Dagblaðið - 20.12.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979.
9
Stjómir, nefndir og ráð ríkisins áríð 1978 tóku 300 milljónir í laun:
123 ÞÚSUND KR. Á MANN
AD MEDALTALI í 481NEFND
I stjórnum, nefndum og ráðum
ríkisins sátu 2.449 menn árið 1978,
samkvæmt því sem fram kemur í ný-
útkominni skýrslu sem Fjárlaga- og
hagsýslustofnun hefur gefið út.
Þessir menn sátu í 481 nefnd
samtals og höfðu að meðaltali í
jróknun kr. 123 þúsund hver maður,
eða samtals rúmlega 301 milljón
króna.
Eins og áður hefur fjöldi nefnda
verið mjög misjafn eftir ráðuneytum
og málaflokkum. Menntamálaráðu-
neytið er nefndaflest eins og oftast
áður. Þar voru starfandi 135 nefndir
á árinu. Hafði hver þeirra um 59
þúsund krónur í þóknun. Samtals í þ
óknun til nefnda greiddi það ráðu-
neytikr. 40.578.372.00.
Hæsta þóknun að meðaltali fengu
nefndarmenn í nefndum Fjármála-
ráðuneytisins eða kr. 265 þúsund á
mann. Næst að meðaltali kemur
Sjávarútvegsráðuneytið með kr. 211
þúsund á mann. í 3. sæti að þessu
leyti er Viðskiptaráðuneytið með 208
þúsund krónur að meðaltali á mann.
Auk þóknunar til nefndarmanna er
svo annar kostnaður vegna nefndar-
starfa. Er hann æði mismunandi og
af ýmsum ástæðum. Hlutfallslega
hæstur er kostnaður vegna nefndar-
starfa Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins, rúmlega kr. 15
milljónir.
Einar Sverrisson deildarstjóri
hefurannast samantekt skýrslunnar.
Sagði hann í viðtali við DB, að
útkoma skýrslunnar hefði yfirleitt'
verið í tengslum við fjárlagagerð. Af
ýmsum ástæðum kæmi hún nú tals-
vert siðar út en áður.
Nánari sundurliðun má lesa t eftir-
farandi yfirliti:
Heildarfjöldi Heildarfjöldi Nefndaþóknun Meðaltal
nefnda 1978 nefndar- kr. þóknunar
Forsætisráðuneytið 19 manna 109 7.954.937 á mann 73.000
Menntamálaráðuneytið 135 681 40.578.372 59.000
Utanrikisráðuneytið 12 42 5.768.820 137.000
Landbúnaðarráðuneytið 30 142 17.159.736 121.000
Sjávarútvegsráðuneytið 22 152 32.122.211 211.000
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 50 245 25.739.801 105.000
Félagsmálaráðuneytið 19 105 16.293.902 155.000
Heilbr. og tryggingamálaráðun. 58 285 37.496.602 132.000
Fjármálaráðuneytið 33 166 43.947.676 265.000
Samgönguráðuneytið 24 123 12.503.089 102.000
Iðnaðarráðuneytið 57 283 38.916.640 138.000
Viðskiptaráðuneytið 15 83 17.296.754 208.000
Hagstofa Íslands 1 4 754.977 189.000
Fjármálaráðun., fjárl. -og hagsýslustofnun 6 29 4.753.282 164.000
Samtals 481 2.449 301.286.799 123.000
Boney M með málverkið af Karli Bretaprinsi og Önnu systur hans.
Það verður selt hœstbjóðanda á skemmtun á gamlárskvöld, sem
haldin er tilstyrktar ári barnsins.
Boney M styrk-
ir ár bamsins
Börn eru ofarlega í hugum liðsfólks
Boney M þessa dagana, — kannski
fyrst og fremst vegna þess að aðalsöng-
kona flokksins, Liz Mitchell, er sögð
eiga von á sér á næstunni.
Á gamlárskvöld verður Boney M
aðalskemmtikrafturinn á Inter-Contin-
ental hótelinu í London. Þar fer fram
mikil og fín skemmtun til styrktar ári
barnsins. Allur hagnaður skemmtunar-
innar rennur til Sameinuðu þjóðanna.
Á henni verður einnig boðið upp mál-
verk af Karli Bretaprinsi og Önnu
systur hans á barnsaldri.
Frumvarp um f járhagsáætlun
Reykjavíkurborgar:
Enn mikil hækkun
fasteignagjalda
Borgarstjórnarmeirihlutinn
reiknar með 69,8 prósent aukningu
tekna borgarinnar af fasteignagjöld-
um á næsta ári.Nú eiga að koma inn
um 5,7 milljarðar af þessum gjöldum
en i áætlun fyrir yfirstandandi ár var
reiknað með tæpum 3,4 milljörðum.
Eins og borgarbúar þekkja, hækk-
uðu fasteignagjölc^n gífurlega á
þessu ári í samræmi við fjárhagsáætl-
un. í áætlun fyrir næsta ár er reiknað
með, að hinir háu álagningar-
„stuðlar” haldist óbreyttir. Þeir
leggjast á fasteignamatið, sem
hækkar um 55 prósent á lóðum og at-
vinnuhúsnæði og um 60 prósent á
ibúðarhúsnæði.
Samkvætpt frumvarpi borgar-
stjórnarmeirihlutans hækka niður-
stöðutölur fjárhagsáætlunar um 50
prósent, úr um 24 milljörðum í 36,9
milljarða.
Áætlun um útsvör er miðuð við,
að tekjur manna hafi vaxið um 43
prósent á milli ára. Reiknað #r með,
að útsvörin verði 11 prósent af
brúttótekjum, eins og menn hafa
lengi vanizt í borginni.
Útsvör á næsta ári eru talin munu
gefa borgarsjóði 18,3 milljarða.
Dregin eru frá 6 prósent fyrir van-
höldum, eða 1099 milljónir.
í ár reyndust álögð útsvör samtals
um 12,8 milljarðar.
-HH.
AF-
SLÁTTUR
SS SUPERMARKAÐUR
GLÆSIBÆ
SS VIÐ HLEMM
SS SÚPERMARKAÐUR
AUSTURVERI
| t dkl J r ■■ I
n _ í....— * -