOÐURIPLUS ISEÐLABANKANUM —ífyrsta skipti ífjögur ár í lok októbermánaðar stóð hlaupa- reikningur ríkissjóðs í Seðlabankan- um rétt í fyrsta skipti í fjögur ár, að sögn Sighvats Björgvinssonar, fjár- málaráðherra. Hann sagði að þessi staða hefði náðst með aðhaldsað- gerðum í októbermánuði og þó eink- um síðari helming mánaðarins. „Við erum að endurskoða fjár- lagafrumvarp Tómasar Árnasonar meðal annars með það í huga að lækka skatta í stað þess að hækka þá, eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Eðlilegast væri að almennar launa- tekjur yrðu algerlega tekjuskattfrjáls- ar.” Það væri vel hugsandi að lækka skatta á grundvelli óbreytts skatta- kerfis. Þá koma og til greina breyt- ingar á skattakerfinu, með áðurgreint markmiðíhuga. Sighvatur sagði, að ekki væri hægt að gera slíkar breytingar með bráða- birgðalögum. Slíkt hlytu að verða mál til meðferðar á þingi. Stefnt er að skattalækkun árið 1980 án þess að búnir verði til nýir tekjustofnar. Skattalækkun verður náð með aðhaldi í verðlagsmálum og lækkuðum útgjöldum ríkisins. Þannig eru fjármál ríkisins á þessu ári tii meðferðar i ráðuneytinu. Einnig hefur verið unnið að breyting- um á fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram á Alþingi i haust, þar með talin einnig lánsfjáráætlun og erlendar lántökur. - BS Á spítölunum spörum við og splæsum ekki krónu sjáallt þettaSóknarlið þærSiggu, Mögguog Jónu. í drulluverkin dygði ein þó deildin yrði ekki eins hrein svo fækkum við aldrei of eða van hvorki kratar né kommar né ihaldið. Söngsveitin Kjarabót kyrjaði niöurskurðarbrag viö góðar undir- tektir á Hótel Sögu í gærkvöldi. Þar var fundur starfsfólks á ríkisspítölun- um um samdráttarhugmyndir hins opinbera í spítalarekstrinum. Súlna- salurinn var fullur út að dyrum og stemmning góð. Magnús H. Magnússon heilbrigðis- ráðherra og Páll Sigurðsson ráðu- neytisstjóri voru mættir á staðinn, ásamt fleiri fyrirmönnum úr heil- brigðiskerfinu. „Við verðum að losa kontóristana í Arnarhvoli við þráhyggjuna um stöðugildin á spítölunum,” sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, for- maður Sóknar, úr ræðustóli. Hún og aðrir fundarboðendur héldu þvi hik- laust fram að ekkert veitti af því fólki sem þegar starfaöi á spitölunum. „Kontóristarnir i Arnarhvoii” báru hönd fyrir höfuð sér og báðu um að vera ekki skammaðir fyrir það sem þingmenn bæru i raun ábyrgð á. Þeir bentu á að við alþingi væri að sakast, það skammtaði peningana. „Við höfum alltaf óskað efiir fleiri stöðuveitingum en fjármálayftrvöld hafa viljað fallast á,” sögðu Páll Sigurðsson og Magnús H. Magnús- son. - ARH Sigrún Huld Þorgrimsdóttir, starfsmaður á KópavogshæU: „Heilbrigðis- þjónustan er spurning um Ufandi fólk. Fjárfestingar er ekki hægt aó miða við há- marksarð.” InnfeUda myndin til vinstri sýnir Magnús H. Magnússon ráðherra og Pál Sigurðsson ráðuneytisstjóra bera saman bækur sfnar. Innfellda myndin til hægri sýnir Kjarabótina kyrja niðurskurðarbrag. Fyrsta konan í embætti sýslumannsá íslandi? tvær konur meðal umsækjenda um Strandasýslu Fyrsta konan, sem að líkindum Páll Þorsteinsson deUdarstjóri hjá verður skipuð í sýslumannsembætti á ^ Gjaldheimtunni, Pétur Jónsson íslandi, er Hjördis Björk Hákonar- Kjerúlf hdl., og Rikarður Másson, dóttir, fulltrúi yfirborgardómarans i ftr. sýslumannsins í Snæfellsnes- og Reykjavík. Hún verður skipuð sýslu- Hnappadalssýslu. maður i Strandasýslu, samkvæmt til- lögu dómsmálaráðherra, Vilmundar Hjördís Björk er 35 ára gömul. Gylfasonar, ef af verður. Hun var^ lögfræðingur frá Háskóla Islands 1971. Hún hefur stundað Um embættið voru 6 framhaldsnám, meðal annars í réttar- umsækjendur, þau Hjördís Kvaran heimspeki í Oxford. Undanfarin ár Þorvaldsdóttir lögfræðingur, Hafþór hefur hún starfað sem fulltrúi við Ingi Jónsson hdl., Hjördís Björk, ýmis dómaraembætti. -us. Sjálfstæðisflokkurinn á Suðurlandi: USTIEGGERTS HAUKDAL KOMINN Sjóreknarærá Reykjavíkurfjörum Fjórar ær fundust sjóreknar á Reykjavíkurfjörum í gær. Fannst sú fyrsta sjórekin i Laugarnestanga en hinar þrjár siðar í gær í örfirisey. Ekki tókst að finna hverjir voru eig- endur ánna því i sumum tilfellum voru „óljósar undirbenjar og hand- brögð óljós” eins og Björn Sig- urðsson lögregluvarðstjóri komst svo fagmannlega að oröi i morgun. Eitt markanna fannst ekki í markaskrá. Talið er aö þcssar kindur hafi rekið að fyrrgreindum stöðum, hugsanlega t.d. úr Akurey eða Engey, en við báðar þær eyjar eru sultarhólmar, þar sem kindur getur flætt. Einnig gæti verið að þær væru lengra að komnar. -A.St. Eggert Haukdal alþingismaður og stuðningsmenn hans gengu frá lista sinum í gærkvöld. Listinn er þannig: 1. Eggert Haukdal, 2. Siggeir Björnss. bóndi í Holti, 3. Jón Þorgilsson sveitarstjóri, Hellu, 4. Steinunn Pálsdóttir hús- freyja, Vik í Mýrdal, 5. Hilmar Jónasson, formaður Verkalýðs- félagsins Rangæings, 6. Guðjóna Friðriksdóttir húsfreyja, Eyrarlandi Þykkvabæ, 7. Gunnat Oddsteins- son bóndi Hvammi Skaftártungu. 8. Arnar Halldórsson bóndi, Brekkum Mýrdal, 9. Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir húsfreyja, Skarði Landsveit, 10. Sigursteinn Steindórs- son skrifstofumaður, Hvolsvelli, II. Jón Thorarensen rafvirki, Hellu, 12. Sigþór Sigurðsson símavarðstjóri, Litla Hvammi Mýrdal. -HH.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.