Dagblaðið - 29.01.1980, Síða 6

Dagblaðið - 29.01.1980, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1980. Forsetakjörsnefnd Samtaka kvcnna á framabraut bcndir áhuí>amönnum um val kvcn- frambjóðandacfnis, til cmbættis forscta íslands á aö fjárstuðninn vegna kostnaðar við valið má lcngja inn á KÍrórcikninn 36822-9 Frckari upplýsingar vcita eftir kl. 6: Erla Guðmundsdóttir, Kcflavik, 92-2872 • Ingibjörg Einarsdóttir, Reykjavík, 85032 Elsa t. Arnórsdóttir, Reykjavík, 19756. F.kki eru allir orðnir aldnir að árum né reynslu, þcgar þeir verða að leggjast I löng ferðalög og mannraunir. Myndin er af tveim afgönskum systkinum, scm cru mcðal flóttamanna I Pakistan. Drcngurinn heldur á brauðhleif, sem hann var að fara mcð til tjalds fjölskyldu sinnar. FUNDUR150 RÍKJAUM ÓLYMPÍULEIKA Ólympíunefndir frá um það bil hundrað og fimmtíu rikjum munu koma saman lil fundar í Mexikóborg i næslu viku og ræða hugmyndir uni að iþróttafólk heims mæti ekki á leikana i Moskvu á komandi sumri. Það er að kröfu áströlsku ólympíunefndarinnar, sem tillaga Bandaríkianna um að sniðganga komandi ólympíuleika er lögð fram til umræðu á fundinum. Talsmaður gest- gjafanna, Mexikana, sagði i gær að þeir væru andvígir tillögunni. Á fundinum vcrður einnig tekin afstaða til þess hvar alþjóðaólympiunefndin á að hafa höfuðstöðvar sínar í framtíðinni. Einnig á að velja nefndinni framkvæmdastjóra. Frá Hollandi berast þær fregnir að ólympíunefndin þar sé andvig því að hætta við leikana í Moskvu. Hollcnzka ríkisstjórnin hefur aftur á móti verið á öndverðri skoðun. Bandaríska ólympíunefndin hefur iagzt á sveif með Jimmy Carter Bandaríkjaforseta og lagt til að iþrótta- menn heims fari ekki á leikana í Mtwkvu. Sú tillaga verður að sögn endurskoðuð ef alþjóða ólympíunefnd- in hafnar tillögunum, sem hníga í þá átt. Þykir það líklegra heldur en hitt. 72 fermetra íbúð til sölu, hæð og ris á góðum stað á Eskifirði. Upplýsingar að Hraunbæ 124 eftir kl. 5, 3. hæð til vinstri. Fyrrum skæruliðar i svcitum þcirra Nkomos og Mugabes hópast nú til Zimbabwe frá nágrannarikjunum, Zambiu og Malawi. Þó hafa stjórnvöldin brczku, sem nú fara mcð stjórn i Zimbabwe/Ródesiu verið sökuð um að vilja ekki hlcypa öllum skæruliðum inn fyrir landamærin. Á myndinni sjást nokkrir ungir skæruliðar koma til heimalands sins en þeir hafa vcrið (luttir á flutningabifreiöum frá fyrri stöðvum sinum í nágrannaríkjunum. Danmörk: Gimsteinasalamir stálu milljónatugum Fyrrverandi eigendur skartgripa- og eðalsteinafyrirtækis í Kaup- mannahöfn hafa verið kærðir fyrir að hafa svikið viðskiptavini sína um upphæðir sem nema jafnvirði tuga milljóna íslenzkra króna. Svikin eiga að hafa farið þannig fram að við- skiptavinunum hafi verið seldir ýmsir dýrir steinar eins og smaragðar, rúbínar og safírar á mun hærra verði en raunverulegt verðgildi þeirra var. Oft er verðið sagt hafa verið mörg hundruð prósentum fyrir ofan mark- aðsverð. Nafn fyrirtækisins sem hér um ræðir var áður Fine Gems Aps en það heitir nú Fine Gems International AS. Núverandi eigcndur lögðu fram kæruna á hendur fyrri eigendum. Segja þeir að fyrirtækið hafi áður hagnazt um i það minnsta upphæð sem nemur hundrað milljónum is- lenzkra króna á því að selja saklaus- um Dönum ýmsa eðalsteina við hærra verði en rétt var. Ýmsir eðalsteinar eru nú mjög eft- irsóttir til fjárfestinga. Verð þeirra hefur farið mjög hækkandi að und- anförnu. Er það af sömu orsökum og verð á gulli og silfri hefur hækkað. Þeir sem eru áhyggjufullir vegna ástands heimsmála telja að af fyrri reynslu sé öruggast að breyta fjár- munum sinum i gull, silfur eða dýra steina. Frá fornu fari hafa slikkaup verið örugg hvað svo sem gerzt hefur í heimsmálunum. REUTER Ný rannsókn á Burmeister og Wain: Sumarhöllo keypt fyrír II og suðræn eyja ir forstjórann Nýtt lif hefur nú aftur færzt i ' málefni dönsku skipasmíðastöðv- arinnar Burmeister og Wain. Að fyrirlagi danska þingsins helur cndurskoðunardeild iðnaðar- ráðuneytisins i Kaupmannahöfn nú verið falið að fara enn Irekar ofan i saumana á málinu. Fyrrum forstjóri og stærsti hluthafi, Jan Bonde Nielsen, er sakaður um að hafa mis- notað aðstöðu sina og skarað eld að eigin köku. Hafi aðrir og smærri hluthafar og rekstur fyrirtækisins siðan borið skaða af. Danski iðnaðarráðherrann Erling Jensen hefur upplýst að hann telji að mörgum spurningum sé ósvarað i máli Burmeister og Wain. Vill hann bæta úr því. Sem dæmi um mál sem þyrfti að kanna nánar væri til dæmis sú ráðstöfun Jan Bonde Nielsen fyrrum forstjóra að láta einkafyrirtæki sitt kaupa sumarhöll eina af Burmeister og Wain án þess að greiða einn einasta cyri. Varð þetta ráðslag siðar til þess að skipasmíðastöðin tapaði jafnvirði nærri tvö hundruð milljóna íslenzkra. Danski iðnaðarráðherrann vill cinnig fá nánari skýringar á því hvernig hagað var kaupum forstjór- ans fyrrverandi á suðrænni eyju, Mustiqueí Krabíska hafinu. Veruleg gagnrýni hefur komið fram á endurskoðcndur Burmeister og Wain. Þykja þeir ekki hafa sýnt nægilegá aðgát i uppsetningu reikninga fyrirtækisins. Einnig hefur það verið gagnrýnt að erfitt hefur verið fyrir aðila að afla sér upp- lýsinga um raunverulega stöðu skipasmiðastöðvarinnar þrátt fyrir að lokið hafi veriðgerð ársreikninga. Allar horfur eru taldar á því að Jan Bonde Nielsen fyrrum forstjóri verði leiddur fyrir rétt og ákærður fyrir hlut sinn að málefnum Bur- meister og Wain og annarra fyrir- tækja. TILBOÐ ÓSKAST Tilboð óskast í Ford C 8000, frambyggða vörubifreið árg. 1974, skemmda eftir umferðaróhapp. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Tryggingamiðstöðin h.f. BIFREIÐADEILD, Aðalstræti 6, simi 26466.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.