Dagblaðið - 06.11.1979, Page 4

Dagblaðið - 06.11.1979, Page 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979. Tilmótsviðveturinn: Á vetrarhjólbörðum Þeir aurar sem launþegar fá í hend- Dekk undir bíl eins og t.d. Cortinu Verzlunin Jöfur í Auðbrekku selury urnar um þessi mánaðamót fara án efa að stórum hluta í það að kaupa vetrarhjólbarða undir bílana þeirra. Fyrsti snjórinn er þegar fallinn og ekki er eftir neinu að bíða. Neytenda- síðan fór á stúfana og kannaði verð á vetrardekkjum á þrem stöðum á höfuðborgarsvaeðinu. í verzluninni Bíldekk í Borgartúni voru til bæði ný og sóluð dekk. Lítil dekk undir t.d. Minibíl kostuðu 13.800 krónur ný. Tekið var fram að verðið á þeim dekkjum væri sérstak- lega hagstætt og því ekki við því að búast að allir bifreiðaeigendur gætu keypt svona ódýra hjólbarða á bila sína. Sóluð dekk undii Min inn kostuðu á sama stað 10.600 krónur. eða bil af millistærð kostuðu 22.200 ný og 14.500 sóluð. Jeppadekk voru hins vegar töluvert mikið dýrari. Þannig kostuðu „standard” dekk undir Bronco-jeppa 54.800 ný og 27.900 sóluð. Orðið „standard” er látið fylgja hér með því dekk undir jeppa eru orðin eins misjöfn og þeir eru margir. Sumir jeppaeigendur kaupa þannig breiðari felgur undir bíla sína og hvers kyns mynstruð dekk rjúka út. í Barðanum við Ármúla eru eingöngu til sóluð dekk. Þar kosta dekk undir Mini bil 10.600 eins og í Bíldekkjum. Hjólbarðar undir Cortinu kosta hins vegar 15.700. Allar stærri gerðir dekkja voru búnar. tékknesk dekk. Lítið var til á þeirri stundu er hringt var í verzlunina en von á sendingu bráðlega. Þau dekk sem til voru passa undir Skóda og kosta 22.000 ónegld og 26.500 krónur negld. Einnig sóluð dekk á Skoda 19.500. Annars eru naglar yfirleitt seldir sér, á 45 krónur stykkið. Þá voru til dekk á Volvo á 22.460 krónur og amerísk dekk undir bila á 47.200, t.d. fyrir stóra jeppa. Gúmmívinnustofan hefur undan- farið auglýst í blöðum vetrardekk. Sem dæmi um það verð sem þar kemur fram má nefna 12 tommu dekk á L7.900 og 14 tommu dekk á 27.800. Jeppadekk kosta þar 34.000 undir Bronco-bíla. -DS. Fyrir nokkru var beðið um að fá endurbirta uppskrift af sósu út á niðurlagða ávexti. Við biðjumst vel- virðingar á því hve þetta hefur dreg- izt, en hérer uppskriftin. 2 eggjarauður 1 heilt egg 5 msk. strásykur (er kannski í það mesta) safi úr einni sítrónu 2 dl hvitvín 2 dl þeyttur rjómi Eggjarauðurnar, eggið og sykurinn er þeytt þar til það er orðið alveg hvítt. Þá er sítrónusafinn og hvítvínið Hvaö kostar heimilishaldiö? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von f að fá fría mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar. Upplýsingaseðill til samanburöar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Sláturfé er flokkað I þrjá heilbrigðisflokka, óaðfinnanlegt kjöt, hæft kjöt-og óhæft kjöt Kostnaður í októbermánuði 1979. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö Alls kr. m » ik tv Fjöldi heimilisfólks látið út í og skálin látin í vatnsbað (yfir pott með sjóðandi vatni). Hrærið vel í þar til sósan þykknar. Þá er potturinn tekinn af og sósan kæld og hrært í af og til á meðan. Áður en sósan er borin fram er stíf- þeyttum rjómanum blandað varlega saman við. Uppskrift þessi er úr bók-_ inni Ábætisréltii. Ih Wessman þýddi. Þar ci að finna margar alveg sérlega góðar uppskriftir, allar mjög greinar- góðar og auðveldar í meðförum. Þessi sósa var alveg jafngóð daginn eftir að hún var búin til. Gott er að hafa hana út á niðurlagða eða niður- soðna ávexti. Einnig er tilvalið að af- hýða og skera í bita ferska ávexti og hella sósunni yfir. Hráefnið i þennan skammt kostar' rúmlega 1300 kr. (Gert ráð fyrir hvít- víni sem kostar 2000 kr., 3 pelar, þannig að 2 dl kosta 533 kr.). - A.Bj. Vetrarhjólbarðarnir eru nauðsynlegir en dáiitið dýrir. Þannig kosta þessi dekk undir Cortínu 22.200 (ný) og 14.500 (sóluð) i Bildekkjum við Borgartún. DB-mynd Bj. Bj. 4 Heilbrigðismat á kjöti Kjötskoðun á að verja heilbrigði neytenda fyrir ýmsum hættum sem neyzla kjöts getur haft í för með sér. Sláturfé ber að skoða fyrst á fæti og síðan kjöt og innyfli eftir slátrun. Dýralæknir annast skoðunina og metur heilsufar fénaðar og hvort um smitandi sjúkdóma eða eitranir geti verið að ræða. Kjötið er dæmt í þrjá flokka eftir heilbrigði og gæðum. Þeir eru merktir sem hér segir: 1. flokkur. Kjöt sem er óaðfinnan- legt. Hann er merktur með jafnarma þríhyrningi og tölunni 1 innan í. Stimplað með bláum kjötlit. 2. flokkur. Hæft kjöt. Hann er merktur með jafnarma þríhyrningi og tölunni 2 innan í. Svartur kjöt- litur. 3. flokkur. Óhæft kjöt. Hann er merktur með aflöngum ferhyrningi og orðinu SJÚKUR innan í. Stimplað með rauðum kjötlit. í næsta þætti tökum við fyrir gæðamat á kjöti. DB á ne ytendamarkað/ anima BJAHNASON ELDHÚSKRÓKURINN Eggjasósa með hvít- víni út á ávextina Uppskrift dagsins

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.