Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. Mæðrastyrksnefnd hjálpar mörgu fólki að vera réttu megin við mörk hungurs og klæðleysis: „ERFIÐLEIKAR Á DRYKKJU- HEIMILUM ERU ÁBERANDI” -------------segir Guðlaug Runólfsdóttir-------- „Ég hef unnið hér í ein fimm ár. Það er áberandi meiri þörf hjá vissum þjóðfélagshóp fyrir aðstoð en áður,” sagði Guðlaug Runólfsdóttir, starfsmaður Mæðrastyrksnefndar, við Dagblaðið. Mæðrastyrksnefnd hefur aðsetur að Njálsgötu 3. Þangað leitar fólk sem af ýmsum orsökum á erfitt með að fæða sig og klæða á fullnægjandi hátt. Þrált fyrir yfirborðsvelferðar- svipinn á þjóðfélaginu okkar er til fjöldi fólks sem býr við þröngan kost og fátækt. í hópi þess fólks sem leitar eftir aðstoð Mæðrastyrksnefndar eru einstæðar mæður, gamlar konur og veikar, fólk frá heimilum sem eru i upplausn vegna Bakkusar konungs, öryrkjar og fleiri. „Erfiðleikar á drykkjuheimilum eru áberandi. Og margt fólk sem jiarf á rándýrum lyfjum að halda sér ekki fram úr þvi að nota þau vegna kostnaðarins,” sagði Guðlaug. „Við söfnum fötum og peningum til úthlutunar. í þetta sinn sendum við söfnunarlista í 279 fyrirtæki og nú hafa innan við 100 listar borizt okkur aftur. Vegna seinagangsins við að skila okkur listunum, höfum við ekki átt fyrir því sem við erum búin að lofa. Ég vil endilega koma því á framfæri að menn bregði við og geri okkur skil.” Á síðasta ári nutu 265 einstaklingar og heimili aðstoðar Mæðrastyrks- nefndar. Ómögulegt er að segja hver fjöldinn verður núna, en starfsmenn nefndarinnar segja að mjög margt nýtt fólk hafi leitað aðstoðar að þessu sinni. Mæðrastyrksnefnd hefur lifað í hálfa öld. Hún var stofnuð á sínum tíma til aðstoðar ekkjum sem áttu um sárt að binda vegna mikilla sjóskaða árið 1928. Síðan þá hefur nefndin áorkað miklu og hjálpað mörgu fólki að vera réttu megin við mörk hungurs og klæðleysis. „Við rekum hér lögfræðiþjónustu kl. 10—12 á mánudagsmorgnum. Þar geta konur fengið ókeypis lögfræði- þjónustu og ýmsar leiðbeiningar. Það er allt mögulegt sem konum liggur á hjarta við lögfræðinginn. Oft er það í sambandi við hjónaskilnaði, annars er allt mögulegt sem um þarf að tala við lögfróðan mann,” sagði Guðlaug Runólfsdóttir. -ARH. 4C Guðlaug Runólfsdóltir, starfsmaður Mæðrastyrksnefndar, var ekki við- látin í augnablikinu þegar Bjarnleifur Ijósmyndari leit við á Njálsgötu 3 til að smella af mynd í húsakynnum nefndarinnar. Þar voru hins vegar staddar Aldís Benediktsdóttir, for- maður Mæðrastyrksnefndar, t.h. og Jóhanna Stefánsdóttir, varafor- maður. Byggjum betra bú með Black & Decker B/acka Decker H720H höggborvélinni, hinni nýju endurbættu borvél níunda áratugs aldarinnar. ★ Hún hefur meira afl tif aö knýja aukatækin. ★ Vinnur létt á steinsteypu meö sterkum höggum. ★ Nýja lagið hentar betur. ★ 2ja hraða gírkassi gefur meiri möguleika. ★ Stærri mótor, 400w, gefur betri endingu. ★ Nákvæm við borun bæði í stál, málm og timbur. ★ Þetta er ekki bara borvél heldur tæki fyrir alhliða föndur og smíði heimilisins. ★ Þessi framúrskarandi vél er auðvitað frá ff/acks ffecker, Heimsins stærsti framleiðandi rafmagnshandverkfæra. G. Þorsteinsson & Johnson hf. ÁRMÚLA 1 - SÍMI 85533 Sölustofnun lagmetis: Seldi sfld til Banda- ríkjanna fyrir 450 m. Fyrir skömmu var undirritaður Samningurinn var gerður með milli- samningur um sölu til Bandaríkjanna á göngu dótturfyrirtækis Sölustofnunar- léttreyktum síldarflökum. Eru heildar- innar í Bandaríkjunum, lceland Waters verðmæti þeirra 450 milljónir króna. Industries. Standa vonir til að um Það er Sölustofnun lagmetisins sem er frekari sölu geti orðið að ræða í Banda- seljandi að vörunni en Norðurstjarnan ríkjunum og að takast megi að selja h.f. í Hafnarfirði framleiðandi. Kaup- u.þ.b. fyrir 800 milljónir á næsta ári. andi er fyrirtækið Christian Bjelland Sölustofnunin hefur einnig hug á að og mun varan vera seld með vörumerki varan verði seld undir eigin vörumerki. þess i Bandaríkjunum. ' -ELA. Á kassettunum fjórum eru alls sautján œvintýri. Þar á meðal er sagan af Harts klaufa. Það er Heiðdís Norðfjörð, sem les œvintýrin. Ævintýri And- ersens á fjór- umkassettum Fyrirtækið Mifa-tónbönd á Akureyri gefur út úrval af ævintýrum danska skáldsins H.C. Andersen á fjórum kassettum. Alls eru ævintýrin sautján, þeirra á meðal Litla stúlkan með eld- spýturnar, Eldfærin, Ljóti andarung- inn, Hans klaufi og Nýju fötin keisar- ans. Sögumaður á kassettum þessum er Heiðdís Norðfjörð. Hún hefur tals- vert fengizt við upplestur og las meðal annars ævintýri eftir Kristján frá Djúpalæk i Morgunstund barnanna fyrr á þessu ári. Mifa-tónbönd hafa til þessa einungis sent frá sér óáteknar kass- ettur. Þá er fyrirtækið hið eina hér á landi, sem framleiðir kassettur fyrir íslenzku hljómplötufyrirtækin. Hver ævintýrakassetta um sig kostar 3.500 krónur. -ÁT.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.