Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 33

Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER J979. Kór Langholtskirkju. JOLASONGVAR Jótatónleikar Kórs Langholtskirkju ( Kirkju Krtsta konungs í Landakoti, 14. dasamber. Efnisskrá: Bam ar oss fætt, úts. Róbart A. Ottósson; Hátíö far að höndum ein, úts. Jón Ásgeirsson; Oss bam ar fastt f Betiehem, úts. Jón Þórarinsson; Nóttin var sú ágaat ein, eftir Sigvalda Kaldalóns; Jólanótt, franskt jólalag, úts. Jón Ásgairsson; Sex brask jólalög; Halms um ból, eftir Franz Grubar; Stjaman, grfskt jólalag, Nýjársljóö, eftir F. Mandalsohn; Það syrtir ( dölum, austurrlskt jólalag; Susani, þýskt jólalag; Þaö aldin út er sprungið, eftir Prátorius; Exultata Dao, aftir A. Scariatti; Ein Kind ist uns Geboren, eftir M. Franck og aö lokum Haims um ból, abnennur söngur. Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju eru orðnir að árlegum viðburði og, eins og í fyrra, haldnir undir mið- nætti. Kór Langholtskirkju er einn af frumkvöðlum þessa „Carolsöngs” hér á landi. Aðventusöngvar eru með skemmtilegustu siðum og ekki seinna vænna að upp yrðu teknir hér á landi. En okkur er oft tamara að taka upp ósiði annarra þjóða og svo er einnig um jólaósiði. Aðventusöngvar mynda því æskilegt mótvægi gegn þeim mörgu leiðindakækjum sem við höfum apað eftir öðrum í jólahaldi okkar. Það fór vel á að hefja sönginn á gömlum þjóðlegum sálmum í'útsetn- ingum nokkurra þeirra tónskálda, er mest og best hafa grúskað i þjóðlegri tónlistarhefð. Tel ég á engan hallað þótt ég geti sérstaklega hinnar geysi- vönduðu útsetningar Jóns Ásgeirs- sonar á Hátíð fer að höndum ein. Öðru máli gegndi með útsetninguna á Heims um ból, þar sem raddsetningin /z var ekki kórrétt. Ekki held ég samt að slíkt villuráf teljist stærri glæpur en að syngja staðfærslu Sveinbjarnar, þegar við eigum þýðingu Matthíasar á ljóðinu. Fyrir syndina var svo bætt í lokin þegar kórinn ásamt tónleika- gestum söng lagið aftur. Kór Langholtskirkju sýndi styrk sinn ótvírætt á þessum jólatónleik- um. Þetta eru aðrir tónleikar hans á þessu hausti. Hann er hitt orgelið hans Jóns Stefánssonar og fæ ég ekki á milli greint, á hvort hann leikur 'betur. -EM EYJÓLFUR MELSTED UTGAFUNN ARVEGNA 33 Lestín brunar. Róbort Amfinnsson syngur lög dr. Gytfa Þ. Gfslasonar. Útsetjari Jón Slgurösson; hljóðfæraleikarar úr Sinfónluhljómsvelt íslands. Útgáfa: Fálcinn hf. FA. 009 Á hljómplötu þessari eru 13 lög Gylfa Þ. Gíslasonar, við ljóð ýmissa þekktra skálda. Það hvarflar að manni, við að hlusta á plötuna i fyrsta sinn, hversu keimlík öll lögin eru. Einnig er það áberandi, að þótt lögin falli að hrynjandi Ijóðs virðist Gylfí ekki hirða svo mjög um að túlka inntak þess i tónum. Lagið stendur sjálfstætt þótt ljóðið sé tekið burt og leiðir ekki endilega hugann að inntaki ljóðsins. Gylfi er Iínu- maður og öll hans lína fellur að ein- um og sama punkti, kyrrð. Það er enginn æsingur í lagasmið hans, heldur stilling og ró. Ég get rétt ímyndað mér að þessi tómstundaiðja Gylfa sé honum afþreying sem hann noti vísvitandi til að losa sig úr viðj- um erils og amsturs hins daglega argaþrass, sem óhjákvæmilega fylgir manni mikilla umsvifa. Formúlan hin sama Nú er þetta önnur hljómplatan, sem út kemur með lögum Gylfa. Allt byrjaði það með því að einhver kom á framfæri „Ég leitaði blárra blóma”, smá lagperlu, sem hvert tón- skáld getur talist fullsæmt af. Siðan kom skriðan. Ekki er hægt að ætlast til þess að menn semji tómar perlur í stopulum tómstundum. Því hvarflar að manni hvers vegna verið sé að gefa út þessa aðra plötu með lögum Gylfa, og hálfpartinn finnst mér útgáfa þessi hljóti að vera útgáfunnar vegna. Sama formúlan er notuð og á fyrri plötunni. Jón bassi fenginn til að út- Gylfi Þ. Gislason — „Tónsmiðar sem afþreying”. setja og Róbert raular. Mér vitanlega hefur Róbert Arnfinnsson aldrei gert tilkall til að vera kallaður söngvari. Hann er hins vegar einn örfárra leik- ara, sem getur raulað lagstúf án þess að gera um leið tiiraun til að breyta honum í einræðu úr Pétri Gaut. Ég vona að Róbert vérði aldrei svo mik- ill ieikari að hann hætti að geta raulað. Það er Jóns þáttur Sigurðssonar, sem réttlætir útgáfu þessarar hljóm- plötu. Snyrtilegu handverki hans má líkja við smíðisgrip góðs tréskurðar- meistara, og undir hans stjórn gæða strengjaleikarar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar flutninginn lífi. Dtgáfa þessi á Jóni bassa líf að launa. - EM Setning kvöldsins — eða ársins Setningar kvöldsins, vikunnar eða jafnvel setningar ársins í sjónvarpi sagði Kristján Friðriksson iðnrekandi í Vöku-þætti í gærkvöldi er hann setti fram þá skoðun sína að sjón- varpið lyti rangri yfirstjórn. Það heyrði undir útvarpsráð, sem væri pólitiskur bitlingur manna og veitti síður en svo tryggingu fyrir góðri stjórn. Hin var á þá leið að með allt of ódýrum útvarpsauglýsingum, sem stuðluðu að klukkustunda auglýs- ingalestri dag hvern, misbyði útvarp- ið svo útvarpsnotendum að með ólíkindum væri. En hvers langt inn í skráphúð pólitikusanna, sem öllu ráða, skyldi nú aðfinnslurödd þessa opinhuga iðnrekanda ná? En þó orð Kristjáns hrífi ekki á pólitíkusana sjálfa ættu þau að verja einhvern af hinum ár- vökulu umsjónarmönnum Kastljóss til að taka annað hvort efnið eða bæði til nokkurrar umfjöllunar' Vöku-Þáttur Árna Þórarinssonar ritstjóra var léttur, upplýsandi og skemmtilega fram borinn. Viðtölin við iðnrekandann og kennslukonuna máttu þó vera lengri á kostnað hinna. • En í þessum þætti var lagt á borð fyrir áhorfandann úr hverju er að velja, en ekki að honum haldið stefnu í list eða ákveðnum isma. Þátturinn um lögregluna i Los Angeles hefur vafalítið vakið athygli margra — og sjálfsagt margur maðurinn gripið til samanburðar við lögreglu hér — þó ólíku sé samamað jafna. En í þessum efnum er skamfht öfganna á milii. Og þó margt geti farið úrskeiðis í lögreglumálum hér, erum við sennilega betur settir í þess- um málum en flestar aðrar þjóðir. Og bezt er að hvorugur láti mikið til sín taka lýðurinn og lögreglan. -A.St. va*tar „ FRAMRÚÐU? Ath. hvort við getum aðstoðað. ÍM Isetningar á staðnum. DÍI DflIlAM SKÚLAGÖTU26 DILnUllMni SlMAR 25755 0G 25780 s» vs4 með endursklni Umferðarráö PLATAN SEM ÖLL BÖRN VIUA EIGNAST ¥ \V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.