Dagblaðið - 28.12.1979, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESHMBHR 1979.
7
Bjöm Svein-
bjömsson
forseti
Hæstaréttar
Björn Sveinbjörnsson, hæstarétlar-
dómari, hefur verið kjörinn forseti
Haestarétlar frá 1. janúar 1980 að telja
til tveggja ára.
Logi Einarsson, hæstaréttardómari,
var kjörinn varaforseti sama tíma.
-BS.
Reykjavíkurmótið
í skák:
Rússar
„stefna að”
þátttöku
— enn er reiknað með
þátttöku
Viktors Kortsnojs
,,Ég tel þetta lofa góðu sérstaklega
með tilliti til jiess að enn er reiknað
með þátttöku Viktors Kortsnojs. En
það er e.t.v. þess vegna sem þeir gera
þennan fyrirvara,” sagði Einar S.
Einarsson, forseti Skáksambands
íslands, í samtali við Dagblaðið.
i gær barst Einari S. Einarssyni bréf
frá sovézka skáksambandinu þar sem
segir, að stefnt sé að því að senda tvo
sovézka skákmenn á Reykjavíkurmótið
í skák, þ.e. Vasjúkov og Czeshkovsky.
Hér er þó ekki um beina þálttökutil-
kynningu að ræða þvi óskað er eftir
frekari upplýsingum um verðlaun og
vasapeninga.
Einar sagði að þessar upplýsingar
hefðu tvívegis verið sendar Rússunum
og sennilega væri hér um „biðleik” að
ræða hjá þeim. Hann sagði, að ekki
þyrfti þó endilega að setja þetta í
samband við þátttöku Kortsnojs þar
sem kerfið væri mjög þungt i vöfunt
hjá Rússum.
Czeshkovsky er núverandi Sovét-
meistari i skák og Vasjúkov hefur
tvívegis teflt hér á Reykjavíkurmóti.
Árið 1966 varð hann í 2. sæti á eftir
Friðrik Ólafssyni og árið 1968 varð
hann efstur ásamt landa sínum
Taimanov.
Verði af þátttöku Rússanna og
Viktors Kortsnojs á Reykjavíkur-
mótinu þá yrði það mikil tímamót þvi
Rússar hafa jafnan sniðgengið þau mót
er Kortsnoj hefur teflt á síðan hann
flúði land.
-GAJ.
iólalegt
á Eskifirði
— En viðbúið að
margir hafi fitnað
Ekki er annað vitað en allir Esk-
firðingar hafi átt gleðileg jól. Auðjörð
var á aðfangadag en er hátíðin gekk í
garð tók að snjóa i blanka logni. Gerði
snjófölið allt jólalegra.
Messað var bæði á aðfangadag og
jóladag og var kirkjusókn á Eskifirði
góð eins og ætið um hátíðar. Mikið var
um jólafjölskylduboð og viðbúið er að
margir hafi fitnað.
Að sögn verzlunarstjóra á Eskifirði
var mikið verzlað enda mikið um jóla-
gjafir að venju. M.a. gefa flestir at-
vinnurekendur starfsfólki sínu gjafir á
jólum.
-Regina.
608 ný krabbameinstil-
felli á landinn 1978
— krabbamein í blöðruhálskirtli algengast hjá körlum en brjóstakrabbamein
meðal kvenna
608 ný krabbameinstilfelli voru
skráð hér á landi á árinu 1978 og er
skiptingin milli kynja sjúklinga jöfn,
að því er segir í nýjasta hefti Frétta-
bréfs um heilbrigðismál sem Krabba-
meinsfélag íslands gefur út.
Algengast hjá körlum var krabba-
mein i blöðruhálskirtli (49), næst i
maga (37) en lungnakrabbamein var i
þriðja sæti, 27 tilfelli.
Meðal kvenna var brjóstakrabba-
mein lang algengast eða 74 tilfelli, en
i öðru og þriðja sæti var krabbamein
í maga og lungum, 25 tilfelli af
hvoru.
Á 25 árum sem uppgjör krabba-
meinsskráningar hér á landi nær tii
hafa verið greind alls 10.885 krabba-
mein, 5736 hjá konum og 5149 hjá
körlum.
Ef umræddu 24 ára tímabili er
skipt í fjögur sex ára tímabil kemur í
Ijós að aukning tilfella milli fyrsta og
siðasta tímabilsins er 22.8% hjá
konum á tæpum tveimur áralugum
eða úr 201 tilfelli í 247. Hjá körlum
hefur aukningin orðið 8.5% eða úr
227 tilfellum i 246.3 á umræddu
tímabili.
Ef litið er á þróun algengustu
krabbameinstilfella hjá konum hefur
mest aukning orðið á krabbameini í
lungum, eða 135% aukning frá fyrsta
6 ára tímabilinu (1955—1960) tíl'sið-
asta tímabilsins (1973—1978).
Krabbameinstilfellum i skjaldkirtli
hefur fjölgað um 117% og krabba-
meinstilfellum í legholum hefur fjölg-
að um 110%. Hins vegar hefur
krabbameinstilfellum í maga fækkað
um48% og í leghálsi um 31%.
Hjá körlum hefur krabbantcins-
tilfellum í blöðru fjölgað um 117%
niilli umræddra timabila og i lungum
unt 89%. Krabbameinslilfellum i
maga hefur hins vegar fækkað um
53%, segir i fréttabréfinu.
-A.Sl.
Kpflavík ■
JÓHANN EINVARÐSS0N
HÆTTIR SEM BÆJ ARSTJÓRI
,,Ég held það komi ekki annað til
greina en að ég láti af bæjarstjóra-
starfi í Keflavík og það er svona verið
að ræða málin hvenær af því
verður,” sagði Jóhann Einvarðsson-
bæjarstjóri og nú nýkjörinn þing-
maður Reykjaneskjördæmis. „Það
er ekki hægt að þjóna Iveimur
herrum, þegar báðir eru
heimtufrekir,” bætti hann við.
Jóhann hefur verið bæjarstjóri í
Kefiavík siðan i septembermánuði
»
Jóhann Kinvarösson á Alþingi (ásamt
tveimur öflrum nýjum Framsóknar-
þingmönnum, Guðmundi Bjarnasyni
og Davíö Aðalsteinssyni): Nú lætur
hann brátt af störfum bæjarstjóra í
Keflavík, því enginn „þjónar tveimur
herrum”.
DB-mynd: Hörður.
/ stillu milli élja
Það hefur verið fallegt um að Irtast við Reykjavíkurhöfn undanfarna morgna, þegar
stillt hefur verið milli ólja og Ijósadýrð skipaflotans nýtur sín i spegilsléttum sjónum.
Hér eru það varðskipin okkar, sem skarta sinu fegursta jólaljósaflóði.
DB-mynd: Sv. Þorm.
að kjósa hann til annars kjörtímabils
þar sem bæjarstjóra er samkomulag
varð um að hann hyrfi til bæjar-
stjórastarfa í Keflavík.
„Hitaveitan er stærsta málið sem
komizt hefur í framkvæmd i Keflavik
á þessum árum mínum í stól bæjar-
sljóra. Hún er mesta búbótin fyrir
bæ og bæjarbúa. En þetta er ekkert
'eins manns verk, heldur verk ótal
manna og ég er þakklátur fyrir að
hafa fengið að vera með í að vinna að
þeim málum,” sagði Jóhann.
„Annað stórmálið er sá áfangi að
Keflavik hefur eignazl sitt bæjar-
land. Það er lika margra manna
verk.”
Jóhann kvaðst vera sáttur við þá
breytingu sem nú verður á hans
starfshögum. Bæjarstjórastarf kvað
hann skemmtilegt starf, en í raun lyki
því aldrei. „Þetta er allt áfangavinna.
Þegar lokið er malbikun götu eða á-
fangabyggingu við skóla opnast augu
manna fyrir að önnur gata er
ómalbikuð og annan skóla þarf að
stækka. í Keflavík verður miklum á-
fanga náð, t.d. þegar íþróttahúsið
kemst í gagnið 1980,” sagði Jóhann.
-A.St.
1970. Áður var Jóhann bæjarstjóri á
ísafirði 1966 til 1970 og var nýbúið
',9** * _««*
■.. *•*