Dagblaðið - 29.01.1980, Síða 24
ÞRIÐJUDAGUR29. JAN. 1980
Skólabömin farín að taka í nefið:
MENTÓLTÓBAKK)
VELDUR ÁHYGGJUM
frjálst, úháð daghlað
Birgðageymsla
stolinna vél-
hjéla fundin
Nánast fyrir tilviljun hefur nú kom-
izt upp um pilta sem stolið hafa f)ó
nokkru af vélhjólum og virðast hafa
lekið þau sundur og e.t.v. „blandað
saman” stolnum hjólum svo þýfið
þekktist siður. Rannsókn málsins er á
frumstigi.
Það var á sunnudag að piltur fór í
Hafnarbíó kl. 3 og er út kom var vél-
hjól hans horfið. Hann tilkynnti lög-
reglunni stuldinn þegar. I gær sá hann
svo til pilt á hjólinu, kallaði á lögreglu
og sá er á hjólinu var náðist. Reyndist
hann réttindalaus. Verknaðinn viður-
kenndi hann og sagði jafnframt frá
öðrum pilti sem þátt átti í ráninu. Við
fyrstu rannsókn fundust hjá þessum
piltum fleiri hjól og hjólahlutar sem
talin eru stolin. Rannsóknarmenn
vinna nú að málinu.
- A.St.
„Ef þetta getur gert börnin að
nikótinistum eða neftóbaksfólki er
full ástæða til að vara við því. Og
jafnvel að rannsaka innflutninginn
nánar,” sagði Skúli Johnsen borgar-
læknir um nýja tegund af neftóbaki,
sem ÁTVR flytur nú inn. I nef-
tóbak, þessu er mentól sem deyfir
mjög hina eiginlegu tóbakslykt.
Fræðslustjóri Reykjavikur tjáir
honum áhyggjur sinar vegna þess að
skólabörn eru farin að taka þetta
talsvert i net'ið.
„Mér er ekki kunnugt um neinar
rannsóknir á óhollustu neftóbaks á
sama grunni og rannsóknir á
óhollustu reykinga enda er neftóbak
notað i aðeins litlum hluta heimsins
og í litlum mæli. En ef menn verða
háðir þessu er það vissulega alvarlegt
»
„Ofsalega vinsælt," sagði þessi nemi
í Ármúlaskólanum er hann var
spurður um neftóbakið í sinum
skóla. Þar eru nemar frá 16 ára til
tvitugs. En mun yngri börn fá sér í
nefið. DB-mynd: Hörður.
mál, fyrir nú utan sóðaskapinn,”
sagði Skúli.
Hann var spurður hvort honum
væri kunnugt um aldur þeirra barna
sem tækju í nefið.
„Nei, ekki nákvæmlega. Én ég
veit að þetta nær eitthvað talsvert
niður í grunnskóla. í Sviþjóð hafa
þeir átt við svipað vandamál að etja
og hér verður athugað nánar hvernig
þeir hafa farið að. Þá verður málið
að öllum líkindum lagt fyrir
heilbrigðiseftirlitið og það látið á-
kveða næsta skref.”
-DS.
Sandgerði:
Póstránið
sviðsett
í gærkvöld
Póstránið í Sandgerði var sviðsett i
pósthúsinu þar í gærkvöld, ef það
mætti verða til að auðvelda lögreglu
rannsókn málsins. Lögreglumaður lék
þar hlutverk ræningjans og var gerð til-
raun til að endurtaka nákvæmlega at-
burði þar að morgni 2. janúar sl.
John Hill, rannsóknarlögreglumaður
i Keflavík, sagði í samtali við DB i
morgun, að enn hefði ekkert komið
fram sem leitt gæti lögregluna á spor
ræningjans. Ýmsir þættir málsins eru
enn mjög óljósir — t.d. er póstmeistar-
inn ófær um að gera sér grein fyrir
hvort hún var slegin í höfuðið af ræn-
ingjanum eða hvort hann hrinti henni
utan í vegg. Rannsókninni verður
haldið áfram.
-ÓV
Stálu bíl og óku
réttindalausir
í gærkvöldi voru teknir á Háaleitis-
braut 15 og 17 ára piltar sem sekir voru
um bílþjófnað og höfðu síðan lent i
árekstri á stolna bílnum og valdið tjóni.
Piltarnir reyndust báðir réttinda-
lausir til aksturs þó annar hafi náð til-
skildum aldri til ökuprófs. Bilnum
höfðu þeir stolið á bílastæði kvik-
myndahúss og lék einhver grunur á að
þann leik hefðu þeir leikið oftar. Málið
var enn í rannsókn í morgun.
- A.St.
Herranótt MR í kvöld:
Umhverfis jörðina á áttatíu dögum
■ Ilifl hefóbundna Herranótt menntaskólans i Reykjavík er í kvöld kl. 20.30 I dögttm eftir Jules Verne. Ragnar Th. Ijósmyndari DB tók þessa myndþegar hann leil
A usturbæjarbiói. Menntskœlingarnir voru aö leggja siðustu hönd ó undirbúning I inn ú generalprufu hjá þeim I gœrkvöldi.
gœrkyöldi. Leikritið sem sýnt verður að þessu sinni er Umhverfts jörðina á áttatíu -ELA/DB-mynd Ragnar Th.
ALÞYÐUBANDALAGH)
TEKUR SINNASKIPTUM
— ekki fráhverft þjóðstjóm allra flokka — Alþýðuflokkurinn andvígur
Alþýðubandalagið hefur tekið
lalsverðum sinnaskiptum og gefur nú
i skyn, að það sé ekki fráhverft
þjóðstjórn alira flokka. Áður hafði
Alþýðubandalagið eins og fram kom
að heita má dregið sig út úr
viðræðum.
Alþýðuflokksmenn voru á hinn
bóginn mjög neikvæðir gagnvart
þjóðstjórn á fundi í þingflokknum i
gær.
Meirihlutinn á fundi i þingflokki
Framsóknar vildi i gær kanna
möguleika á þjóðstjórn. Steingrimi
Hermannssyni var falið að athuga
það mál. Minnihluti á fundinum í
þingflokki Framsóknar mælti fyrir,
að stefnt yrði að minnihlutastjórn
Framsóknar og Alþýðuflokks.
Á fundi i þingflokki sjálfstæðis-
manna varð sú niðurstaðan, að hug-
ttiynd um þjóðstjórn skyldi ekki
hafnað.
Þingmenn ræddu í gær margs
konar möguleika á stjórnarmyndun.
Nokkuð er meðal annars rætt um
viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- og
Alþýðuflokks.
Margir telja, að utanþingsstjórn
verði óhjákvæmileg.
Forseti islands ræddi í gær við
formenn flokkanna. Hann ræðir
aftur við þá í dag. Forseti er nú, beint
og óbeint, farinn að setja flokkunum
frest til að mynda stjórn innan fárra
daga, eins og fram kom í DB í gær.
-HH.
LUKKUDAGAR:
29. JANÚAR: 24899
Tesai ferðaútvarp.
Vinningshafar hringi
í síma 33622.