Dagblaðið - 28.12.1979, Qupperneq 12

Dagblaðið - 28.12.1979, Qupperneq 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1979. INNLENDCIR RNNRLL '79 Janúar „Hæfir og góðviljaðir forystumenn munu leiða okkur út úr verðbólgunni,” sagði forseti íslands meðal annars í ára- mótaávarpi sínu í fyrra. Ekki hefur sá spádómur hans rætzt enn og núna í árs- lok hefur verðbólgudraugurinn marg- umtalaði aldrei verið magnaðri. Allt tiltækt lið var við mokstur í upp- hafi ársins og var snjómagnið á höfuð- borgarsvæðinu það mesta síðan met- árið 1952. Snjómoksturinn kostaði 4 milljónir á dag í Reykjavík einni. Á ritstjórn DB barst sýnishorn af lagmeti því sem landinn hafði veriö að senda til Sovétmanna. Innihald dós- anna virtist hafa gufað upp og í ljósi þess voru tugmilljóna skaðabótakröfur Sovétmanna ekki með öllu óskiljan- legar. Jesús fái íslenzkan þegnrétt ' Magnús Kjartansson fyrrv. ráðherra taldi tímabært að Jesús Jósefsson fengi íslenzkan þegnrétt og var þar með koniið nýtt innlegg í umræðuna um Félaga Jesú sem náði talsvert fram á árið sem er að líða. Magnús lét þó ekki þar við sitja heldur mótmælti hann harðleg veitingu forstjóraembættis Tryggingastofnunar rikisins og taldi hana lögbrot þar sem gengið hefði verið framhjá fötluðum manni. í Magnúsi hafa fatlaðir menn eignazt skeleggan talsmann og hafa talsverðar umræður orðið um kjör þeirra og að- búnaðá árinu. Vísitöluróninn reyndist kosta sam- félagið 4 milljónir á ári og er það hugg- un harmi gegn að þessari stétt manna hefur fækkað talsvert á árinu. Andvökureikningar Stjórnarráðið varð 75 ára og bauð blaðamönnum til sin af þvi tilefni. Einna mesta athygli þar vöktu and- vökureikningar Ólafs Ketilssonar er hann sendi samgönguráðuneytinu. Þursaflokkurinn sigraði í vinsælda- vali DB og Vikunnar og gerði storm- andi lukku á velheppnaðri Stjörnu- ntessu. „Við þurfum 40 þús. manns,” sagði Friðfinnur í Háskólabíói unt kvikmyndina Grease þar sem kappinn Travolta lék aðalhlutverkið, og hann brást ekki Friðfinni þvi myndin sló öll aðsóknarmet. Gat Friðfinnur því ró- legur setzt í helgan stein, sem hann og gerði. Æðri máttarvöld sýndu ekki samstöðu Æðri máttarvöld sýndu ekki sam- stöðu á reyklausa deginum og sendu okkur þoku og sudda í stað hreins lofts og fljúgandi furðuhlutir sáust á Norðurlandi. Talsverðar deilur urðu innan fyrir- tækisins Hafskips i byrjun árs en þær leystust að lokum þannig að allir virtust sáttir. Sömu sögu var að segja af Kjar- valsstöðum en loft virðist enn lævi blandið innan Flugleiða. Breiðholt hf. var úrskurðað gjald- þrota og Olíumöl hf. hefur rambað á barmi gjaldþrots allt þetta ár. Punds- málið fyrntist i dómskerfinu og var það sama kerfi talsvert gagnrýnt á árinu, ekki sízt af Vilmundi Gylfasyni, sem siðar komst í „möppurnar” langþráðu svo að um munaði. „Þetta er króniskur höfuðverkur,” sagði Tómas Árnason fjármálaráð- herra um viðræður stjórnarflokkanna um efnahagsmál. Ekkert lát hefur orðið á þeim höfuðverk síðan. Glæfralegt póstrán var framið í Sandgerði og komst ræninginn undan með 300 þús. krónur. Febrúar Dagblaðið er annað stærsta blað landsins. Sú var niðurstaða könnunar Hagvangs á fjölmiðlamarkaði. Sam- kvæmt þessari könnun lesa 56% þjóðarinnar Dagblaðið. Morgunblaðið er lesið af 68% þjóðarinnar, Vísir hefur 45% lesningu, Tíminn 35%, Þjóðvilj- inn 23% og Alþýðublaðið 8%. Er þessi úrslit lágu fyrir hætti Vísir að auglýsa sig sem mest lesna síðdegisblaðið. „Skilið bókaverðinum,” var krafa nemenda i Kennaraháskóla íslands, sem fóru í kröfugöngu í þeim tilgangi að bæta úr ófremdarástandi sem þeir Mikil snjóþyngsli voru i janúartnánuði f höfuðborginni. mánuð. „Heiðarlegast væri að Ólafur bæðist lausnar,” sagði Vilmundur og kvaðst hafa verið pólitiskt trúlofaður Ólafi í hálfan mánuð. „Skerum þá ekki niður úr gálganum,” sögðu kratar um komma og hinir síðarnefndu svöruðu fyrir sig: „Þeir sitja eins og páfagaukar á priki.” Að lokum tókst samkomulag milli stjórnarflokkanna og samkvæmt því átti verðbólgan að verða 33—36% og „samningspakki” í kaupbæti. Al- þýðuflokksmenn gerðu þó fyrirvara við samkomulagið. Landsins forni fjandi var mættur fyrir Norður- og Austurlandi í öllu sínu veldi og á sama tíma dunaði diskódans- inn sem aldrei fyrr á diskótekunum fyrir sunnan. Aprfl Óhugnanlegt morð var framið að Hverfisgötu 34 er 37 ára gamall maður var skorinn á háls. Þá var það upplýst að dánartala í umferðarslysum væri hlutfallslega hærri hér á landi en í Bandaríkjunum, og að umferðarslys kostuðu íslenzku þjóðina 7—8 millj- arða árlega. Kraftaverkamaður lætur af störfum Guðmundur Magnússon, prófessor i viðskiptadeild, var kjörinn rektor Há- sögðu ríkja í skólanum. Konur I fisk- iðnaði voru einnig óánægðar og varð þá til nýyrðtð refsibónus. Viðbúinn kreppunni Maður einn hafði staflað upp 2 ára matarleifum í ibúð sinni er nágrann- arnir kvörtuðu undan ólykt. Eflaust hefur maðurinn átt von á kreppu og því talið rétt að birgja sig upp, og ekki þurfti lengi að bíða kreppunnar. „Ný oliukreppa er skollin á,” sagði i DB daginn eftir og bensín hækkaði um 30% á einni viku. Ekkert lát hefur orðið á bensinhækkunum síðan og er lítrinn í árslok kominn í 370 kr. en var á 181 kr. á þessu timabili. Milljónatugir af íslenzkum banka- reikningi höfðu verið fluttir frá Finans- banken til Luxemburg þegar íslenzk skattayfirvöld leituðu eftir upplýsing- um þar. íslenzkum yfirvöldum hefur síðan ekki tekizt að fá neinar upplýs- ingar um þessa reikninga í Luxemburg. Háhyrningar drepast Tveir háhyrningar drápust úr kulda í Sædýrasafninu sem síðan hefur sætt ntargs konar gagnrýni. Læknaráð Landspítalans sakaði geðlækna um að hafa leyst húsnæðismál sin með þrýsti- hópaaðgerðurn.. Taldi Læknaráðið að aðgerðir geðlæknanna hefðu komið niður á öðrum deildum spítalans. „Ég tek þessu með jafnaðargeði,” sagði Ólafur Jóhannesson um áfram- haldandi ágreining í rikisstjórninni. Nokkrir flokksbræður Ólafs virtust ekki í eins miklu jafnvægi og foringi þeirra er þeir lögðu til að skoðanakann- anir yrðu takmarkaðar. Síðari hlutaárs fór framsóknarmönnum að vegna bet- ur í skoðanakönnunum og hljóðnuðu þá þessar gagnrýnisraddir. Bylting í Náttúru- lækningafélaginu Bylting var gerð i Náttúrulækninga- félagi Reykjavíkur. Tvo aðalfundi þurfti til að koma byltingunni i gegn og á síðari fundinum kom til handa- lögmála eins og vera ber þegar bylting er gerð. Engin ævikvöldsangurvætð var yfir menningarverðlaunum DB að mati for- manns Bandalags íslenzkra listamanna enda komu verðlaunin í öllum tilfellum í hlut ungs fólks. Marz Smygluð kjötvara fannst í 6 verzlun- unt i Reykjavík og reynt var að troða logandi kyndli inn í sendiráð Kina. Á timum jafnréttis kynjanna þarf engum að koma á óvart að kyndilberinn var kvenkyns. Fjölmiðlar virtust hafa það á tilfinn- ingunni að eldgos væri á næsta leiti og var sérstaklega búizt við hraungosi við Kröflu. Einnig töldu menn sig hafa orðið vara við sjávargos út af Reykja- nesi. Þegar málið var athugað var ekk- ert slíkt gos á ferðinni og Krafla lét heldur ekki segja sér fyrir verkum og ekkert varð úr gosi hennar. Borgardómur tók létt á hassinu Borgardómur úrskurðaði að ómögu- legt væri að reka menn úr starfi fyrir Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir voru aðalstjörnurnar á Stjörnumessu Dag- blaðsins og Vikunnar. hassneyzlu. Skömmu siðafi.v9[9.sJö ís- lendingar handteknir í Kaupmanna- höfn vegna aðildar að einhverju stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í Danmörku. Hvort eitthvert sam- barid hefur verið þarna á milli verður ekki fullyrt hér. Þrír Eyjamenn og Reykvíkingur drukknuðu er vb. Ver VE 200 fórst við Eyjar. Tveimur skipverjum var bjargað. Tveir átján ára piltar fórust í snjóflóði á Esju en sá þriðji komst af. Drengir nokkrir brutu upp vegg á birgðageymslu ÁTVR við Ártúns- höfða, sem er í næsta húsi við lögreglu-' stöðina. Voru þeir að bera út vínbirgðir er vegfarandi gerði lögreglunni viðvart. Um svipað leyti var maður einn kærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum, báðum í einu að því er mátti skilja af fréttum. Bretinn Mickie Gee setti heimsmet í plötusnúningi þann 12. marz í Óðali og hafði þá verið 7 vikur samfleytt við fóninn. Trúlofun Ólafs Jó og Vilmundar „Allt bendir til kosninga,” lét Lúð- vík Jósepsson hafa eftir sér þegar erjur voru með almesta móti á „kærleiks- heimili” Ólafs Jóhannessonar þennan skóla íslands. Siðar á árinu tók fráfar- andi háskólarektor, Guðlaugur Þor- valdsson, við embætti ríkissáttasemj- ara. „Kraftaverkamaðurinn” Kristinn Finnbogason lét af störfum fram- kvæmdastjóra Tímans, og var sagður hafa skilið þar eftir sig 90 milljón króna skuldahala. Hann gerðist síðan framkvæmdastjóri Iscargo. Áframhaldandi ókyrrð var innan Flugleiða og efndu flugmenn hjá Flug- félagi Islands til tveggja sólarhringa verkfalls. Siðar i mánuðinum hófst verkfall á farskipum og náði það til 450 yfirmanna á 60 skipum. Líkaði far- mönnum illa hótaqir sumra ráðherra um að gripa inn i deiluna með lagasetn- ingu og höfðu i hótunum á móti um að sækja dómsmálaráðherra með lög- regluaðstoð á samningafundi. Skákmenn í Búnaðarbanka íslands tefldu samfleytt i 25 klukkustundir og settu íslandsmet. Mótframboð kom fram gegn Einari S. Einarssyni á aðal-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.