Dagblaðið - 20.12.1979, Side 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979.
— 1 ij ' " ' " '
21
LJOTA KONGSDOTTIRIN
Draumaeyjan Ofl önnur œvintýri
Höf.: Ingólfur Jónsson frá Prsstbakka
Útg.: Bókaútgáfan Fróði, 1979
Teikn: BJami Jónsson
Mér finnst varla réttnefni að kalla
þetta safn ævintýri. Hér eru að mínu
áliti á ferðinni myndir eða stökur
frekar en sögur. Myndum er brugðið
upp, hugsun vakin en ekki fylgt eftir.
Þarna er tæpt á ýmsum
viðhorfum. Fyrsta myndin er af
stórum kletti og litlu rifi. öldurnar
kenndu klettinum hinn gamla
sannleika, að stærðin skiptir ekki
öllu máli.
Kosið hefði ég aðra meðferð á
kóngsdótturinni í næstu mynd.
Völvan þurfti að lækna stelpuna af
óþekkt. „Völvan breytti henni í herfu
svo Ijóta, að allir hræddust hana.
Auk þess lét hún hana vinna óþrifa-
legustu verkin og kóngsdóttirin, sem
alltaf hafði fengið að ráða því sem
hún vildi, átti nú aumadaga.”
önnur
meðhöndlun
Jæja, þurfti það þá enn að
tengjast refsingu að vera „ljótur” og
vinna erfiðisverkin?
í söngleiknum „Jesus Christ
Superstar” er svikarinn Júdas
svertingi. Samtök þeldökkra manna 1
Ingólfur Jónsson
frá Prestbakka
Bandaríkjunum gerðu mjög beittar
athugasemdir við hugsunarháttinn
(eða tilviljunina?). Einhver sagði i
Bék
menntir
þeim umræðum: ,,Þá veit maður,
hvernig innræti svartra er.” Ég hefði
sem sagt kosið aðra meðhöndlun eða
refsingu til handa kóngdsdótturinni
en erfiðisvinnu og „ljótleika”.
Hvað segir forysta verkalýðsins?
Er hagsmunabaráttan einungis átök
um krónur?
Þarna væri annars nógu fróðlegt
að huga að refsingum barna í barna-
bókum. Þá væri ekki ónýtt að virða
fyrir sér innrætingu ýmiss konar í
barnabókunum.
Ekki er ætlunin að fjalla um allar
myndirnar, sem sumar eru gullfalleg-
ar. Svo finnst mér t.d. um „Isabrot”
sem segir frá ánni og ísnum, sem
leggur hana í dróma. Eftir átök og
sigur kemst áin að þvi, að „lífið er
dásamlegt, þegar maður er frjáls og
hamingjusamur í birtu vorsins”.
Að grisja
Vel hefði farið á að grisja þetta
safn. Þannig álít ég að safnið hefði
orðið betra og heillegra ef t.d.
>
Bryndís Víglundsdóttir
„Lasarus” eða „Köttur og mús”
hefðu ekki verið með.
Ég hvet fólk til að sjá um að börn
eignist eða hafi tækifæri til að lesa
þetta kver. Fullorðni maðurinn
skoðar myndirnar öðruvísi en
barnið. En þær kveikja hugsun hjá
barni og fullorðnum — og það er vel.
B.V.
SPARIMARKAÐURINN
kaóu
VhwnHBOX]
Umferðar-
/eikurinn frá
Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler leika að Skálholti.
Helga Ingóifsdóttir og Manuela Wiesler gefa
út eigin hljómplötu
AUSTURVERI
NEDRIBÍLASTÆÐISUNNAN HÚSSINS
Þeim er ekki fisjað saman,
stöllunum Helgu Ingólfsdóttur sembal-
leikara og Manuelu Wiesler flautu-
leikara, en þær voru rétt í þessu að
senda á markað hljómplötu og gefa
hana út sjálfar. Nefnist hún Sumartón-
leikar í Skálholtskirkju og er tekin upp
á staðnum fyrir skömmu, nánar tiltekið
18. nóv. Eins og mörgum er kunnugt
áttu þær upptökin að þeim tónleikum
árið 1975 og hafa haldið þeim uppi
allar götur síðan. Hafa margir lagt ásig
ferðina að Skálholti til að hlýða á þess-
ar tvær listakonur og aðra tónlistar-
menn, sem þær hafa fengið i lið með
sér, — en ný efnisskrá hefur verið á
boðstólum um hverja helgi. Þær
Manuela og Helga hafa mestmegnis
leikið barokktónlist á þessum Sumar-
tónleikum, en síðastliðin tvö ár
bættist nýr þáttur inn í leik þeirra, þ.e.
frumflutningur íslenskra tónverka.
Meðal annarra hafa þeir Leifur
Þórarinsson og Páll P. Pálsson samið
verk sérstaklega fyrir þær stöllur. Á
hinni nýju plötu sinni völdu þær til
flutnings tvö uppáhaldsverk sin frá 18.
öld, Sónötu í e-moll op. I nr. 1 eftir
George Friedrich Hándel og Sónötu í e-
moll BWV 1034 eftir Johan Sebastian
Bach, en auk þess eru á plötunni verkið
Sumarmál eftir Leif Þórarinsson og
Stúlkan og vindurinn eftir Pál Pam-
pichler Pálsson, sem er innblásið af
Ijóði eftir Þorstein Valdimarsson með
sama nafni. Þetta er jafnframt önnur
hljómplata Manuelu, en leikur Helgu
hefur ekki áður verið festur á plast.
Fálkinn mun dreifa þessari plötu, en
um hana mun Eyjólfur Melsted fjalla á
næstu dögum.
-AI.
JOLATILBOÐ
Útborgun aðeins 250þús.,
rest á 6 man. ^ 22" 7]]m
Verð 26" 749.85(
‘ SKIPHOLT119 SÍMI2980I
• GOSDRYKKJAMARKAÐUR
• ÁVAXTAMARKAÐUR
• KJÖTMARKAÐUR
Opið kl. 14—18
virka daga,
föstudaga 14—20,
laugaidaga eins
og leyft er
í desember.
Sumartónar
á plasti