Dagblaðið - 20.12.1979, Side 14

Dagblaðið - 20.12.1979, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. FramkvrnndMtjórÍ: Svelnn W. Eyjólfsson. Rltstjóri: /ónM Kristjánsson. RHstjómarfuKtrúl: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Valdknarsson. Skrtfstofustjóri ritstjómar: Jóhannas Rsykdal. (þróttir: HaBur Sfmonarson. Msnnlng: Aðalstslnn Ingótfsson. Aðotoöarfréttastjórl: JónM Haraldsson. Handrit: Asgrimur Pálsson. Blaöamsnn: Anna BJamason, Asgair Tómasson, Atti Rúnar HaBdórsson, AtH Stalnarsson, Bragi Slg- urðsson, Dóra Stafánsdóttk, Elki Abartsdóttlr, Gissur Slgurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Siguröur Svsrrisson. Hönnun: HBn*v Karisson. Ljósmyndir: Aml PáH Jóhannsson, Bjamlalfur Bjamlatfsson, Httrður VHhjálmsson, Ragoar Th. 'Sig- urðsson, Svainn Þormóðeson. * | Skrifstofustjóri: ólafur Eyjótfsson. Gjaldkari: Þráinn Þoriatfsson. Sttkistjóri: Ingvar Sveinsson. Qratfing- arstjóri: Már E. M. Haádórsson, Týnda stéttin Þorri íslendinga er vel stæður. Mikill meirihluti fjölskyldna á íbúð og bíl og leyfir sér ýmsan munað umfram nauðþurftir, svo sem ferðir til sólar- stranda, aðra afþreyingu eða þátttöku í menningarstarfi. Margt af þessu fólki er stundum eða alltaf í kröggum. En það er ekki vegna fátæktar, heldur vegna of mikils hraða í fjárfestingu í bil, íbúð eða munaði. Fjárskortur hindrar ekki þetta fólk í að horfa með bjartsýni til framtíðar. Þjóðin er mjög vel sett, að þessi öfluga miðstétt skuli vera alls ráðandi og að eiginleg auðstétt í erlendum stíl skuli tæpast vera til. Allur þorri þjóðarinnar er sjálfbjarga fólk með þeirri reisn, sem slíku fylgir. Aðgangur íslendinga að þessari vel stæðu miðstétt er hins vegar ekki sjálfvirkur. Fólk verður að fylla ákveðin skilyrði til að öðlast þátttöku í nútímanum og í vonum um bjartari framtíð. Um nokkrar leiðir er að velja. Einn hópurinn er hátekjufólk vegna ábyrgðar, menntunar eða aðstöðu. Annar hópurinn er fólk með ríflega möguleika á uppmælingu eða aukavinnu. Þriðji hópurinn er fólk, þar sem eiginmaður og -kona vinna bæði úti. Lífsstill nútímans á íslandi krefst þess, að fólk fylli einhvern þessara þriggja flokka. Og það gerir raunar mikill meirihluti þjóðarinnar. Einmitt þess vegna vill oft gleymast sá hluti hennar, sem á engan þessara aðgöngumiða. Veikt tryggingakerfi veldur því, að nokkur hópur fólks hefur ekki aðgang. Það er sumt eftirlaunafólk og lífeyrisþegar, aðrir en opinberir starfsmenn, svo og sumir öryrkjar, einstæðar mæður og fjölskyldur of- drykkjumanna. Annar hópur manna, sumpart sama fólkið, hefur ekki aðgöngumiða vegna hinna lágu launataxta á mörgum sviðum þjóðlífsins, einkum í þjónustu, verzlun og iðnaði. Lágmarkslaun eru hreinlega of lág hér í hátekjuþjóðfélaginu. Láglaunafólk getur lifað miðstéttarlífi, ef það hefur góða möguleika á aukavinnu eða ef hjón vinna bæði úti. Tekjukerfi þjóðfélagsins byggist raunar á því, að einhvern veginn hafi hver fjölskylda að minnsta kosti hálfar aðrar launatekjur. Sumt fólk á efri árum hefur ekki heilsu til auka- vinnu fyrir aðgöngumiða. Annað fólk er í flokki einstæðra foreldra, sem bara hafa einfaldar tekjur, þurfa að sjá um heimili og geta því ekki stundað auka- vinnu. Tryggingakerfið, Mæðrastyrksnefnd, Félagsmála- stofnanir og fleiri aðilar reyna að hjálpa fólki, sem er utanveltu í nútíma íslands. En þetta starf nýtur ekki nægilegs stuðnings hins fjölmenna meirihluta vel- sældarfólks. Utangarðsfólkið er ekki eins áberandi í þjóðfélaginu og á kreppuárunum fyrir heimsstyrjöldina. Menn lesa frásögn Sigurðar A. Magnússonar um ævi barna undir kalstjörnu, en taka ekki eftir slíku ástandi nú. Staðreyndin er sú, að undirstéttin í þjóðfélaginu er orðin svo fámenn, að hún hefur týnzt í hugum fólks. Mern sjá hana ekki í nágrenni sínu og halda, að hún sé ekki til. Þetta athugunarleysi dregur úr mætti gagnaðgerða. Enn eru börn að alast upp í húsnæði, sem ekki er heilsufarslega sómasamlegt. Enn eru börn að alast upp við fæði, sem ekki veitir nægan þroska. Og enn eru börn að alast upp við fjárskort, sem skipar þeim á óæðri bekk. Ef við vildum sjá þessar staðreyndir islenzks þjóðfélags, gætum við bætt verulega úr skák, einmitt af því að týnda stéttin er svo fámenn og velsældarstétt- in fjölmenn. Þýzk fyrirtæki og þrælahald átímum styrjaldarinnar I.G. Farben, Krupp, Telefunken, AEG, Siemens og fleiri hafa færst undan að greiða Gyðingum skaðabætur í áratugi * .............■■■. > í þeim miklu umræðum sem átt hafa sér stað að undanförnu um Gyðingaofsóknir nasista í síðari heimsstyrjöld í framhaldi af sjón- varpsþættinum Holocaust, þá hefur lítið komið fram um þátt þýskraiðn- fyrirtækja í þeim harmleik, þótt heimildir hafi að vísu lengi verið fyrir hendi. Nú hefur verið rituð bók um það efni sérstaklega sem vakið hefur mikla athygli, og er hér vitnað í ítarlega grein um hana í N.Y., Times Book Review eftir Martin Gilbert. Höfundurinn heitir Benjamin B. Ferencz, bandaríkjamaður af serbneskum uppruna, og bók sína, kallar hann Less than slaves (Vesælli en þrælar). Þar er sýnt fram á það svartáhvítuhvemjögfyrirtæki eins og Krupp, l.G. Farben, AEG, Tele- funken, Siemens o. fl. þurftu að reiða sig á vinnuafl úr fanga- búðunum, — Krupp var t.d. með verksmiðju við hliðina á Auschwitz og murkaði lífið úr 30.000 manns, — og það sem höfundi finnst einna óhugnanlegast er hve mörg þessi fyrirtæki hafa komist upp með að trassa skaðabótagreiðslur til fyrrver- andi þræla sinna. Þrælahaldarar Ferencz bendir ennfremur á það að meðan þýskir hershöfðingjar og fangabúðastjórar voru leiddir fyrir rétt og siðan líflátnir eða fangelsaðir fyrir glæpi sína.þá sluppu flestir iðn- jöfrarnir, sem margir voru engu síðri þrælahaldarar, við nær öll óþægindi. Þeir verksmiðjueigendur, sem þó komust undir manna hendur fyrir þrælahald voru látnir lausir árið 1951, fyrir tilstilli saksóknar Banda- ríkjanna, John McCIoy. Það kemur fram í bókinni að það var ekki fyrr en fór að liða á styrjöldina að farið var að nota vinnuafl úr fangabúðunum, en árið 1944 varþaðorðið Þjóðverjum lífs- nauðsyn og það ár skipaði Hitler Himmler að setja 100.000 Gyðinga í vinnu við að byggja flugvélaverk- smiðjur neðanjarðar. Alls staðar var farið hroðalega með þetta vinnuafl og fólk dó eins og flugur. Mestu plássi eyðir Ferencz samt í lýsingar á tilraunum Gyðinga og annarra til að herja út skaðabætur. Þar var við ramman reip að draga og sérstaklega voru ráðamenn I.G. Farben skuldseigir. Á heilsuhælum Það var árið 1953 sem einn af fyrrverandi „starfsmönnum” þeirra höfðaði mál á hendur þeim, fyrir líkamsmeiðingar og aðrar þjáningar í Buna verksmiðjunni. Talsmenn l.G. Farben héldu því hins vegar fram að umræddar verksmiðjur hefðu verið „heilsuhæli”. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að I.G. Farben væri ábyrgur aðili, engu síður en hver einstaklingur, og skipaði fyrirtækinu að greiða bætur. Þá hófst mikið prútt frá hendi þeirra Farben manna. Þeir neituðu ábyrgð sinni að einhverju leyti, en buðust samt til að borga eitt- hvað ef greiðslurnar yrðu nefndar „vinsamlegur styrkur” en ekki skaðabætur. Engu að síður áfrýjaði fyrirtækið dómi í undirrétti. Tveim árum seinna bað héraðsréttur um frekari sannanir frá fyrrverandi

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.