Dagblaðið - 06.11.1979, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979.
Rógsherferð
að sunnan
Einingarfélagi á Akureyri skrifar:
Ýms skuggalegustu öfl íslenzkra
stjórnmála hafa nú tekið höndum
saman gegn Jóni Sólnes alþingis-
manni, en aðförinni stjórnar kennari
úr Reykjavik, sem fyrir aldarfjórð-
ungi var sendur hingað norður til að
mannast, en skrifar nú nafnlausar
níðgreinar í Morgunblaðið. í liði
kennarans er skóþvengur mennta- og
dómsmálaráðherrans í tunnunni
ásamt hlaupagikki kommúnista á
Suðurlandi, þokkaleg þrenning það,
heilög þrenning, að minnsta kosti
syndlaus þrenning fyrst hún kastar
fyrsta steininum.
Eitt sinn réðust svipuð öfl á núver-
andi formann Framsóknarflokksins
með grænar baunir fyrir augum, en
síðan hefur vegur hans vaxið til
helztu mannvirðinga á islandi og
„Kennarinn að sunnan”.
síðar réðust þessi sömu öfl að fráfar-
andi formanni sama flokks og hröktuj
hann í sæti virtasta stjórnmálafor-1
ingja landsins, sbr. skoðanakönnun'
Dagblaðsins. Nú hafa myrkraöflin;
þjappað okkur Norðlendingum
saman um okkar langskeleggastai
þingmann, Jón Sólnes, í næstu kosn-i
ingum, því í blindri leit sinni aði
hásæti í íslenzkum stjórnmálumj
hefur kennarinn að sunnan óvart1
klifrað upp á eigin pólitískar líkbör-
ur.
Samkvæmt upplýsingum frá
blaðamanni þá borga blöðin, sem
þeir vinna hjá, símareikningana ■
þeirra, en kennarinn að sunnan hefur
stundum setið á Alþingi í forföllum
velgjörðarmanns síns, Jóns Sólness;
og þá væntanlega notið sömu kjara
og aðrir þingmenn, þar á meðal
greiðslu fyrir einkasíma. Hafa
skoðunarmenn í heilagri þrenningu
nokkuð skoðað símareikninga
kennarans, svona rétt til að hreinsa
hann af öllum grun og leiðinda-
slúðri? Það eru fleiri símar á íslandi
en sími prestsins.
Á meðan Jón Sólnes hefur þjónað
Norðurlandi dyggilega hefur kennar-
inn að sunnan setið álengdar til vara,
og á meðan Jón Sólnes hefur lyft
Grettistökum fyrir sína heimabyggð
hefur kennarinn að sunnan setið
álengdar við visnasöng og kaffi-
þamb. Þessum sunnanpiltum er eins
gott að vita það, að þeir sækja ekkert
gull i greipar okkar stuðningsmanna
Jóns Sólness því Norðlendingar
munu slá skjaldborg um þingmann
sinn og verja hann fyrir róginum að
sunnan.
Siðir tveir
Halldór S. Stefánsson skrifar:
Undarlegt veður er gert út af smá-
máli. Jón G. Sólnes fyrrverandi
alþingismaður eyðir dýrmætum tíma
í rukkunaraðgerðir gagnvart ráðu-
neytum í þvi augnamiði að fá tví-
borgaða reikninga.
Samkvæmt munnlegu samkomu-
lagi, sem enginn er til frásagnar um
nema dr. Gunnar Thoroddsen og lík-
lega Jón sjálfur, var hinn síðarnefndi
ráðinn formaður Kröflunefndar og
framkvæmdastjóri virkjunar á 30%
hærra kaupi en yfirverkfræðingur
auk ómældrar eftirvinnu og er ég
ekki með þessu að efast um menntun
og hæfileika Jóns G. Sólness borið
saman við yfirverkfræðing.
Nú þegar upplýst er af Jóni
sjálfum í þingræðu hversu treglega
honum hafi gengið að fá reikninga
sina tvíborgaða og hvílíkum tima
hann hafi eytt í snattferðir milli ráðu-
neyta, kemur óneitanlega upp í
hugann, að jafn reglusamur og
nákvæmur maður í allri bókfærslu
hafi nú ekki látið undir höfuð
leggjast að færa á yfirvinnureikning
þessa hvimleiðu snatttúra að
ógleymdum bílakostnaði. Svo mætti
hugsa sér að hann hefði stundum til
timasparnaðar lyft upp símtóli og
hringt í ráðuneyti. Ber þá að hafa í
huga að títtnefndur Jón G. Sólnes
fær tvíborgaða símareikninga
umyrðalaust svo að af því getur orðið
nokkur hagnaður að hringja sem
mest.
Eins og fram kemur i þessum
orðum mínum er ég siður en svo að
áfellast Jón G. Sólnes. Hann hefur
eins og svo margir aðrir notað hverja
smugu og öll tiltæk ráð til að blóð-
mjólka kerfið með alls konar heima-
tilbúnum og ímynduðum reikning-
um. Hann var bara svo óheppinn að
farið var að rekast í smáupphæðum,
sem honum nægði ekki að fá
borgaðar einu sinni.
Frekja og peningasýki hálauna-
manna er í slíkri fjarlægð frá venju-
legum hugsanagangi almennings að
segja má að tvær ólíkar þjóðir búi í
landinu.
Kannski verður það næsta skref al-
mennings að taka upp kynþátta-
stefnu að nasistiskri fyrirmynd. Má
vera að undirþjóðin fari að hatast svo
ílandi
Jón G. Sólnes, fyrrv. alþingismaður.
við kerfisbraskarana að hún líti á þá
sem gyðinga Hitlers-Þýzkalands.
Væri þá stutt í það að sundur yrði
slitinn friðurinn ef tvenn lög skulu
gilda í landi.
Hringið
ísírna
27022
milli kl. 13
og 15,
eða skrifið
Fötluð böm eru fleiri á tslandi en menn yfirleitt gera sér grein fyrir. DB-mynd Ragnar Th.
Málefni þroskaheftra:
KIRKJAN BEITISÉR
FYRIR LANDSSÖFNUN
Skattgreiðandi skrifar:
Talsverð umræða virðist vera að
hefjast í fjölmiðlum um málefni fatl-
aðra og þroskaheftra. Jafnréttis-
ganga þessara þjóðfélagsþegna í
fyrra vakti mikla athygli og var sem
augu manna opnuðust fyrir því
hversu illa við höfum búið að þessum
meðbræðrum okkar. En smám
saman dró úr þessum umræðum og
aldrei komust þær á það stig að fram-
kvæmdir kæmu í kjölfar þeirra.
Nú er umræðan hafin á nýjan leik,
e.t.v. fyrst og fremst vegna frábærs
sjónvarpsþáttar um þroskaheft börn
sem greinilega hefur hrist upp í land-
anum. Hitt hefur líka haft sitt að
segja að fatlaðir hafa nú eignazt skel-
eggan talsmann þar sem er Magnús
Kjartansson, fyrrv. ráðherra. En
þingmenn virðast algjörlega hafa
daufheyrzt við ábendingum þessa
fyrrum „kollega” þeirra hvað sem
svo verður.
Það er mjög brýnt að umræðan nú
verði ekki orðin tóm heldur fylgi eitt-
hvað áþreifanlegt í kjölfarið. Ekki er
við því að búast að eitthvert stórkost-
legt frumkvæði komi fráalþingi enda
óþarfi að allir hlutir eigi upphaf sitt
þar. Mín tillaga er sú að Hjálpar-
stofnun kirkjunnar fari af stað með
landssöfnun á jólaföstu sem væri
helguð baráttunni fyrir mannréttind-
um fatlaðra og þroskaheftra.
Landsmönnum er vandinn ljós nú
og vilji er fyrir hendi hjá fólki að gera
eitthvað í málunum. En einhver þarf
að hafa frumkvæðið í málum sem
þessum og þar held ég að Hjálpar-
stofnun kirkjunnar sé rétti aðilinn.
Ég held að kirkjan hafi vaxið að virð-
ingu á síðustu árum vegna mikils
starfs Hjálparstofnunarinnar og von-
andi er að henni sé Ijóst að ákveðnir
þjóðfélagsþegnar á íslandi búa alls
ekki við full mannréttindi. Tími er
kominn til að þar verði gerð á bragar-
bót svo um muni.
HUGLEIDING UM
ÁFENGISMÁUN
Valdimar Guömundsson skrifar:
Höfum við efni á að selja vit og
farsæld þjóðarinnar fyrir peninga þó
að í ríkissjóð renni? Þetta er spurning
sem við höfum öll gott af að hug-
leiða, því ekki er hægt að neita því að
mikil peningafúlga kemur fyrir vín-
söluna og rennur í ríkissjóð. En er
víst að við megum telja þetta allt tekj-
ur? Látum við ekki nokkuð í staðinn
og það meira en hægt er að meta til
peninga? Er ekki það böl sem fylgir
víninu meira en svo að nokkur leið sé
að meta það?
Miklar áhyggjur, sorg og ógæfa
ríkja á þeim heimilum þar sem mikið
vín er haft um hönd. Áreiðanlega er
mikið til af fólki sem býr að því alla
ævi að hafa alizt upp með drykkju-
skaparóreiðu og munu ekki flest stór-
slys og hörmulegustu atburðir sem
gerzt hafa með þjóð okkar einmitt
eiga rætur sínar að rekja til drykkju-
skaparbrjálæðis?
Þetta vitum við öll. Peningahlið
þessa máls er líka stór vegna auk-
innar löggæzlu og uppihalds á slös-
uðu fólki og drykkjusjúklingum, sem
eru ósjálfbjarga vegna víndrykkju.
Og alltaf er vínið að herja meira og
meira á unga fólkið sem er margt
mjög efnilegt og vel uppalið en er:
umsetið af víninu, sem virðist hafa
allt of marga aðdáendur og dýrk-
endur.
Nú er barnaár og kosningaár og
mörg og falleg loforð fáum við áreið-
anlega að heyra fyrir kosningarnar.
Væri nú ekki rétt fyrir frambjóð-
endur flokkanna að lofa þjóðinni því
að reyna að minnka vínflóðið?
Það er ósk mín og von að sem flest-
■ir taki þetta mál til athugunar, því
það snertir alla þegna þjóðfélagsins.