Dagblaðið - 28.12.1979, Síða 26
30
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1979.
ERLENDUR ANNflLL '79
uðu honum og fór nú að færast mikið
fjör í leikinn í íran. Sama dag skutu
óþekktir menn fyrrum lögreglustjóra i
Aþenu í Grikklandi til bana. Hafði
maðurinn þjónað undir herforingja-
stjórn þar en hún var vægast sagt
heldur óvinsæl af almenningi.
Stal 68
kflógrömmum
af úrani
Maður einn var handtekinn í
Norður-Karólínufylki í Banda-
ríkjunum og sakaður um að hafa stolið
68 kílógrömmum af úrani, sem hann
hafði ætlað að nota til fjárkúgunar.
Lögreglan náði hinu geislavirka efni af
manninumaftur.
Grænlendingar urðu fyrir miklum
búsifjum vegna áróðurs gegn veiðum
á selum og selkópum. Danski
Grænlandsmálaráðherrann gerði
tilraun til að aðstoða þá við sölu á
skinnunum. Reyndar fengu
Grænlendingar nágrannar vorir heima-
stjórn á árinu eins og nánar verður
getið síðar.
Bianca Jagger, fyrrum eiginkona
Mick Jagger söngvara i Rolling
Stones, var mikið í fréttum á árinu.
Hún fór fram á skilnað við mann sinn
og vildi frá 12,5 milljónir dollara úr
búinu. Einnig vakti hún athygli er
sandinistar börðust við þjóðfrelsisliða
Somoza í heimalandi hennar
Nicaragua. Beitti hún sér töluvert í
hjálparstarfi fyrir bágstadda landa
sina sem áttu um sárt að binda eftir
borgarastyrjöld þar.
Hagsmunaaðilar i Vestur-Evrópu,
sérstaklega Belgíu og Frakklandi, voru
stöðugt á verði um málefni Afríku-
ríkisins Zaire. Hagsmunir þar blandast
mjög kopar- og kóboltnámum í Shaba-
héraði (áður Katanga). Árið 1978 var
gerð þar innrás en ekkert varð af henni
nú. Belgar sendu þangað fallhlífarliða
snemma árs og þá undir því yfirskyni
að þeir ættu að stunda þar æfingar.
Vegna verkfalls sorphreinsunar-
manna í London tóku rottur að gera sig
heldur heimakomnar á ruslahaugum í
miðborginni. Sorphreinsunarmenn
brezkir voru i stöðugum bardaga við
stjórn verkamannaflokksins um
kauphækkanir og vildu fá meira en
hinar lögboðnu 5% hækkanir. í
Bretlandi fór sem víðar að hinir launa-
lágu fengu minnstar kauphækkanir.
Síðbúnar fregnir
af Eroll Flynn
og Tyrone Power
Skyndilega spruttu upp síðbúnar
fregnir af afrekum bandarísku kvik-
myndahetjanna, þeirra Errol Flynn og
Tyrone Power. Var borið upp á þá
látna að hafa haft kynmök saman í ferð
einni, að ritara Flynns ásjáandi. Olli
þetta miklu fjarðafoki og gekk kona
undir konu hönd til að mótmæla
þessu.
Ekki bötnuðu olíumálefni Vestur-
Evrópu og Bandaríkjanna við nær
algjöra framleiðslustöðvun í fran eftir
komu Khomeinis þangað. Hann rak
Baktiar forsætisráðherra fljótlega frá
völdum og í stað hans kom Bazargan
sem reyndar litlu fékk ráðið fyrir ofríki
klerksins. Sagði hann síðan af sér em-
bætti eftir að stúdentarnir írönsku tóku
bandaríska sendiráðið í Teheran her-
skildi og tóku starfsmenn þar í gíslingu
hinn 4. nóvember.
Þáttur Idi Amins
Ugandaleiðtoga
Þá er komið að þætti Idi Amins í
annáli ársins 1979. Hann hefur þjakað
íbúa Uganda árum saman en loks brast
þolinmæði þjóðarleiðtoga í Afríku.
Þeir töldu ekki lengur fært að bera
þennan kross. Sífellt var klifað á því að
stjórn hans á landinu væri til skammar
og hneisu fyrir allan hinn svarta kyn-
stofn.
Það var Julius Nyerere forseti Tan-
saníu, sem tók að sér að losa menn
við Amin. Her Tansaniu ásamt
nokkrum sveitum landflótta Uganda-
manna réðst inn í riki Idi Amins.
Reyndist her hans einskis nýtur og sótti
innrásarherinn fram án mikillar and,-
stöðu í áttina til höfuðborgarinnar
Kampala. Idi Amin var mestur í munn-
inum að venju. Sagðist aldrei mundu
—Óvissa með keisarann en bjartsýni
með nýja stjórn Baktiars í fran. —
Þannig hljóðaði ein fyrirsögnin í DB
hinn annan dag janúarmánaðar síðast-
liðins árs.
Sú bjartsýni varð sér til skammar.
Öll þróun mála í íran virðist ætla að
verða í hörmungarátt og fátt sem
bendir til þess að þar beri gæfan lands-
menn fram á við á næstunni.
Khomeini trúarleiðtogi virðist ekki
fær um að ráða þeim gangi mála, sem
hann setti þó óneitanlega af stað. Ljóst
er að fyrri stjórn keisarans landflótta
hefur ekki verið nægilega góð en nú
virðist þó keyra um þverbak í íran og
raunar ekki eftir neinu að biða þar um
slóðir nema hvernig ósköpunum linni
og hvenær. Aðeins verður að vona að
afleiðingarnar verði sem léttbærastar
fyrir irani sjálfa og þá sem inn í á-
tökin tengjast.
Málefni írans voru mál málanna á
árinu sem er að líða. Kannski voru þau
það vegna þess að þar virðist stefnt
hraðbyri út úr tuttugustu öldinni og þar
er ekki farið að neinum þeim
leikreglutp, sem gilt hafa i alþjóða-
samskiptum um langt skeið.
Nú, þegar þessi annáll erlendra
frétta ársins 1979 er skrifaður sitja um
það bil fimmtíu Bandaríkjamenn i
gílsingu í byggingu bandaríska sendi-
ráðsins í Teheran. Þar hafa þeir fengið
að dúsa síðan 4. nóvember síðastliðinn
og litlar horfur á að þeim verði sleppt.
Við munurn drepa á nokkur atriði i
gangi mála í Íran eftir því sem
annállinn teygir sig fram eftir árinu en
snúum okkur að öðrum og
ánægjulegri fregnum í janúarmánuði.
Flóttamenn frá Kampútseu flykktust inn I Thailand og siðari hluta árs var lagt i mikið starf á vegum alheimshjálparstofnana
við að fæða þetta fólk og kiæða auk þeirra sem enn voru innan landamæra Kampútseu.
Ný stjórnarskrá
á Spáni
Ný stjórnarskrá fyrir Spán gekk í
gildi hinn 1. janúar, þar með var Spánn
kominn í tölu lýðræðisríkja Vestur-
Evrópu. Þrátt fyrir nokkurn óróa þar
er ekki annað að sjá en mál ætli öll að
snúast þar í lýðræðisátt nú fjórum
árum eftir dauða Francos einræðis-
herra þar frá 1938.
Verkfall þrjátíu þúsund vörubif-
reiðarstjóra i Bretlandi hófst hinn 3.
janúar og olli strax vanda.
Barnaárið hófst formlega með
mikilli popphátíð sem haldin var í sal
allsherjarþingsins i New York. Þar
komu ýmsar toppstjörnur popp-
heimsins fram og má m.a. nefna The
Bee Gees, Rod Stewart, Donnu
Summer, Abba, Olivia Newton John,
Andy Gibb, Kris Kristoferson og eigin-
konu hans Rilu Coolidge. Þær fregnir
bárust aftur á móti i desember að þau
hjón væru nú að skilja.
Sandinistar náðu ölíum völdum I Nicaragua og ráku Somoza og ætt nans ira voidum. A myndinni sést einn liðsmanna
skæruliða hvila sig ásamt kunningja sinum, páfagauk.
Var með 4,4 promill
í blóðinu og lifði
Dani einn mældist með 4,4 prómill
áfengis í blóði sínu. Þótti það með
ólíkindum þar sem venjulegt fólk væri
nær dauða en lífi í þannig ásig-
komulagi og þá í bókstaflegri merk-
ingu. Maðurinn fullyrti að hann hefði
aðeins drukkið einn pilsner áður en
hann settist undir stýri á bifreið sinni.
Herinn lokaði flugvellinum í
Teheran í lok janúar skömmu eftir að
keisarinn fór úr landi og var sagður
vera að fara í leyfi.
Samningar ríkisstjórna Noregs og
Svíþjóðar um sameiginlegan rekstur
Volvo bifreiðaverksmiðjanna voru
komnir á lokastig er allt fór upp í loft
og norska stjórnin riðaði til falls vegna
málsins. Málið er í salti og alls óvíst um
framhald þess.
Hinn 1. febrúar kom sjálfur Kho-
meini trúarleiðtogi til Teheran úr út-
legð sinni í Erakklandi. Milljónir fögn-
Billy Carter
forsetabróðir
endaði í afvötnun
Billy Carter, bróðir Jimmy forseta
Bandaríkjanna, var nokkuð í fréttum á
árinu. Fyrri hlutann fyrjr ótæpilega
bjórdrykkju og háværar yfirlýsingar
um það sem honum kom ekki við.
Hann vingaðist við arabahöfðingja i
Líbýu en varð það á að sjást pissa út
undir vegg eitt sinn er hann tók á móti
þeim. Þykir það óhæfa vestur í
Bandaríkjunum.
Var Billy tekinn í karphúsið af
ættingjum og sendur í afvötnun. Þaðan
kom hann nýr maður og sagðist nú sjá
að hann hefði hagað sér illa. Billy hafði
einnig safnað yfirvararskeggi og
glöggir fjölmiðlamenn upplýstu alheim
um að forsetabróðirinn hefði fitnað.
Billy varð fyrstur manna til að
uppgötva að bróðir hans ætlaði
ákveðið aftur í framboð i embætti
Bandarikjaforseta. Honum varð litið
inn í fataskáp stóra bróður og sá að þar
voru fernir glænýir alklæðnaðir
hangandi.
Réð sautján bana
á elliheimilinu
. Þau ósköp urðu í Sviþjóð við byrjun
ársins að ungur hjúkrunarmaður á
gamalmennaheimili játaði að hafa
ráðið sautján vistmanna bana með
eitri. Sagðist hann ekki hafa þolað að
sjá fólkið kveljast í tilgangsleysi og
vildi pilturinn nefna verknað sinn líkn-
armorð. Hann var siðar á árinu
dæmdur ósakhæfur og úrskurðaður til
vistar á geðveikrahæli.
Flóttamenn frá Víetnam, aðallega
af kinversku bergi brotnir, voru mjög í
fréttum. Flúðu þeir með leyfi yfirvalda,
aðallega sjóleiðis, á alls kyns fleytum.
Lögregla Oslóborgar komst í feitt
við lok febrúar er hún hirti alls kyns
klámefni fyrir 700 milljónir hjá helzta
klámkóngi þar í landi. Ekki er Ijóst
hvað gert var við hið upptæka góss.
Óáran í íran á árinu og
hungur í Kampútseu