Dagblaðið - 06.11.1979, Síða 5

Dagblaðið - 06.11.1979, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979. 5 Kosningaslagurinn að hefjast fyrir alvöru: Menn í baráttuhug á kosningaskrifstofum stjómmálaflokkanna JÓNAS HARALDSSON LJOSMYNDIR BJARNLEIFUR BjARNLEIFSSON Kosningabaráttan er að komast í fullan gang nú að loknum próf- kosningum og listauppstillingum. Flokkarnir hafa komið sér upp kosningaskrifstofum í Reykjavík þar sem starfinu verður stjórnað fram að kjördegi en þá færist mjög aukið fjör í leikinn. Alþýðuflokkurinn lætur að vísu sinni kosningarbaráttu lokið laugardaginn fyrir kjördag, en aðrir flokkar halda uppi hefðbundinni baráttu á kjördag, eða öllu heldur kjördögum, sem nú eru tveir eins og mönnum er kunnugt. Opnari barátta Framsóknar- flokksins Dagblaðið fór hringferð á kosningaskrifstofur flokkanna í gær og kannaði fyrst baráttuandann hjá framsóknarmönnum. Þar var að vísu ekki í gangi bein kosningaskrifstofa, heldur fjölmennur fundur flokks- manna. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins varð fyrir svörum: „Við höfum tekið upp þá nýbreytni að boða til fundar alla frambjóðendur í baráttusætum,” sagði Steingrímur. „Hér eru saman- komnir fjórir efstu menn á listum flokksins í öllum kjördæmum og er fundað með framkvæmdastjórn flokksins og starfsmönnum í kosningunum. Menn koma sér saman um meginmálin í kosningabar- áttunni. Þá er rætt almennt um stjórnarsamstarfið og fyrirspurnum svarað um það. Einnig var rætt um Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins. Óskar V. Friöriksson kosningastjóri Sjálfstæöisflokksins með mönnum sfnum. það hvernig flokkurinn ætti að koma málflutningi sínum á framfæri. Við leggjum fyrir kjósendur störf okkar í ríkisstjórninni, þar sem við unnum af heilindum. Þá leggjum við áherzlu á stjórnarslit Alþýðu- flokksins og hvernig hann hljóp frá hálfunnu verki. Við höfum einnig gripið á lofti ábendingar Geirs Hall- grímssonar um Framsóknaráratuginn og gerum fólki grein fyrir þeim miklu framförum, sem orðið hafa á þessum áratug. Það er baráttuhugur í mönnum og við teljum það mögulegt að Fram- sóknarflokkurinn nái aftur stöðu sinni sem næststærsti flokkur landsins. Það var veikleiki fyrri ríkis- stjórnar að Framsóknarflokkurinn var minnstur þar.” Baráttuhugur í sjálfstæðismönnum Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað kosningaskrifstofu og utan- kjörstaðaskrifstofu í Valhöll. Þar stýrir Óskar V. Friðriksson liði. Óskar sagði að á skrifstofunni lægju frammi allar upplýsingar um kjör- skrá. „Við reynum að afla upplýsinga um alla þásem verða fjar- verandi á kjördag. Það þarf að ná í þá fyrir tímann og fá þá til þess að kjósa.” Utankjörstaðakosning hefst i Miðbæjarskólanum um 10. nóv. nk. og verður kosið þar daglega frá kl. 10—12, 14—18 og 20—22 og á sunnudögum frákl. 14—16. „Fólk tekur þvi undantekningar- laust vel þegar það er minnt á að kjósa en við höfum auðvitað fyrst og fremst samband við það fólk sem við vonum að styðji okkur,” sagði Óskar. „Það er mikill baráttuhugur í fólki og andinn töluvert öðruvísi en fyrir kosningarnar í fyrra. Það er mikið meira líf í mönnum nú en þá.” Aðspurður um klofninginn í Sjálf- stæðisflokknum i tveimur kjör- dæmum, sagðist Óskar ekkert vilja segja. Því yrði formaður flokksins að svara. Kosningaskrifstofan í Valhöll verður miðstöð kosninganna fram að kjördögum, en þá verða skrifstofur á 12 stöðum í borginni, þ.e. í hverju hverfafélagi flokksins. Óskar vildi vekja athygli fólks á því að kjörskrá nú byggist á íbúaskrá frá þvi 1. desember í fyrra og er því hætt við að talsvert sé um breytt heimilisföng síðan þá. Ekki er vist að fólk átti sig á því hafi það t.d. flutt fyrir áramót. Menn eru sem sagt skráðir þar sem þeir voru heimilisfastir fyrir ári. Hefðbundin kosningavinna Alþýðubandalags Á kosningaskrifstofu Alþýðu- bandalagsins að Skipholti 7 voru þeir Úlfar Þormóðsson og Þorsteinn Magnússon að skipuleggja starfið. „Þetta verður hefðbundin kosningavinna,” sagði Úlfar. „Frá og með deginum í dag höfum við samband við stuðningsmenn okkar og fáum þá í starf, erindrekstur og áróður. Það má búa t við því að siðustu vikuna fyrir kosningar verði starfsmannafjöldinn orðinn 500— 600. Þá starfa hverfadeildir einnig og allt er þetta starf unnið að mestu í sjálfboðavinnu. Það má segja, ef við notum íþróttamál, að við notum aðferðina „maður á mann” í kosningabar- áttunni. Það verður lagt í eins lítinn Úlfar Þormóðsson undirbýr átökin á kosningaskrifstofu Alþýðubanda- lagsins. MtS 6*7 s*öi Mf9gF«tKJ» Bjarni P. Magnússon kosningastjóri Alþýðuflokksins og Garðar Sveinn Árnason framkvæmdastjóri flokksins. DB-myndir Bjarnleifur. kostnað og mögulegt er. Útgáfustarf- semi verður í lágmarki. Starfsemin verður fjármögnuð með framlögum en við getum ekki efnt til kosningahappdrættis þar sem þessi árstími er hefðbundinn happdrættistími Þjóðviljans. Við förum ekki inn á það svið. Það er mikill baráttuhugur í mannskapnum en mér lízt illa á þá ráðstöfun að hafa seinni kjördaginn á vinnudegi. Það hafa ekki verið færð nein rök fyrir því að ekki sé hægt að kjósa laugardaginn 1. desember.” Engar persónu- njósnir á vegum Alþýðuflokks Kosningaskrifstofa Alþýðu- flokksins verður opnuð að Skóla- Ólafur Jóhannesson fv. forsætisráðherra gluggar I Dagblaðið á fundi framsóknarmanna i gær. Ef ráða má af svip foringjans hefur hann fundið hinn eina sannleik á siðum blaðsins. vörðustíg 16 í dag. Kosningastjóri er Bjarni P. Magnússon og hitti DB hann að máli með Garðari Sveini Arnasyni framkvæmdastjóra flokksins. „Við munum ekki trufla kjós- endur á kjördögum með persónu- njósnum,” sagði Bjarni. Kosninga- baráttunni lýkur hjá okkur laugardag fyrir kjördag. Baráttan verður mjög svipuð og í fyrra en þá brydduðum við upp á ýmsum nýjungum. Hinir hafa síðan apað það nokkuð eftir okkur en við eigum eitthvað í pokahorninu. Við erum ekki vel búnir að iaunuðum mannafla og byggjum því á sjálfboðavinnu. Það eru mun færri á launaskrá hjá okkur núna en í fyrra. Við erum bjartsýnir og okkar fólk er fullt af baráttuvilja ekki siður en fyrir síðustu kosningar. Kosninga- baráttan núna verður að vísu nokkuð öðruvísi, mun styttri og fer meira —fram i útvarpi og sjónvarpi. Hún verður því ekki með eins hefðbundn- um hætti. Þegar fólk áttar sig á því af hverju við fórum út í kosningar óttast ég ekki. Það er um það að ræða hvort fólk vill umbótastefnu okkar eða gömlu kröfluflokkana”. -JH.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.