Dagblaðið - 06.11.1979, Side 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979.
15
w
I
GÆRKVÖLDI
BRAGI
'SIGURÐSSON
Siguröur
í Trygg-
ingarnar
Sigurður Jónsson í Breiðholti
starfar nú hjá Tryggingastofnun
nkisins. Er hann í bókhaldsdeildinni,
sem ásamt gjaldkera og forstjóra
annast fjármálastjórn stofnunar-
innar.
Vitað er að Tryggingastofnunin
sótti um leyfi til að ráða sérstakan
fjármálastjóra þegar fjárhagserfið-
leikar hennar og ríkissjóðs voru
mestir síðastliðið sumar. Ekki fékkst
það leyfi þá en skömmu síðar var
Sigurður ráðinn og hóf starf.
Nýir sagnfrœði-
prófessorar
Innan skamms verður skipað í
stöður þeirra Ólafs Hanssonar
prófessors og Björns Þorsteinssonar
prófessors við Háskóla íslands. Þeir
létu báðir af störfum í haust. Ólafur
fyrir aldurs sakir en Björn vegna
heilsubrests.
Þór Whitehead sagnfræðingur er
meðal þeirra sem sækja um stöðu
Ólafs Hanssonar. Telja kunnugir
mestar líkur á því að hann hljóti
hana.
Diskódanskeppni í Óðali:
Sigurvegatinn fer á heims
meistarakeppni íLondon
Ævar Olsen iðnskólanemi
sigraði í fyrsta hluta diskó-
danskeppni Óðals og EMI á
sunnudagskvöldið var. Alls
hafa átján dansarar skráð sig
í keppnina, sem haldin er á
sunnudagskvöldum. Sá sem
hlutskarpastur hinna átján
verður öðlast rétt til að keppa
á EMI heimsmeistarakeppn-
inni sem verður haldin í
London þann 18. desember
næstkomandi.
Dansararnir sem keppa
velja sér eigið lag til að keppa
eftir. — Sigurvegari síðasta
sunnudagskvölds dansaði til
dæmis eftir lagi Börbru
Streisand, The Main Event.
— Þátttakendur verða að
vera orðnir átján ára gamlir
og ekki eldri en 35 ára. Dóm-
.nefnd dansfróðs fólks velur
‘síðan sigurvegarann.
m
Fré blaðamannafundi sem haldinn
var tii að kynna diskódanskeppni
Óðais og EMi. Dómaramir Heiðar
Ástvaldsson, Bóra Magnúsdóttir,
og Sigvaidi Þorgksson fé sór hór
snúning með þremur keppend-
anna. Sigurvegari fyrsta hlutans,
Ævar Olsen, er lengst til hægri ó
myndinni.
Db-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson.
SunnU’
salt-
fiskur
Guðni Þórðarson í Sunnu hefur nú
tekið að sér umboðsmennsku fyrir
Sölusamband íslenzkra fiskframleið-
enda. Tekur umboð hans til eyjanna í
Karabíska hafinu, svo sem Aruba,
Barbados, Kúbu, Guadeloupe, Haiti,
Jamaica, Martinique, Jómfrúaréyja,
sem og Trinidad og Puerto Rico.
Ekki hefur að undanförnu verið
lögð áherzla á markaðsöflun þarna.
Samt sem áður er vel hugsandi að
góður markaður yrði fyrir saltfisk
þarna. Guðni hyggst hafa þetta
umboð með öðru, en einhvers staðar
á eyjum Karabíska hafsins mun hann
dveljast næstu misseri að mestu leyti.
„Það var hó.J’
„Það var hó . . .” sagði hann
Agnar Guðnason í gærkvöldi þegai
hann kynnti þætti úr bændaför til
Noregs. Sannast sagna hefur nú yerið
lítið um hó, hopp og hæ á mánudög-
um í ríkisfjölmiðlunum tveimur í
mörg ár, ef frá eru talin lög unga
fólksins og unglingaþættir í útvarp-
inu. Eins og ÁT sagði um siðasta
mánudagskvöld þá hafa sjónvarps-
áhorfendur í mörg ár fengið óum-
breytanlegan skammt frétta, veðurs,
íþrótta, ensks eða skandinavísks leik-
rits og svo einhvers þáttar í restina,
svona til að fylla upp i dagskrána.
Reyndar byrjaði hlustun mín á út-
varpið í gærkvöldi á leiðinni heim úr
vinnunni og þá var verið að dæla yfir
landsmenn siðdegistónleikum, þess-
um af klassíska taginu sem skulu oní'
okkur hvort sem okkur líkar betur
eða verr. En mikið er skrítinn tími
valinn til þessa flutnings, þegar stór
hluti landsmanna situr í bílunum sín-
um á leiðinni heim. Eftir fréttirnar i
útvarpinu, sem eru að verða æ betur
unnar, hlustaði ég með öðru eyranu á
annan hyrningarstein óumbreytan-
legra mánudaga, ,,um daginn og veg-
inn”. Undir sjónvarpsfréttunum
hlustaði ég, líka með öðru eyranu, á
nokkuð svo áheyrilegan þátt fyrir
ungt fólk. (Maður þyrfti að vera tví-
höfða þurs til að sinna þessari ríkis-
fjölmiðlarýni vel).
Knútur sagði okkur ekki frá því
hvað varð um skemmtilegu smálægð-
ina hans Trausta frá því á sunnudag-
inn, kannski verður hann Trausti bú-
inn að finna út úr því hvað um þær
verður næst þegar hann kemur á
skjáinn og segir þá frá því á sinn létta
hátt. íþróttunum sleppti ég að mestu
í sjónvarpinu, en leikrit kvöldsins var
með betra móti. Þegar að sovézku
leikstjórunum kom hallaði ég mér að
bændaförinni hans Agnars og var
það býsna létt og skemmtilegt, skásta
Slúttnes,
Halli
og
Laddi
fyrir
norðan
Þegar kunnugt varð um athuga-
semdir við símareikninga Jóns G.
Sólness er sagt að andstæðingur Jóns
sem hann mætti á götu hafi sagt:
„Þetta er nú slúttið hjá þér, Sólnes.”
Gárungar gripu á lofti og nefndu Jón
Slúttnes.
Enginn bilbugur er á Sólnes og er
hann í framboði með sérstakan lista,
. sem kunnugt er. Höfuðandstæðingar
hans í kosningunum eru að sjálf-
sögðu þeir Lárus Jónsson og Halldór
Blöndal. Þegar Jón hafði veður af
uppnefninu sagði hann: , ,Það er eng-
in spurning um mína kosningu. Við
skulum sjá, hvort þeir falla ekki
báðir, Halli og Laddi.”
félagsins gerir um það tillögur.
í könnuninni áðurgreindu voru
tveir umsækjendur langfylgismestir.
Voru það þeir Þorsteinn Gunnarsson
og Stefán Baldursson, sem sækja um
starfið sameiginlega, en þeir hlutu
ellefu atkvæði, Hallmar Sigurðsson
hlaut níu atkvæði.
Atkvæðisrétt höfðu 33 þannig að
þeir Þorsteinn og Stefán fengu þriðj-
ung atkvæða i könnuninni en Hall-
mar nokkru minna. Nú greiddu
aðeins 27 af hinum 33 starfsmönnum
Leikfélagsins atkvæði og ef miðað er
við það, hafa tvímenningarnir hlotið
fylgi 41 % en Hallmar 33,5%:
Stjórn og aðalfundi Leikfélags
Reykjavikur er því greinilega vandi á
höndum að velja á milli manna. Auk
þess sem eðli málsins samkvæmt
hlýtur að vera erfitt að skipa tvo
menn í starf með tilliti til vinnuskip-
unar, ábyrgðar og fleira.
Aðrir umsækjendur um stöðu leik-
hússtjóra sem hlutu stuðning í könn-
uninni meðal starfsmanna voru
Eyvindur Erlendsson, 3 atkvæði,
Pétur Einarsson 1, Árni Ibsen Þor-
geirsson 1 og auðir seðlar voru 2.
- BS
Leikfélag Reykjavíkur mun velja
sér nýjan leikhússtjóra á aðalfundi
félagsins, sem haldinn verður um
miðjan mánuðinn. Má segja að ekki
sé ráð nema í tíma sé tekið þvi hinn
nýi leikhússtjóri á að taka við af Vig-
dísi Finnbogadóttur eftir tæpt ár eða
hinn 1. september næstkomandi.
Eins og fram hefur komið voru
umsækjendur margir og greinilegt að
leikhússtjórastaðan þykir eftir-
sóknarverð. Athygli vakti að ein um-
sóknin í það minnsta var frá tveim
mönnum sameiginlega og einn annar
umsækjanda ætlar að hafa sér leik-
húsfræðing til halds og trausts.
í könnun sem fram fór meðal
starfsfólks Leikfélags Reykjavíkur
fyrir nokkru kom í ljós að enginn
umsækjenda nýtur fylgis meirihluta
þess. Það er þó aðalfundar félagsins
að velja leikhússtjóra en stjórn
éfni kvöldsins. Og enn var það Sin-
fóníuhljómsveit íslands sem hljóm-
aði úr útvarpinu þegar ég steðjaði af
stað til að hripa þessar linur. Það var
lítið um hó i gærkvöldi. -JR
Erfitt val um
leikhússtjóra
Dr. Livingstone,
býstégvið... ?
Dr. Livingstone, býst ég við . . .
Nei, það var ekki alveg þannig, en
herramennirnir tveir sem eru að heils-
ast á myndinni áttu svo sannarlega
ekki von á að hittast á íslandi á dög-
unum.
Þetta eru Kumar Pegera (til vinstri)
frá Indlandi, alheimsforseti JC-
hreyfingarinnar, og Lloyd Morgan
frá Nýja-Sjálandi, heimsforseti
Lionshreyfingarinnar.
Báðir voru hér til skrafs og ráða-
gerða við félaga hreyfinga sinna hér.
Þegar þeir fréttu hvor af öðrum þótti
ekki stætt á öðru en að þeir hittust.
Með þeim á myndinni eru Magnús
Gunnarsson (yzt til hægri), sem hefur
umsjón með erlendum samskiptum
JC á íslandi, og Bergþór Úlfarsson
(yzt til vinstri), fráfarandi landsfor-
seti JC.
- ÓV / DB-mynd Ragnar Th.
FÓLK
flcira ,
FOLK