Dagblaðið - 20.12.1979, Síða 28

Dagblaðið - 20.12.1979, Síða 28
28 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. Hljómplata og bók í einu á jólamarkaðinn: „Auminginn erennaö skrifa, eljuna ég reyndar skir — spjall við nikkarann og rithöfundinn Einar frá Hermundarfelli Garðar bóndi Jakobsson í Lautum í Reykjadal. „Saman leika f>eir þá skemmtimúsík sem bezt þótti á öldinni sem leið. Músík sem á sínum tíma var í jafnháum metum hjá dans- lystugu fólki og nýjustu diskólögin i dag. Einar frá Hermundarfelli leyfir Við bjóðum upp á eitt glæsilegasta úrval hérlendis af fatnaði fyrir karlmenn. Verslið í rúmgóðri og snyrtilegri herrafataverslun okkar að Laugavegi 103 v/Hlemm LAUGAVEGI 103 REYKJAVÍK ,,Ég lærði á harmóniku um fermingu af föðurbróður mínum. Hann kenndi mér flestöll lögin sem hann kunni. Ég hafði áhyggjur af að sum þeirra kynnu að týnast með mér og er ánægður með að gömlu góðu valsarnir skuli nú varðveittir á hljómplötu og segulbandi,” sagði Einar Kristjánsson rithöfundur frá Hermundarfelli og húsvörður í Barnaskóla Islands á Akureyri í samtali við Dagblaðið í gær. SG-hljómplötur hafa nýlega sent frá sér hæggenga plötu með harmónikuspili Einars. Með honum spilar annar alþýðutónlistarmaður. okkur að skyggnast inn í horfinn heim. Heim sem alls ekki var svo litlaus, sem margir vilja halda,” segir Eyjólfur Melsteð, tónlistargagn- rýnandi DB, í umsögn um plötu þing- eysku félaganna'sl. mánudag. Emil útvegaði mér eina tvöfalda ,,Um 1920 komu fimmfaldar harmónikur til sögunnar. Þá hurfu þær tvöföldu ein af annarri,” sagði Einar. „Ágúst Pálsson arkitekt og Einar Kristjánsson með nikkuna og Garðar Jakobsson með fiðluna. Þá var bara að byrja að rifja upp spilamennskuna og gömlu danslögin. Þetta kom alveg ótrúlega fljótt. Svavar var til í útgáfu „Einhver orðaði það við mig i gamni meira en alvöru að það þyrfti að gefa út þessi gömlu góðu lög. Svavar Gests kom hingað til Akureyr- ar einu sinni og ég spilaði fyrir hann eitt lag eða svo. Hann var strax til í að gefa þessa músík út á plötu. Ég benti á að í gamla daga hafi fíðlarar gjarnan spilað með nikkurum á böllum í Þingeyjarsýslum. Svavar var með á nótunum og Garðar í Lautum var fenginn til að spila með mér. Platan var tekin upp fyrir einu ári síðan. Ég hefði reyndar kosið að fá lengri tíma til æfinga með Garðari. Samt er ég þokkalega ánægður með útkomuna.” Tróðu uppá flokksballi! Illmögulegt er að tilgreina höfunda að flestum lögum á plötu tvímenninganna. Þau hafa borizt frá útlöndum, einkum frá Danmörku og Noregi fyrir löngu siðan. Þau hafa fallið í gleymsku hjá öllum þorra þess fólks sem enn lifir og man þann tíma þegar tvöfalda nikkan var aðal- stuðtæki ungra og gamalla á sveita- böllunum. Hafið þið gert eitthvað að því að koma fram opinberlega og spila, Einar? „Við komum á slægjum i Mývatnssveit. Já, og svo spiluðum við svolítið á flokksballi hjá Alþýðubandalaginu á Akureyri. . .” Bók líka Einar Kristjánsson er öllu þekkt- ari sem rithöfundur en harmóniku- leikari. Eftir hann liggur fjöldi smá- sagna, auk þess hefur hann skrifað greinar í blöð og tímarit og flutt erindi i útvarp. Nýlega kom út bókin Fjallbæja- fólk eftir Einar. „Þetta er 1. bindið í ritsafni, sem væntanlegt er. Fjallbæjafólk er endurminningar, líklega 1. bindi af þremur. Síðan er ætlunin að gefa út útvarpserindi og greinar. Að síðustu verða endurút- gefin smásagnasöfnin sem eru löngu uppseld.” Ertu farinn að hugsa eitthvað fyrir öðru bindinu? „Ég er aðeins að byrja, já. Það á líklega ágætlega við um mig vísa, sem mérdatt í hug einu sinni um annan mann: Auminginn er enn að skrifa, eljuna ég reyndar skil. Fyrst að Drottinn lét hann lifa, lengur en hann var maður til. -ARH. Einar frá Hermundarfell i f góðum félagsskap með þeim Gunnari Dal og Jónasi Kristjánssyni. móðurbróðir minn kom fyrstur manna með fimmfalda nikku til landsins. Hann lærði að spila í Noregi, mest klassíska tónlist. Ég tók til við spilamennsku á píanónikku, meðal annars á böllum. Jú, þetta voru eldfjörug böll, blessaður vertu! Stundum tóku herr- arnir svo langa færu í marsúrka að þeir duttu flalir á gólfið með dömuna með sér! Svo var það fyrir einum fimm árum að mér datt í hug að spyrjast fyrir um það hjá Emil Adolfssyni í Reykjavík hvort hann gæti ekki út- vegað mér tvöfalda harmóniku frá Þýzkalandi. Emil reyndist þá eiga eina í pöntun og hún var meira að segja komin á hafnarbakkann í Reykjavík. Ég keypti gripinn á stundinni og fékk hana senda norður nokkrum dögum síðar.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.