Dagblaðið - 28.12.1979, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1979.
9
Erlendar
fréttir
REUTER
Washington:
Heimilt að
vísa írönum
úr landi
Áfrýjunardómstóll í Washington úr-
skurðaði í gær að heimilt væri að visa
írönskum stúdentum frá Bandarikjun-
um hefðu þeir ekki fullgild vegabréf.
Þar með var hrundið fyrri dómi um að
slíkt mætti aðeins gera ef það gilti jafnt
yfir alla erlenda ríkisborgara.
Brottvísun íranskra stúdenta er einn
liður i aðgerðum bandarísku stjórnar-
innar vegna töku bandaríska sendiráðs-
ins í Teheran og gíslanna sem þar eru.
HALDIN
JÓLÍ
HERFÖR-
INNI
Kristnir menn halda jól á flestum
stöðum og hvernig sem aðstæður eru.
Þessi mynd er tekin í Beirút. Þar eru
palestinskir skæruliðar sem komið
hafa upp jólalré við stöðvar sínar.
DB-mynd Robert Mazmanian.
Danmörk:
Heróínsmygl fyrír
1,5 milljarð króna
— skipulagt af hópi erlendra manna undir forustu nokkurra Filippseyinga
Hópur útlendinga i Danmörku,
einkum Filippseyingar, hefur viður-
kennt að hafa smyglað eiturlyfinu
heróini inn i landið. Er þarna um að
ræða magn sem að söluverði er jafn-
virði 1,5 milljarðs íslenzkra króna.
Hefur þetta verið gert á árinu sem
er að liða. Auk þess hafa mennirnir
viðurkennt að hafa reynt að smygla
heróíni fyrir 750 milljónir til Dan-
merkur.
Málið tengist til annarra landa, þar
á meðal Vestur-Þýzkalands, Hol-
lands, Belgíu og Thailands. Fikni-
efnalögreglan danska telur að einhver
hluti eiturefnisins hafi verið fluttur til
Hollands og seldur þar.
Er málið kom fyrst í hendur lög-
reglunnar i nóvember síðastliðnum
fundust 300 grömm af heróíni en þá
uppgötvaðisl að mun stærri sending
væri á leiðinni.
Næsta skref var sligið fyrir
nokkrum dögum, og þá voru þrettán
útlendingar handteknir og í fórum
þeirra fundust 4,5 kg af heróíni. Af
þessum þreltán sitja tíu i fangelsi i
dag. Danska lögreglan telur að fleiri
en hinir handteknu séu viðriðnir
málið og að ýmsir þeirra séu uian
landamæra Danmerkur.
Nokkrir hinna handleknu hal'a
viðurkennt þátt sinn í ntálinu en aðrir
hafa neitað öllum sökunt.
Sameinuðu þjóðirnar:
SÝRLENZKISENDI-
HERRANN HÆTTIR
— styður friðarviðleitni ísraels og
Egyptalands
Sendiherra Sýrlands hjá Sameinuðu
þjóðunum hefur tilkynnt afsögn sína
og auk þess að hann styðji viðleitni
Sadats Egyptalandsforseta til að ná
fullum friði við ísrael.
Sendiherrann sakaði stjórn Assads í
Sýrlandi um spillingu og-óstjórn. Segist
hann ætla að stofna til stjórnmálasam-
taka með aðsetri i Evrþu til að vinna
gegn stjórn landsins.
Fyrstu viðbrögð Sýrlandsstjórnar
voru þau að tilkynnt var að sendiherr-
ann hefði verið kallaður heim fyrir að
hafa farið þvert gegn vilja stjórnar-
innar i utanrikismálum.
Stjórnin i Damaskus lofaði í haust að
vinna gegn spillingu og auk þess endur-
bæta efnahag landsins. Veruleg
óánægja er í Sýrlandi. Tilkynnt hefur
verið að eitt hundrað og tuttugu manns
hafi fallið í átökum þar i landi ásiðustu
sexmánuðum.
Sameinuðu þjóðirnar:
139 atkvæða-
greiðslur um
einn fuiitrúa
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
heldur í dag áfram að reyna að ná
löglegri kosningu á fulltrúa Suður-
Ameriku í ráðið fyrir næstu tvö árin.
í gær fóru fram fjórtán atkvæða-
greiðslur og eru þær þá samtals
orðnar 139. Hefur aldrei áður orðið
að gera svo margar atlögur að kjöri
fulltrúa í Öryggisráðið. Árið 1959var
kosið 51 sinni á milli fulltrúa Tyrk-
lands og Póllands.
Undanfarin ár hefur kjör fulltrúa
einstakra heimshluta farið friðsam-
lega fram og raunar verið um að
ræða tilnefningu viðkomandi ríkja.
Nú eru það fulltrúar Kúbu og
Kólombíu, sem deilt er um en áður
sat fulltrúi Bolívíu fyrir hönd Suður-
Ameríkuríkja í Öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna.
Hver fulltrúi þarf tvo þriðju hluta
atkvæða. Hingað til hefur Kúba
fengið 80 til 85 atkvæði en Kólómbía
59 tii 65 atkvæði.
Þökkum öllum okkar ágœtu viðskiptamönnum ánœgjuleg við-
skipti um áraraðir. Það er von okkar að útgáfuflokkar Þjóó-
sögu hafi orðið öllum í fjölskyldunni fróðleiksbrunnur og bœk-
urnar séu heimilisprýði.
Jafnframt óskar útgáfan öllum viðskiptamönnum sínum gleði-
legs árs og farsœldar á komandi tímum.
Landsleikur f handknattleik
ÍSLAND -
BANDARÍKIN
í KVÖLD
Ólafur Jónsson, f yrirliði.
í Laugardalshöll kl. 20.30. Forleikur hefst kl. 19 í Laugardalshöll.
ÁFRAM ÍSLAIMD
HSI
Landsliðið leikur í
PUMA
Ingólfur Óskarsson, sportvöruverzlun
Klapparstíg.