Dagblaðið - 28.12.1979, Page 32

Dagblaðið - 28.12.1979, Page 32
Með eigið sjónvarpskerfi f Krummahólum 4: Sjónvarpsdagskráin að óskum íbúanna sjálfra og stofnkostnaður innan við 30 þusund á íbúð ptta innnnhnssinnvarn okkar leet siónvarnslofnet á finlhvlis- skrána á kvöldin. efti .,Þetta innanhússjónvarp okkar hefur vakið almenna gleði íbúanna hér,” sagði Haukur Hauksson i Krummahólum 4 í samtali við DB í gær. íbúar í fjölbýlishúsinu Krummahólum4 í Breiðholti tóku sig til og keyptu i sameiningu mynd- segulbandstæki og geta nú sent út myndir og skemmtiefni inn á sjón- varpstækin í húsinu. Útsendingin er tengd inn á tækin í gegnum sameigin- legt sjónvarpslofnet á fjölbýlis- húsinu. „Það er u.þ.b. hálfur mánuður síðan við fengum þetta tæki,” sagði Haukur. Húsfélagið keypti það og magnara að auki. Allar íbúðirnar taka þátt í þessu eða 32 og kostnaður- inn er rétt rúm ein milljón króna. Kostnaðurinn verður því aðeins 26 þúsund krónur á hverja íbúð. Nú lengjum við sjónvarpsdag- skrána á kvöldin, eftir að sjónvarpið hættir að senda út. íbúarnir geta þvi horft á „late show” í tækjum sínum. Þá eru fimmtudagskvöldin upplögð til myndasýninga og siðan sunnu- dagar fyrir börn meðan beðið er eftir Stundinni okkar. Myndin á tækjunum er skýr og gefur ekkert eftir útsendingu sjón- varpsins. Það eina sem okkur vantar er að komast i samband við dreifingaraðila á myndum. í Banda- ríkjunum eru slík dreifingarfyrir- tæki, sem dreifa sex nýjum myndum á viku og er það efni bæði ódýrt og vandað. Mjög gott væri að komast í samband við slíkt fyrirtæki. Við teljum okkur ekki þurfa nein leyfi Landsímans vegna þessara sýninga. Þetta er lokað kerfi í fjöl- býlishúsinu, sem aðrir ná ekki,” sagðiHaukur. -JH. Talsverðar skemmdir urðu á vélunum eins og myndin sýnir. DB-mynd S. Árekstur tveggja Fokkera á Reykjavíkurflugvelli Tvær Fokker vélar Flugfélags íslands skemmdusl talsvert er þær lentu i árekstri á Reykjavikurflugvelli laust fyrir kl. lOímorgun. Að sögn Sverris Jónssonar stöðvar- stjóra var önnur vélin að fara af stað er bremsurnar biluðu og rann hún á vél sem stóð fyrir framan. Miklar skemmdir urðu á stélinu á síðarnefndu vélinni og skrúfan skemmdist talsverl á hinni. Vélin sem var að fara af stað átti að fara til Vestmannaeyja og voru nokkrir farþegar i henni og sluppu þeir allir ómeiddir. Vélarnar sem hér er um að ræða eru FLM og FLP. Orsakir þess að bremsurnar gáfu sig eru ókunnar. íslenzkir skákmenn mjög á faraldsfæti Islenzkir skákmenn eru mjög á far- aldsfæti þessa dagana og eru ekki færri en 6 þeirra crlendis á skákmót- um. ,Páll Þórhallsson, 15 ára, einn af Norðurlandameisturum Álftamýrar- skóla í grunnskólakcppninni, tellir á opnu unglingamóti í Skien í Noregi. Keppendur eru 40 frá 12 löndum. I I. umferð i gær tefidi Páll við Polo frá Noregi og gerðu þeir jafntefli í 30 lcikjum. Jóhann Hjartarson teflir á Evrópu- meistaramóti unglinga 20 ára og yngri. Er Jóhann næstyngsti kepp- andi mótsins, aðeins 16 ára. Jóhann tefidi i gær við Buchi frá Mónakó og sigraði Jóhann í um 40 leikjum. Hann hefur nú hlotið 3 vinninga af 7 mögulegum. Efstir eru tveir Rússar með 6 vinninga. Jóhann sagði i sím- tali við ÐiB i morgun að þetta mót væri gifurlega sterkt. í dag mætir hann stighæsta manni mótsins, sem er frá Tékkóslóvakiu. Elvar Guðmundsson tekur þátt í Geir tekur að sér að reyna stjórnarmyndun: — sex keppa erlendis um þessar mundir — og gengur bærilega unglingamóti i Hallsberg i Sviþjóð og Haukur Angantýsson í Rilton Cup mótinu í Stokkhólmi. Bæði þessi mót hófust í gær en DB tókst ekki að ná sambandi við þá félaga. Þá halda þeir Jón L. Árnason og Margeir Péturs- son til Prag i dag þar sem þeir taka þátt ísterku alþjóðlegu skákmóti. - GAJ STEINGRIMUR SEGIR ENN NEI — við stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðisflokkinn Sjálfstæðismenn voru eftir fund þingflokks og miðstjórnar i gær sam- mála um að Geir Hallgrímsson mundi verða við tilmælum forseta íslands og kanna möguleika á stjórn- armyndun. „Ég vil svara forseta fyrst,” sagði Geir Hallgrímsson í morgun í viðtali við DB. „Ég er ekki búinn að mæla mér mót við hann, og veit ekki, hvort það verður í dag, en alla vega verður það fyrir helgi.” Geir kvaðst telja æskilegast að mynduð yrði stjórn á sem viðtækust- um grundvelli en annars teldi hann ekki tímabært að ræða það mál. Ragnhildur gegn Alþýðubandalaginu Á fundi sjálfstæðismanna I gær var engin samþykkt gerð, en skoðun flestra var að Geir ætti að reyna og fyrirfram skyldi ekki útilokaður neinn möguleiki á samstarfi við aðra fiokka, hvern sem væri. Ýmsir töl- uðu á móti samstarfi við ákveðna fiokka, til dæmis mælti Ragnhildur Helgadóttir hart gegn samstárfi við Alþýðubandalagið. „Sama sinnis/' segir Steingrímur „Ég er enn sama sinnis og fyrir kosningar viðvíkjandi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,” sagði Stein- grimur Hermannsson, formaður Framsóknarfiokksins, í viðtali við DB í morgun. „Ég tel ákaflega lítinn grundvöll fyrir þátttöku Fram- sóknarflokksins í stjórnarsamstarfi, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild. Svo mikið ber á milli að slíkt hlyti að verða ákaflega erfitt,” sagði Steingrímur. - HH frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 28. DES. 1979. Gámar með gleri köstuðust til í Rangá Meðal varnings sem Rangá kom með til landins á dögunum voru á þriðja hundrað tonn af sænsku gleri og var búið um glerið i gámum þannig að 16— 18 tonn voru í hverjum gámi. Á leið- inni til landsins köstuðust nokkrir þess- ara glergáma til í skipinu, og brotnaði við það nokkurt magn af gleri. Ein- staka gámur brotnaði utan af innihald- inu. Að uppiýsingum Hafskipsmanna voru gámarnir í gær fiuttir i vöru- geymslur. Þar verður kannað hve miklar skemmdirnar eru. Hér er um að ræða gler af ýmsum þykktum til gler- verksmiðjanna senr m.a. framleiða úr því tvöfalt gler til húsbygginga. - A.St. Gramsað og rótað í hesthúsum Fáksmanna Óboðnir gestir heimsóttu fjölda hest- húsa á svæði Fáks við Elliðaár i fyrri- nótt. Gengu þeir rösklega til verks og klipptu i sundur fjölda hengilása fyrir hurðum. Var síðan gramsað í hesthús- um og hlöðum. Litlu var stolið en þó dýrindis beizli og öðru sem var minna virði. Þá var eitthvað af verkfærum hirt. Brotin var upp hurð á kaffistofu í einni húsalengjunni og þar einnig rót- að. Búizt er við að þarna hafi menn verið í árangurslausri peningaleit. - A.Sl. Ógætilega farið með eld Ógætileg meðferð elds orsakaði smá- bruna á tveimur stöðum í Reykjavik i gær. í stigagangi verzlunar- og skrif- stofuhúss við Suðurlandsbraut 6 kom upp eldur í pappaspjöldum sem þar voru geymd til bráðabirgða. Varð af mikill reykur. Var fljótt slökkt án brunatjóns að ráði. í ibúðarhúsi við Dynskóga voru svo krakkar að fikta með eldfæri og kveiktu i flugeldi. Orsakaði þetta írafár mikið og brunagöt á gólfteppi. - A.St. Móttaka smá- auglýsinga Móttaka smáauglýsinga DB verður opin sem hér segir um helgina: í dag verður opið til kl. 18, á morgun kl. 9— 14, lokað sunnudag 30. desember, opið kl. 9—12 á gamlársdag og lokað á ný- ársdag. Siminn er 27022. TÖGGUR UMBOÐIÐ SÍMI s. 81530 ^

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.