Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 21
Bók menntir Sýnið dýrmætu augnablikin betur en áður með Minolta Sound 7000 kvikmyndasýningavél FILMUR OG VÉLAR S.F. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. Gegnum gamir skemmtisögunnar Þorsteinn Antonsson: Bflabullur, sögur. Fjölvaútgáfan, RvSc. 1979.160 bb. Það er erfitt ef ekki ógerlegt að semja umsögn í stuttu máli um ekki færri en þrettán sögur og þeim mun síður þegar hver þeirra verðskuldar nána athygli eins og sögurnar í nýút- kominni bók Þorsteins Antonssonar, Bílabullum. Um leið þarf að huga að nánu samhengi sagnanna og hvers eðlis það sé. Þorsteinn er fæddur 1943, gaf út sína fyrstu skáldsögu, Vetrarbros, 1967, og ljóðabók l%9. Síðan hefur Þorsteinn verið sískrifandi, m.a. For- eldravandamálið (1974), Sálumessa '11 (1978) og nú Bílabullur, sem er 9. bók höfundar. Sameiginleg einkenni sagnanna í þessu verki sýnast mér í fljótu bragði vera þessi: Sögusviðið er ísland, við- fangsefnið er íslenskt þjóðlíf síðustu áratuga. Aðferð höfundar er sú að hann sýnir okkur þetta líf í stað þess að segja frá. Lýsingar eru gerðar af fádærna myndvísi og orðfimi (lausar við hröngl sem maður hnaut oft um í fyrri verkum höfundar, einkum rit- gerðum). Stéttir og mismunandi aldurshópar fólks einkennast af mál- farisínu. Hugsjónamenn og borgarar Lausleg úttekt á hverri sögu fyrir sig (sama röð og í bókinni): Hugsjónamaðurinn — svipmynd af leifum gamla tímans, samtalsform áréttað með örstuttri umhverfislýs- ingu. Verkakonur — nótt í lífi mæðgna, sól þeirrar eldri að hníga, hinnar yngri að rísa. Hið yfirnáttúrlega — maður, draugur og hundur um nótt undir ægivaldi storms og myrkurs. Höfundurinn — lýsir sjóferð með lundaveiðimönnum á Breiðafirði, írónisk saga. Hinn æri — kyngimögnuð frásaga lögð í munn hinum æra, minnir á Poe. Móðurhlutverkið — gerist á barna- heimili, hreinræktað leikritsform án sviðsleiðbeininga, hröð stígandi, hvörf og óvænt lausn. Draumur um ást — nafnið lýsir efni, gerist i sveit í rómantísku um- hverfi, sögð frá sjónarhóli ungs manns, sem er að mála hús. Gaman og alvara — ungt fólk á dansleik, talar slengi, aðalpersónan í stelpuleit sem lýkur i ofsafengnum ölvunarakstri. Borgarstétt — fína fólkið skemmtir sér í fínu húsunum sínum. Unglingarnir feta sömu leið á börum bæjarins. Tal þessa fólks er innan- tómt í alsnægtalífinu. Sveitamaður — enn ungt fólk að skemmta sér en nú lendir það uppi i sveit, dramatískur endir, þriðjuper- SkólavörOustlg 41 — sfmi 20235 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S:20313 AUSTURVER S: 36161 GLÆSIBÆR S:82590 MINOLTA SOUND 7000 Skemmtileg gjöf sem á eftir aó veita ómældar ánægjustundir. Verö frá kr. 18.180 —43.920 sónu saga, samtöl og lýsingar í einni bendu. Kerfið — yfirheyrsla vegna morðs, uppbygging sérkennileg, frásagan (samtalsform) byrjar þar sem hún endar í tíma. Bílabullur — strákar með bíladellu að stela varahlutum um nótt, hraðar og nákvæmar lýsingar, gamli tíminn í gervi næturvarðar fer með sigur af hólmi. Lýðveldiskynslóðin — síðasta saga bókarinnar er í þremur köflum. — Hinn fyrsti, Handan glersins, vekur eftirvæntingu og óvissu (eins og fleiri sögur í þessari bók). Ég vil ekki spilla ánægju lesenda með blaðri en segi aðeins að hér gerast yfirnáttúrlegir hlutir í lífi ungs fólks í útilegu á Egils- stöðum. Einu sinni var Annar hluti: Uppruni íslendinga — sama fólk á ferð, komið til Seyðis- fjarðar, virðir fyrir sér mannlif sem einu sinni var og fugla, draugarústir af verksmiðjum og mannabústöðum. Lesandi gerir það með þeim svika- laust, þökk veri aðferð höfundar „að sýna” eins og áður er bent á. Um- hverfið verður tilefni til heimspeki- legra hugleiðinga um eðli og uppruna íslendinga. Þriðji hluti: Dínamít — sexmenn- ingarnir enn á ferð (þrír strákar og þrjár stelpur), nú á Norðfirði. Kommabærinn verður þeim kveikja að pólitískum umræðum. Beggi er málpipa kapítalista, Alli er málpípa kommúnista, Dóri er gagnrýnið skáld og hafnar báðum. Umgerð þessarar kappræðu er sláandi lík því sem er í Samdrykkju Platóns, reyndar öll uppbygging þriðja hlutans: Skemmti- ferð (Platón: kvöldboð) gefur tilefni til kappræðna um pólitik (Platón: ástina). Hver þátttakandi er málsvari ákveðinnar skoðunar (sama hjá P. og stelpurnar standa utan við alvöru- máíin hjá báðum!). Höfundur lætur þá útskýra málstað sinn og verja í segja stutt og laggott: „Beggi sagði: . . ” svo kemur 3. bls. ræða), „Dóri svaraði: . . .” (upp á 8 bls. og lesanda leiðist ekki, þvert á móti — einmitt það sem hann hefur alltaf verið að hugsa en ekki komið orðum að!), „Alli svaraði: . . .” (hann fær bara 2 bls.) og loks:„Dóri svaraði: Sá maður, sem gengst við þvi að búa til bókmenntir, verður að gera sér grein fyrir að fólk yfirleitt vill fremur vera ófrjálst en frjálst. Og að það er liður í valinu að dylja þessa ófögru staðreynd með heiti sem falsar hana ...” (158—159). í lok sögunn- ar segir Dóri við Nönnu m.a.: „Ég ætla að skrifa sögur . . . Gallinn er bara að enginn skilur annars orð í raun. Það er því ekkert hægt að segja, bara sýna.” Og hann bætti við: „Ég sprengi þá engan í loft upp á meðan. . .” (160). Dóri er vafalítið málpípa höfundar. Allar stéttir Sögur þessar eru skrifaðar af kúnst. Hver saga um sig er sjálfstætt listaverk, ólík hinum að stíl, frá- sagnarhætti og persónugerð og er það augsýnilega engin tilviljun. Að baki liggur þaulhugsuð aðferð til að reyna á þanþol tungunnar. Árangur- inn er sá að undrast má hvort mann- eskjan sé ekki í raun málið sjálft eins og formgerðarsinnar halda fram. Þorsteinn pælir í hlutunum, ekki aðeins forminu heldur einnig i inni- haldinu. Hann er vitsmunalegt skáld sem kemur hugmyndum sínum á framfæri í gegnum garnir skemmti- sögunnar. Sögurnar í heild sinni lýsa fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins, a.m.k. eins og höfundur skilgreinir stéttir: bændum, iðnaðar- og verkamönn- um, borgarastétt og mennta- og lista- mannastétt (149—50). Þær eru nakin lýsing á þjóðlífinu, án útlistana. Ræðuhöldin aftast eru undantekning frá reglunni, þau eru útlistanir (hluti formtilrauna höfundar) og aðaltil-' gangurinn er auðsjáanlega að kryfja eða afhjúpa þá hugmyndafræði sem liggur til grundvallar lífinu, sem lifað er í sögum bókarinnar, þ.e. lífinu á íslandi eftir byltinguna miklu þegar þúsundáraríkinu var steypt. Rannvegi G. Ágústsdóttir. KodakEKTRA vasamyndavélarnar eru í tösku, sem myndar handfang þegar hún opnast. Þú nærð þannig trausti taki á vélinni og hún verður stöðugri og þú tekur betri og skarpari myndir. Rannveig Águstsdóttir löngum ræðum (P. sama) og engin tilraun er gerð til að dulbúa ræðu- höldin í eðlilegt samtalsform. Þor- steinn leysir formvandann með því að Gjöfin sem gleður Kodak EKTRA vasamyndavél meó handfangi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.