Dagblaðið - 20.12.1979, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐiÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979.
1—1
Lærdóm má draga af flugslysunum á Mosfellsheiöi:
Fjarskiptin í molum
—sambandslaust var
við lækna á slysstaö
„Það verður varl annað sagl en að
rikjandi hafi verið hin mesta kaos og
stjórnleysi í sambandi við flugslysið á
Mosfellsheiði,” sagði Rögnvaldur
Þorleifsson læknir á slysadeild
Borgarspítalans. „Fjarskiptasam-
bandið virtist í algeru lágmarki og
ómögulegt virtist tæknilega séð að
hafa samband við lækna á slysstað.”
„Upplýsingaskortur eða rangar
upplýsingar leiddu til þess að boð var
látið ganga út um alvarlegt hópslys.
Feiknamikill viðbúnaður var á
mörgum spítölum, m.a. fullmann-
aðar skurðstofur sem síðan reyndist
lítil sem engin þörf fyrir. Samt var
alltaf vitað að sjö fóru í þyrlunni og
þrjá vantaði úr fyrra slysinu. Fyrstu
fréttir gáfu því rangar upplýsingar og
þær sem síðar bárust voru rangar
hvað tíma snerti og fjölda sjúkl-
inga.”
Rögnvaldur var á þeirri skoðun að
fjarskiptakerfi i molum hefði sjálf-
sagt stuðlað að því að stjórn mála á
báðum endum var í molum. Hann
taldi að lög væri til um starf
almannavarnanefnda og kvaðst telja
að kerfið hefði tæpast virkað sam-
kvæmt þeim lögum í fyrrakvöld.
Sjónarvottar á slysstað sáu og
fylgdust með að læknar á staðnum
fengu lítt um það ráðið hvernig hlúð
var að fólki. Þar voru ýmsir sem
virtust vita betur.
Rögnvaldur taldið að læknum á
slysstað hefði aldrei gefizt kostur á að
stjórna meðferð sjúklinga. Hinum
ýmsu og sundurlausu björgunaraðil-
um virtist þar mest í mun að ná ein-
hverju af kökunni og sýna að þeir
gætu nú gert þetta. Sumir þar virtust
til þess eins komnir að sýna sig. Skila-
boð sem læknar á slysstað hefðu
reynt að senda til lækna í í Reykjavík
Ótal björgunarsveitir eiga vel búna bíla og hafa jjölmennar sveitir
sem eru tilbúnar ú vettvang með litlum fyrirvara hvenœr sem er.
En talstöðvarsamband hafa þeir ekki nema takmurkað, aðeins
hvorir við aðra, en geta t.d. ekki sent sjúkrahúsum upplýsingar
eða fengið leiðbeiningar frú þeim. DB-mynd Hörður.
hefðu aldrei borizt um fjarskiptin.
Á hinum endanum, eða í Rvík,
hefði svo virzt að einhver dularfullur
andi stjórnaði því til hvaða spítala
hver sjúklingur skyldi sendur. Hver
þar hefði stjórnað kvað Rögnvaldur
sér ekki ljóst.
-A.St.
TVO FJARSKIPTAKERFIINOTKUN
án sambands hvort við annað
,,Að okkar dómi vantar hér á
landi miðstjórn fjarskiptaþjónustu í
hjálpar- og öryggisþjónustu,”
sagði Guðjón Petersen hjá Almanna-
vörnum.
„Björgunarsveitirnar allar notast
við HF fjarskiptakerfi, en hjálpar-
sveit skáta, flugmálastjórn, slökkvi-
lið og lögreglan við VHF kerfi. Milli
þessara kerfa er sambandslaust.”
Guðjón sagði að þessivandi yrði
ekki leystur nema með VHF-kerfi,
það væri i uppbyggingu á SV-landi en
uppbyggingin gengi hægt, því fé
skorti.
„Ef Almannavarnir hefðu þegar í
upphafi verið látnar vita um slysið
var vel hugsanlegt að koma upp
VHF stöð á slysstað. Slíkt tekur ekki
lengri tíma en að senda bíl upp eftir.
Stöðvarnar eru til á lager hjá
Almannavörnum. Með því hefði
fengizt beint samband milli
Almannavarna, allra lögreglustöðva
og Borgarspítalans,” sagði Guðjón.
HF-kerfi Al-
mannavarna bilað
Guðjón gat þess að slík stöð hefði í
skyndi verið sett upp er hópslys-
æfingin fór fram á Keflavíkurvelli og
það reynzt vel m.a. með beinu sam-
bandi við Borgarspítalann.
Guðjón sagði að i fyrrakvöld hefði
HF-kerfi Almannavarna reynzt
bilað. Hægt var að hlusta en ekki
senda út. Það var því aldrei hægt að
senda boð til björgunarsveitabíla sem
aðeins hafa HF kerfið.
Guðjón taldi, að þegar HF kerfi
væri notað yrði að velja þá móður-
stöð sem bezt heyrðist á slysstað, og
þegar búið væri að finna það út ætti
að loka öðrum. í fyrrakvöld kom
móðurstöð sem bezt heyrðist á slys-
stað, og þegar búið væri að finna það
út ætti að loka öðrum. í fyrrakvöld
kom móðurstöð í Gróubúð bezt út.
Hefði þá átt að loka stöðvum í
Skerjafirði og Ármúla. Það var ekki
gert, og hafði í för með sér samslátt,
og mjög illt samband með tilheyrandi
seinkunum á að koma skilaboðum
milli manna.
Guðjón sagði að þó koma mætti á
bráðabirgðasambandi með lausum
stöðvum skorti mikið á öryggi í fjar-
skiptaþjónustu í neyðartilfellum. í
þeim efnum vildi Almannavarnarráð
koma upp móðurstöðvum á öllum
lögreglustöðvum og síðan endur-
varpsstöðvum til að tengja þær
saman. Fyrir- 2 árum var gerð
kostnaðaráætlun fyrir slíkt kerfi.
Niðurstaðan var þá um 25 milljónir
króna.
Guðjón kvað fjarskiptasambandið
ætíð þann lið hverrar æfingar sem
reynsla sýndi i hverju slysi, að væri
nokkurt vandamál. Svo hefði og
verið nú.
-A.St.
Almannavamir og Borgarspítali ekki á einu máli um það
hvar slasaða fólkið skyldi hafna:
„Wldum nota þá spít-
ala sem voru viðbúnir'
Atli Rúnar
Halldórsson
f — segir Guðjón
Petersen
„Slysið á Mosfellsheiði bar
óvenjulega að með tilliti til hópslysa-
áætlana. Samkvæmt skilgreiningu
jaðraði þetta við að vera hópslys, það
er, eftir að þyrlan fórst. Við höfðum
engin afskipti af fyrra slysinu eins og
eðlilegt var, en komuni af sérstökum
áslæðum inn i myndina eftir síðara
slysið,” sagði Guðjón Petersen fram-
kvæmdastjóri Almannavarna.
Borgarspítalinn var með neyðar-
va!<t þegar slysin á Mosfellsheiði áttu
sér stað. Starfslið þar bjó sig undir að
taka við öllu slösuðu fólki af heið-
inni, eins og ummæli eins læknis
spítalans í viðtali hér í opnunni gefa
vísbendingu um. Yfirmenn á Borgar-
spitala munu þó að sögn Guðjóns
hafa beðið Landspítalann um að
vera i viðbragðsstöðu til öryggis.
Landspitalamenn höfðu samband
við lögreglu og Almannavarnir og
leituðu eftir staðfestingu á sinum
þætti. Var þá tekin ákvörðun um það
að opna stjórnstöð Almannavarna.
Almannavarnir höfðu fljótlega sam-
band við Landakotsspítala og báðu
um að sá spítali yrði einnig i
bakhöndinni. Á níunda tímanum um
kvöldið bárust tilkynningar frá
Landspítala og Landakoti um að
skurðstofur beggja spitala væru
reiðubúnar til að taka við slösuðu
fólki til meðferðar.
„Um átta leytið bárust fréttir um
að átta manns væru mikið slasaöir.
Þá tóku Almannavarnir ákvörðun
um að dreifa þeim á alla spitalana
vegna þess að allir voru viðbúnir,”
sagðiGuðjón.
Undirritaður blaðamaður fór til
Reykjavikur af slysstað í einum
Björgunarmenn hlynna að slösuðu fólki við þyrluflakið ú Mosfettsheiði. Flakið í baksýn, til vinstri ú
myndinni er björgunarbútur úr þyrlunni sem blést upp við brotlendinguna. DB-mynd: Hörður.
sjúkrabílanna. í bílnum voru
íslenzku læknarnir tveir sem voru í
þyrlunni, Ólafur Kjartansson og
Magnús Guðmundsson. Athygli
vakti að lengi vel virtist alls ekki á
hreinu hvert aka ætti hinum slösuðu
þegar til borgarinnar kæmi. BUstjór-
inn fékk skilaboð um að fara á
Landspítalann. Skömmu síðar
komu önnur skilaboð og í það skiptið
um að hann skyldi fara á Borgar-
spítalann. Síðan komu einar fimm
tilkynningar með stuttu millibili um
að hann ætti að fara á Borgarspítal-
ann. Virtist liggja í loftinu að annað
hvort væru Almannavarnir og
Borgarspítalinn ekki sammála um
hver ákvörðunarstaður sjúklinganna
skyldi vera, eða að misskilningur
væri á ferðinni. Guðjón Petersen
staðfesti að þarna á milli hefði orðið
dálítill núningur, þvi miður.
Almannavarnir breyttu ekki fyrri
áætlun og létu aka fáeinum slösuðum
á_ Landspítalann. Borgarspítalinn
tók við flestum, „enda skildist okkur
að þeir væru mjög vel búnir undir
það,” sagði Guðjón.
Ekki miðstýring
frá Reykjavík
Skipulag björgunarstarfsins var
talsvert til umræðu á þriðjudags-
kvöldið og í gær. Sýndist sitt hverjum
eins og oft vill verða. Eitt af því sem
menn velta fyrir sér er það, hvort
staðreyndin sé t.d. sú að skipulagning
geti verið erfiðleikum bundin vegna
þess að henni sé miðstýrt frá Reykja-
vík.
Þessi spurning var borin undir
Guðjón Petersen. Hann svaraði neit-
andi og benti á að lögregluyfirvöld í
hverju umdæmi hafi ævinlega yfir-
umsjón með öllu starfi. í reynd væri
það þó þannig aö björgunarsveita-
menn réðu ferðinni mjög mikið í
krafti reynslu sinnar og þekkingar,
eins og var á Mosfellsheiði í fyrra
slysinu.
Hvaða völd hafa þá læknar á slys-
stað?
„Það er vafasamt dæmi að skil-
greina. Læknasveit er send til að for-
gangsraða slösuðum og ákveða um
hvert á að flytja þá. Ef við hefðum
fengið ákveðin tilmæli læknanna á
slysstaðnum um að allir slasaðir á
Mosfellsheiði skyldu fluttir á t.d.
Borgarspítala, þá býst ég fastlega við
að það hefði verið gert,” sagði
Guðjón Petersen.
-ARH.