Dagblaðið - 06.11.1979, Síða 23

Dagblaðið - 06.11.1979, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979. <§ Útvarp 23 Sjónvarp HEFNDIN GLEYMIR ENGUM - sjónvarp kl. 21,30: Hefnd fyrir elskuna —nýr f ranskur myndaf lokkur í sex þáttum Hefndin gleymir engum (Rendez- Vous En Noir) nefnist nýr franskur myndaflokkur í sex þáttum, sem hefur göngu sína í kvöld. Myndaflokkurinn er byggður á sögu eftir William Irish. Leikstjóri er Claude Grinberg. í fyrsta þætti segir frá ungum elskendum er hafa um nokkurt skeið hitzt á hverju kvöldi á ákveðnum stað. Eitt kvöldið er maðurinn kemur á stefnumótsstaðinn finnur hann elskuna sína látna. Lítur helzt út fyrir að flaska sem hent hafi verið úr flugvél hafi hitt • stúlkuna. Maðurinn er viti sínu fjær og hyggur á grimmilegar hefndir. Þættirnir munu síðan fjalla um hvernig honum gengur að fram- kvæma þær. Með aðalhlutverk í myndaflokkn- um fara Jean-Pierre Aumont, Christine Pascal og Daniel Auteuil. Þessi unga stúlka cr ein af aðalleikendum i nýja franska myndaflokknum. Hún Þýðandi er Ragna Ragnars. -ELA. heitir Muriel Catala. Flugvélarnar i byrjun aldarínnar voru flestar tvíþekjur, ákaflega fyrírferðarmiklar og komust stutt SAGA FLUGSINS—sjónvarp íkvöld kl. 20.35: DRAUMURINN UM AÐ FUÚGA Sjónvarpsdagskráin skiptir aldeilis um svip í kvöld, er tveir nýir framhaldsmyndaflokkar hefjast. Sá fyrri er um sögu flugsins og sá seinni um grimmilega hefnd. Kynningu á þeim þætti má sjá á öðrum stað á síðunni. Svo lengi sem menn hafa á annað borð haft eitthvert vit í kollinum hefur þá dreymt um að fljúga um loftin blá, rétt eins og fuglarnir. Lengi vel var draumurinn látinn nægja en þegar líða tók á siðustu öld tóku ævintýramenn sig til og ætluðu sér aldeilis að gera drauminn að veruleika. Lengi vel var talið að bezt væri að fljúga með því að búa til einhvers konar vængi sem festir væru á hand- leggi flugkappans, sem síðan blakaði þeim í gríð og erg. En eftir að margir höfðu slasazt á tilraunum í þessa átt og jafnvel látið lífið þótti sýnt að vöðvar mannsins væru ekki nógu sterkir til þess að bera uppi þunga lík- ama hans ásamt vængjunum. Þá var það að mönnum datt t hug að smíða sér einhvers konar farkosti sem flogið gætu með þá. Fyrstu flug- vélarnar komust reyndar ósköp stutt. Nokkra metra þegar bezt lét, aðrar fóru alls ekki á loft. Loftbelgir gáfust heldur ekki vel því þeir voru þyngri en loftið og héldust því ekki uppi. En smátt og smátt komust menn upp á lagið með að búa til loftbelgi og flugvélar sem gátu flogið. Wright bræðurnir bandarísku eru taldir hafa markað hvað dýpst spor á þessari braut. Jafnframt tóku loftbelgir örum framförum og skutust jafnvel á tíma- bili fram fyrir flugvélar í flughæfni. En Hindenburg slysið mikla varð endanlega til þess að stöðva þróun þeirra og allt hugvit flugsjúkra manna fór í flugvélar. Þátturinn í kvöld er hinn fyrsti af 6 um þessa flugsögu. Hann greinir frá upphafi flugsins og þróun þess fram til þess timaer Bleriots flaugyfir Ermarsund. Þættirnir eru alls 6 að tölu eins og áður sagði og rekja sögu flugsins fram til ársins 1960. Þýðandi þeirra og þulur er Þórður örn Sigurðsson. -DS. TÓNHORNK) - útvarp ídag kl. 16,35: TÓNUSHN SEM VERÐUR ÚT UNDAN Nýr stjórnandi byrjar í dag að sjá um Tónhornið i útvarpinu sem um leið hefur verið flutt af laugardags- eftirmiðdegi á þriðjudagssíðdegi. Nýi stjórnandinn heitir Sverrir Gauti Diego og verður með þáttinn hálfs- mánaðarlega. Guðrún Birna Hannesdóttir, sem séð hefur um þátt- inn, verður áfram, hina vikuna á móti Sverri. Er við slógum á þráðinn til Sverris sagði hann að Tónhornið yrði með svipuðu sniði og verið hefði. Þættin- ,um er fyrst og fremst ætlað að flytja tónlist við hæfi unglinga en samt ekki að vera viðbót við alla þá poppþætti, sem við þá kynslóð eru miðaðir. Ætl- unin er miklu frekar að flytja eitthvað af þeirri tónlist sem sjaldan er leikin í útvarpi, tónlist, sem hvorki er popp né þung, klassísk tónlist, til dæmis tónlist eins og sú sem oft er leikin kynningarlaust á milli út- varpsþátta. Sverrir Gauti Diego við prófarkalestur áVisi. DB-mynd R. Th. Sverrir Gauti Diego er kennari við Hólabrekkuskólann í Breiðholti eins og Guðrún Birna. Hann kennir tungumál og hún tónlist. Auk þess les Sverrir prófarkir fyrir dagblaðið Vísi á kvöldin og um helgar. -DS. Spencer Tracy I Gamia manninum og hafinu. Á HUÓDBERGI - útvarp kl. 23,00: Hákarlar mann- lífsins og fiskar einstaklinganna Leikarinn frægi Charlton Heston átt í um dagana. Hann getur ekki les í kvöld á Hljóðbergi seinni hluta landað fiskinum stóra upp í bát- sögunnar Gamli maðurinn og hafið kænuna og tekur á það ráð að draga eftir Ernest Hemingway. fiskinn á eftir sér í átt til lands. En Þessi fræga hugljúfa saga er ákaf- þegar hann kemur á land sér hann að lega vel flutt af manninum sem hákarlarnir hafa étið allt hold af margir hafa sagt um að aðeins ætti fiskinum. Með þessu er sýnt fram á ein svipbrigði til í fórum sínum. Ihversu lítils megnugur einstaklingur- Sagan segir frá gömlum manni, sem ‘inn í raun og veru er. Hákarlar mann- rær út á sjó. Hann er á litlum báti og lífsins eru þeim alltaf yfirsterkari. þegar hann verður fyrir því að | Kvikmynd var gerð árið 1957 eftir ;krækja í stóra fiskinn sem hann sögunni um Gamla manninn og hefur alltaf dreymt um að veiða hafið. Þá lék Spencer Tracy gamla lendir hann í mestu erfiðleikum. manninn og gerði það svo vel að orð Fiskurinn verður um leið tákn allra fór af. þeirrar baráttu sem maðurinn hefur -DS. Iðnkynning „Það er íslenzk iðnkynning í Ámunni, Grensás- vegi 13.” Næstu daga verða seld á kynningarverði bæði öl- gerðarefni og þrúgusafar, sérstaklega framleidd fyrir íslenzkar aðstæður. Komið og kynnizt hvers íslenzkur efnaiðnaður er megnugur. Við ábyrgj- umst gæðin. ÁMAN, GREIMSÁSVEGi 13, SÍMI84425.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.