Dagblaðið - 15.12.1979, Side 29
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1979.
29
\
Vía, sem ekki vildi hoppa.
Höfundur: Ann-Marí Lagercrantz.
Myndskreyting: Ann-Marí Lagercrantz.
' Þýöandi: Solveig Thorarensen.
Fjölvaútgáfan 1979.
Litla kisan Pbl
Höfundur: Buchi Emacheta.
Myndskreyting: T. Joseph.
Þýðandi: Þórunn Etfa Bjömsson.
Útg.: Hagprent h.f. 1979.
Vía fullvaxin langvía og verpir sínu
eggi.
Fallegar
myndir
Það er fljótt farið yfir sögu og ég
varð fyrir dálitlum vonbrigðum með
söguþráðinn. Það er svona þegar
heimtufrekjan er að gera út af við
mann. En sökin er mín.
Ég byrjaði nefnilega á því að
skoða myndirnar sem eru stórar,
fallegar og þar að auki í lit. Svo las ég
innan á bókarkápunni það sem
þýðandinn, Solveig Thorarensen,
skrifar um langvíur.
Frásögn Solveigar um langvíur,
Bók
menntir
ValdísÓskarsdóttir
Þegar Vía langvíuungi er fjögra
vikna á hún að hoppa af syllunni sem
hún hefur kúrt á síðan hún kom úr
egginu og niður í grængolandi
hyldýpið. En Vía neitar: Ég vil ekki
hoppa. Ég vil bara fljúga.
Að lokum er Vía eini unginn sem
enn er á syllunni og þó svo að foreldr-
ar hennar séu hættir að færa henni
mat þá þrjóskast hún við að hoppa:
Það er of kalt í sjónum, segir Vía
og eitt kvöld í fullu tungi klifrar hún
upp á efsta hamarinn og dansar.
Svartbakur sent er á sveimi fyrir ofan
Víu, grípur hana í gogginn og hefur
sig til flugs. En hann missir takið og
Vía steypist í sjóinn. Vía er komin í
paradís fuglanna en þar fyrirfinnast
einnig höggormar í líki laxaneta og
olíu. Vía er oft hætt komin en hún
spjarar sig blessunin og í bókarlok er
lifnaðarhætti þeirra, umhverfi og
hættur þær sem að þeim steðja af
mannavöldum er virkilega vel skrifuð
og fróðleg án þess nokkurn tíma að
bera keim af kennslubókarefni. Ogef
ég á að vera alveg hreinskilin, þá
fannst mér meira gaman að skrifum
Solveigar en sögu Ann-Marí.
Þá eru myndirnar í bókinni
fjölmargar og líklegast þekja þær
stærri flöt en skrifað mál, svo réttast
væri að tala um þessa bók sem
myndabók og textinn notaður til
uppfyllingar. Sem slík er hún ágæt en
ég hef þann grun að Solveig eigi
stóran þátt í því að gera þó það úr
sögukorninu um Víu að bókin
stendur upp úr flatneskju mynda-
bókatexta.
Full af lífi
og fjöri
Svo er það sagan af litlu kisunni
Písl sem vistast hjá sex manna
fjölskyldu. Það er June, II ára, sem
segir okkur söguna, en auk
hennareruá heimilinu manmm, -eir
hávaðasamir bræður hennar, cvær
systur og frænka hennar frá Nígeríu
sem er i heimsókn um stundarsakir.
Bókin er skemmtileg, það verður
ekki af henni skafið. Full af lífi og
fjöri þó svo engir stóratburðir gerist
en það þarf ekki alltaf stóratburði til
að skrifa góðar og skemmlilegar
bækur. Það sannast á litlu kisunni
Písl því þar tekst höfundi að ná frani
lifandi frásögn úr lífi venjulegrar
fjölskyldu. Fjöldinn allur af
myndum, og það góðum rnyndum,
eru i bókinni. Þær falla vel að
textanum og auka innsýn i söguna.
VÓ.
,,Ó, er ekki
tilveran dásamleg
ICÍLANO
loLLP-'
^TjjÓRNÍH
Sigmund þarf ekki nema nokkur strik til að taka af
skarið um það sem menn vi/du sagt hafa. Slík eldsnögg
viðbrögð hugar og handar eru náðargáfa.
Við höfum skopmyndir hans fyrir augunum daglega, og
mannlífið er stórum fátœklegra þá sárafáu daga, þegar
engin mynd birtist eftir Sigmund. Stíll hans er ákaflega
persónulegur og sérstœður, og tilfyndnin með eindœmum.
Það er því mikill fengur að þeirri bók, sem nú kemur
fyrir almannasjónir með ýmislegt af því besta sem
Sigmund hefur teiknað.
Meðal annars er í bókinni úrval mynda Sigmund úr
landhelgisstríðum íslendinga.
Erfitt aö vera þorskur 1 dag
PRE1MTHUSIÐ