Dagblaðið - 20.12.1979, Page 42
42
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979.
BORGARTUNI 18
REYKJAVÍK SÍMi 27099
SJONVARPSBUÐIN
ferðakassettutæki
4 byigju
LW/MW/
FM/SW
Aðeins
kr. 79.500
PILS,
stórar
stœrðir
plíseruð pilSy
köflótt
terylene ptis,
margirlitir,
ullarptis, einlit.
elízubOðin
skiphoiti 5.
Alls var reiknað með að stytta af hljómsveitinni the Beatles myndi kosta um 43 milljónir króna. Til að standa straum af
kostnaðinum var gengizt fyrir alþjóðlegri söfnun meðal aðdáenda hljómsveitarinnar. Alls komu í kassann um 225 þúsund
krónur.
Minnisvarðinn um
Beaties ekki reistur
Áform um að reisa Bítlunum fjórum
minnisvarða í Liverpool i Englandi eru
farin út um þúfur. — Aðdáendur
þeirra reyndust ekki hafa áhuga á að
gefa fé til framkvæmdanna.
Áætlað var að minnisvarði Bítlanna
myndi kosta rúmar 43 milljónir króna.
Efnt var til alþjóðlegrar peningasöfn-
unar til að hægt yrði að hrinda verk-
inu í framkvæmd. Á einu ári söfnuðust
225 þúsund krónur!
Það voru Allan Williams fyrrverandi
framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar
the Beatles og útvarpsplötusnúðurinn
Bob Wooler, sem gengust fyrir söfnun-
inni. Er þeir sáu upphæðina, sem inn
var komin eftir árs söfnun, ákváðu þeir
að látastaðar numið.
Minnisvarðinn um Beatles átti að
prýða miðbæ Liverpool.
NÝJAR BÆKUR 1979
FRANK og JÓI: Leynigöngin
FRANK og JÓI: Dularfulli skugginn
Höl.: Franklin W. Dixon. Þýðandi: Gisli Ás-
mundsson. Hér koma 22. og 23. bók i þess-
um vinsæla bókaflokki.
Fyrri bókin er 128 bls. en hin síóari 160 bls.
NANCY og gamla albúmið
NANCY og skakki strompurinn
27. og 28. bókin í þessum flokki. Höfundur:
Carolyn Keene. Þýð.: Gunnar Sigurjónsson.
Fyrri bókin er 175 bls. en hin siðari 141 bls.
LABBA fær sér snúning
LABBA lætur allt fjúka
7. og 8. bókin. Höfundur: Merri Vik. Þýðandi:
Gisli Ásmundsson.
Fyrri bókin er 142 bls. en hin siðari 157 bls.
SIGURFÖR
Hölundur: Sverre Magelssen.
Þýðandi: Benedikt Arnkelsson.
Þetta er lifandi frásögn um brautryðjandann
og æskulýðsleiðtogann, Georg Williams, sem
var upphafsmaður Kristilegs félags ungra
manna. — SIGURFÖR er skrifuð jafnt fyrir
unga sem gamla. — Bókin er 136 þls.
NIÐJATAL
GUNNLAUGS BJÖRNSSONAR
bónda á Óspaksstöðum í Hrútafirði og eigin-
kvenna hans, Sigriðar Bjarnadóttur og Guð-
runar Jónsdóttur.
FRIÐRIK TH. INGÞÓRSSON tók saman.
Bókin er 206 bls. með nafnaskrá.
I SÖGUTÚNI
Höfundur: Benedikt Gíslason frá Hofteigi.
Hér fjallar höf. mest um það tímabil í sögu
þjóðarinnar, sem minnst hefur verið skrifað
uni — það er 14. og 15. öldin. — Árni son-
ur höfundar segir svo í formála: ..Framsetn-
ingin miðast oft við, að lesandinn gjörþekki
þau mál og þá menn: sem um er fjallað. —
Segja má að það efni, sem hér liggur fyrir
sé uppkast sem eftir er að vinna úr til fulln-
ustu." — Bókin er 245 bls.
FÓLKIÐ MITT • og fleiri dýr •
Höfundur: Gerald Durrell.
Þýðandi: Sigriður Thorlacius.
Höfundurinn, Gerald Durrell, er einn vinsæl-
asti rithöfundur Bretlands og eru það hinar
gamansömu frásagnir hans af mönnum og
dýrum, sem fyrst og fremst hafa aflað hon-
um vinsælda. Hann hefur einnig ritað skáld-
sögur og barnabækur. — Bókin er 228 bls.
TAMARINDFRÆIÐ
Höfundur: Evelyn Anthony.
Þýðandi: Hersteinn Pálsson.
Judith starfaði i aðalskrifstofu Sameinuðu
þjóðanna, þar sem fjallað var um trúnaðar-
mál. Hana grunaði ekki, að hinn alúðlegi mað-
ur, sem hún hitti I orlofi á Barbados, væri
tengdur njósnarkerfi Rússa.
„Frábærlega skemmtileg blanda af njósnum,
stjórnarerindrekstri og ástum." — Daily
Telegraph. — Bókin er 230 bls.
FINNUR FRÆKNI
Hötundur: Marryat. Ein at vinsælustu bókum
höfundarins, og hafa þó margar þótt góðar.
167 bls. með mörgum myndum.
FÁST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM
PRENTSMIÐJAN LEIFTUR HF.
HÖFÐATÚNI 12 - SÍM117554
Haraldur fékk
gullplötu
Hljómplatan Haraldur í Skrýplalandi er í hópi söluhæstu platna
ársins hér á landi. Hún kom út Ijúnílok og hefur selzt jafnt og
þétt síðan. — Útgefandi plötunnar, Steinar hf, veitti Haraldi
Sigurðssyni Skrýplapabba gullplötu á dögunum fyrir þennan
ágœta árangur. Verðlaunaafhendingin átti að fara fram I
veitingahúsinu Hollywood á fimmtudagskvöldið var. Af því
varð þó ekki, þar eð Haraldur var önnum kafinn við að leika í
Áramótaskaupinu. Platan er nú komin íréttar hendur.
Ljósm.: Tryggvi.