Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.01.1980, Qupperneq 4

Dagblaðið - 30.01.1980, Qupperneq 4
/í DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980. DB á ne ytendamarkaði Saltpétur í osti? Er nauðsynlegur í ostaf ramleiðslunni og gjörsamlega horfinn er osturínn er kominn á markaðinn, segir mjólkurfræðingur I sextíu og fimm daga gömlum osti reyndist nitratinnihaldið vera 0,4 mg. í hundrað og tuttugu daga gömlum osti reyndist nitratinnihaldið vera 0. Ostur er yfirleitt orðinn neyzluhæfur eftir þriggja, fimm eða sex mánaða gerjun. „Reynslan er sú að það er nánast ómögulegt að framleiða ost án þess að nota saltpétur. Notkun hans er heimiluð í öllum löndum, en að sjálf- sögðu er notkunin í mjög smáum stíl og þegar osturinn er tilbúinn á markað er nitratinnihaldið ekkert,” sagði Sævar Magnússon mjólkur- fræðingur hjá Osta og smjörsölunni. Einn af lesendum Neytendasíðunnar, sem er sér mjög meðviiandi um efna- innihald þess sem hún ber á borð' fyrir sig og fjölskyldu sína, kom að máli við okkur og benti á að á nýju ostamerkingunum væri tekið fram að saltpétur væri í ostinum. Vildi hún fá upplýst hvort verið væri að „eitra” fyrir landsmenn með þvi að blanda saltpétri í ostinn. 20 g í 100 lítra leyfilegt Sævar mjólkurfræðingur sagði okkur að það magn af saltpétri sem notað er við ostagerðina sé 20 g i 100 litra mjólkur, en saltpéturinn er látinn í mjólkina þegar á upphafi framleiðslustigs ostanna. Það magn sem notað er i ostagerðina hér hefur yfirleitt verið á bilinu 5—20 g í I00 lítrana, eða um það bil fjörum sinnum minna heldur en heimilt er. Nitrainnihald ostsins er siðan kannað á hinunt ýmsu Iram- leiðslustigum hans. Sævar sagði að i tíu daga gömlum osti hefðu mæling- ar sýnt að 4 mg af nitrati voru í 100 g af osti. Þar að auki benti Sævar á að nitrat er efni sem er uppleysanlegt i vatni og á hinum ýmsu framleiðslu- stigum ostsins skolast meiri hluti nitratsins því í burtu, í fyrsta lagi þeg- ar mysu er tappað af og á síðari, framleiðslustigum þegar vatni er bætt i lögunina. „Saltpéturinn er látinn i mjólkina til þess að vinna bug á skaðlegum gerlum og er þetta gert af illri nauðsyn. En reynslan hefur sýnt að þetta efni eyðist i vörunni í fram- leiðslunni og er alveg horfið þegar osturinn kemur á markaðinn,” sagði Sævar Magnússon mjólkur- fræðingur. -A.Bj. Ostar og ávextir eiga sérlega vel saman. Margir hafa það fyrir sið að enda allar hátiðamáltiðir með osti og ávöxtum, er það alveg fyrirtaks endir á góðri máltið. Gegn samábyrgð flokkanna — Fyrírmyndarþjónusta Má bjóða þér gjafapappír? „Má bjóða þér gjafapappír utan Ekki nóg með það, hún skreytti um pakkann?” spurði afgreiðslu- einnig pakkann með forkunnarfínni stúlka í verzluninni Tékk-kristal á slaufu. Laugavegi 15, er blm. Neytendasíð- unnar keypti þar hlut til gjafa á dög- / Og allt án þess að það kostaði eina unum. Stúlkan sýndi okkur úrval af krónu aukalega. Þetta er þjónusta gjafapappír sem hún hafði á boðstól- sem vert er að geta um. um og pakkaði síðan gjöfinni inn. - A.Bj. / DB-mynd Bjurnleifur. Uppskrift dagsins Ofnsteiktur fiskur með osti í einum af uppskriftabæklingum ^ Osta og smjörsölunnar rákumst við á eftirfarandi uppskrift að ofnsteiktum fiski meðosti: 1/2 kg fiskflök , 2 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 6 msk. hrauðmylsna 100 g smjör 200 g rifinn ostur (gouda eða Maribo) Kryddið brauðmylsnuna með salti og pipar. Skerið flökin i hæfilega stór stykki (eftir að roðinu hefur verið flett af), veltið þeim upp úr brauð- ritylsnunni og raðið fiskstykkjunum i eldfast, smurt mót. Látið rifinn ostinn á milli laga. Stráið brauð- mylsnunni yfir og setjið smjör í bitum ofan á. Bakið í 200°C heitum ofni í 25—30 mín. Berið fram með kartöflustöppu, grænmetissalati og kryddsmjöri, t.d. kavíarsmjöri: Kaviarsmjör er búið til á eftirfarandi hátt: ll5£5Kjör, 3 msk. reyktúr kávíar 1 msk. rifinn laukur. Öllu hrært saman og borið fram í litilli skál. Einnig má láta smjörið í t.d. litinn jógúrtbikar og bregða í frystinn stutta stund. Smjörið er síðan losað úr bikarnum (honum. brugðið undir sjóðandi heitt vatn) og smjörið skorið í sneiðar og borið þannig fram. — Þessa aðferð er raunar ágætt að nota þegar krydd- smjör er borið fram með mat. Hráefniskostnaður (fiskurinn og kavíarsmjörið) er nálægt I800kr.eða um 450 kr. á mann, þvi uppskriftin er ætluð fyrir fjóra.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.