Dagblaðið - 15.12.1979, Page 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1979.
3
ER ERLEND STÓRIDJA RAUN-
VERULEGA HAGSTÆÐ?
Guðmundur Árnason, Akureyri,
hringdi:
Karl Þórðarson, starfsmaður í
áburðarverksmiðjunni, skrifar bréf
sl. mánudag i Dagblaðinu. Þar
hvetur hann fast til aukinnar
erlendrar stóriðju. Hann ber við mun
lægri launum í áburðarverk-
smiðjunni en í álverinu í Straumsvik.
Telur hann að alþýða manna myndi
græða mikið á erlendri stóriðju.
Álverið í Straumsvík á því Iáni að
fagna að við, fólkið i landinu með
lága kaupið, greiðum fyrir þá raf-
magnsreikninga.
í öðru lagi á álverið í Straumsvík
móðurfyritíæki sem hefur aðsetur i
Sviss. Dóttirin hér heima getur rekið
sitt fyrirtæki með tapi á meðan
mamman mokar að sér ómældum
milljónum i Sviss. Ef nú áburðar-
verksmiðjan kæmist í slíka
hlunnindaaðstöðu mætti vel segja
mér, að hún gæti hækkað eitthvað
kaupið við Karl Þórðarson og aðra
starfsmenn þar.
Að endingu, það getur vel verið að
Raddir
lesenda
til sé einhver hópur manna, sem hafi
hagnað af erlendri stóriðju hér á
landi, en það munu vera allt aðrir en
alþýðumenn.
ÉG KAUPI...
DOK"
EN MAUÐ ER EKKISVO EINFALT!
A viðkvæmu skeiði vaxtar og þroska skiptir
gott andlegt fóður megin máli. Það þaif að vera
vel framreitt en jafnframt kjamgott og spennandi.
Þessa kosti sameina unglingabækumar frá IÐUNNI.
Því miður er árlega gefinn út fjöldi bóka
ærið misjafn að gæðum. Kynnið ykkur því vel efni
bóka áður en þið kaupið þær. Munið að hver er sínum
gjöfum líkur.
Ragnheiður Jónsdóttir:
DORA
Ragnheiður Jónsdóttir var einn fremsti
unglingasagnahöfundur á sinni tíð.
Hér kemur fyrsta sagan um Dóru á ný,
prýdd teikningum eftir Ragnheiði
Gestsdóttur. Þetta er lifandi og
skemmtileg saga frá Reykjavík á stríðs-
árunum sem allir hafa ánægju af.
„Hollur lestur (og)... rétt þjóðlífslýsing
frá horfiium tíma.“ (H.Kr./Tíminn'i
J.R.R. Tolkien:
GVENDUR BÓNDI Á SVÍNA-
FELXJ
Gamansamt ævintýri sem segir frá
viðureign Gvendar bónda við drekann
Chrystophylax. Sagan er bráðskemmti-
leg fyrii lesendur á öllum aldri. Hún er
prýdd ágætum teikningum eftir Pauline
Baynes. Ingibjörg Jónsdóttir þýddi.
[an Terlouw:
FÖÐURLEIT
Hörkuspennandi saga sem gerist í
Rússlandi. Pétur, íjórtán ára drengur,
fer af stað til að leita foður síns sem
færður hafði verið fangi til Síberíu.
Margt ber fyrir á þeirri leið. „Meistara-
leg saga sem heldur athygli þinni löngu
eftir að lestri er lokið. . . Höfundur er
afburða sögumaður.“ (S.H.G./Mbl.) -
Ámi Blandon og Guðbjörg Þórisdóttir
þýddu.
Cecil Bödker:
HLÉBARÐINN
Saga frá Afríku um hugrakka drenginn
Tíbesó sem leggur af stað til að vinna
bug á Hlébarðanum skelfilega sem
rænir bændur kálfum sínum. Á leiðinni
lendir hann í ótrúlegum mannraunum.
„. . . með skemmtilegri unglinga-
bókum. .. Vel gert verk sem sannarlega
á erindi til ungs, hugsandi fólks."
(S.H.G./Mbl.) - Margrét Jónsdóttir
þýddi.
Sven Wemström:
ÞRÆ.LARNIR
Fyrsti hluti sagnabálks fyrir unglinga
sem fjallar um líf fáttekra ungmenna í
stétt hinna undirokuðu. Þessi bók
spannar 11.-15. öldv Sven Wemström
þarf ekki að kynna. í fyrra gaf IÐUNN
út LEIKHÚSMORÐIÐ efitir hann
sem Þórarinn Eldjám þýddi eins og
Þrælana. Þýðingin fékk verðlaun
fræðsluráðs Reykjavíkur.
E.W. Hildick:
KÖITURINN SEM HVARF
Síamskötturinn Manhattan hverfur úr
vörslu enskrar fjölskyldu sem dvelst
um stundarsakir í New York.
Spennandi og bráðskemmtileg saga
jafiit fyrir stráka sem stelpur. „Fjörug
katta-leynilögreglusaga. Kattavinir og
þeir sem hafa gaman af dularfullum
atburðum verða ekki fyrir vonbrigð-
um.“ (Library Joumal) - Andrés
Kristjánsson þýddi.
Bræðraborgarstíg 16 Stmi 12923 og 19156
Gunnel Beckman:
VORIÐ ÞEGAR MEST GEKK Á Evi Bogenæs:
KITTA
Sjálfstætt framhald bókarinnar ÞRJÁR
VIKUR FRAM YFIR. Segir frá vorinu
þegar Maja varð átján ára og henni
skildist svo margt sem hún hafði ekki
áður gert sér ljóst. . . Þetta stórfenglega
vor þegar mest gekk á... þetta skemmti-
lega sorglega annríkisvor. Geðþekk
vekjandi bók. Jóhanna Sveinsdóttir
þýddi.
Æ.VTNTÝRABÆKUR
Ævintýrabækur ENID BLYTON nutu
einstæðra vinsælda á sjötta áramgnum.
Hver man ekki eftir Ónnu, Jonna, Dísu
og Finni, að ógleymdum páfagauknum
Kíkí? Nú er hafm endurútgáfa þessara
bóka og ÆVINTÝRAEYJAN og
ÆVINTÝRAHÖLLIN komnar út
aftur, prýddar myndum. Sigríður
Thorlarius þýddi.
Þetta er sjálfstætt framhald sögunnar
DRAUMAHEIMUR KITTU. Kitta
og Sveinn koma til borgarinnar ný-
trúlofuð og hamingjusöm. En skyndi-
lega skýtur Ida upp kollinum og fer að
gefa Sveini undir fótinn. Samband
Kitm og Sveins er stefnt í hæmi.. . Evi
Bogenæs er meðal virtusm unglinga-
sagnahöfunda í Noregi. - Andrés [
Kristjánsson þýddi þessa sögu. /;
Spurning
dagsins
Hvað ætlarðu
að gera í
jólafríinu?
GuAjón GuAmundsson: Eg æila að
reyna að fá mér vinnu um jólin.
SigurAur Ragnarsson: Ég ætla að siija
heima og slappa af.
Ma Þórir Svriaaaon: Slappa af heima.
Hallur Ingólfuon: Það veil ég ekki, ég
fer kannski i bió.
GuAmundur SigurAsson: Eg fer I bió,
annars veii ég ekki hvaðég geri.
I.ilja Magnúsdóltir: Ég fer á Ciróllu-
ball, svo mikið er visl!