Dagblaðið - 30.01.1980, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. JANUAR 1980.
5
r
Raddir uppi um leynisamning milli SIS og Þróunarstofnunar varðandi Bráðræðisholt og átta hæða
SÍS-byggingu inni við Sund
Gamla húsið, sem bar nafnið Jörvi
meðan það stóð við Vesturgötu 86 á
Akranesi var og er ekki jafnvel-
komið til Reykjavíkur og ætla mætti
eftir að það naut fylgdar lögreglu-
manna úr fjórum lögsagnarumdæm-
um á leið sinni frá Akranesi
til Reykjavikur á föstudaginn. Svo til
leyfislaust er þetta gamla og á engan
hátt sögufræga hús til höfuðborgar-
innar komið og hjá borgaryfirvöld-
um liggja engin leyfi fyrir um fram-
tíðarstað fyrir húsið — nema síður
sé.
Eftir öllum sólarmerkjum að
dæma virðist líklegt að nú blossi upp
deilur innan ráða og nefnda
borgarinnar um þetta hús og framtíð
þess með öllum þeim tilfinningahita
sem fylgt getur umræðu um tilveru
gamalla húsa.
Háttsettur embættismaður Reykja-
víkurborgar tjáði DB að líklega
myndi fyrirfinnast einhvers konar
samningur milli Þróunarstofnunar
Reykjavikur og SÍS, sem tengdist
óskum og tillögum Þróunarstofnunar
Reykjavíkur um svæði eða hverfi
gamalla húsa á Bráðræðisholti, sem
er kringum Grandaveg vestasl i
vesturbænum. Ætla menn að
Þróunarstofnun hafi þar fengið vil-
yrði SÍS fyrir ráðstöfun og afnotum
af stórri lóð sem SÍS á á Bráðræðis-
holti gegn fyrirgreiðslu við óskir um 8
hæða húsbýggingu SÍS i Sunda-
görðum, en sú 8 hæð bygging stefnir
þvert gegn öllu samþykktu skipulagi
við Sundin. Þessu neitaði þróunar-
stjóri í gær með öllu eins og fram
kemur annars staðar hér á siðunni.
Ljóst þykir að umræður um hús-
gamlingjann frá Akranesi verði all-
heitar í borgarstjórn og borgarráði á
Þegar Ijósmyndari DB tók mynd af
bráðabirgðageymslustað húsgaml-
ingjans frá Akranesi á lóðinni nr. 36
við Grandaveg i gær, voru þar mæi-
ingamenn að störfum. Sýnilegt er að
eitthvað er verið að huga að fram-
tíðarstaðnum þó borgarráð vilji ekki
láta lóð undir húsið f Reykjavik.
DB-mynd Hörður.
næstunni. Húsið er hér í óþökk
æðstu borgaryfirvalda, en með ein-
hvers konar bessaleyfi formanns
bygginganefndar sem þekktur er af
vináttu og hlýhug til gamalla húsa.
- A.St.
„ANNAÐHVORT ER AÐ RIFA GOMLU
BYGGDINA ALLA EÐA STYRKJA HANA”
— segir forstöðumaður Þróunarstofnunar um Bráðræöisholtið
,,Á Bráðræðisholti eru nú sjö
gömul hús en þarna eru allt eignar-
lóðir í eigu einstaklinga og félaga
ásamt einni borgarlóð,” sagði Guð-
rún Jónsdóttir forstöðumaður
Þróunarstofnunar Reykjavíkur-
borgar í spjalli við DB.
,,Fyrir liggur skipulagsáætlun að
byggð á Bráðræðisholti, en sú áætlun
á eftir að hljóta samþykki borgar-
stjórnar. í þeirri áætlun er gert ráð
fyrir að þarna verði í framtíðinni 15
.einbýlishúsalóðir. Átta húsanna eru
þegar þarna en gert er ráð fyrir að-
flutningi eldri húsa á hinum lóðunum
sjö,” sagði Guðrún.
Guðrún sagði að á Bráðræðisholt-
inu væri ekki nema um tvær leiðir að
velja. önnur væri að ryöja burt
öllum gömlu húsunum og byggja
svæðið eftir nýju skipulagi. Hin
leiðin væri að láta ekki aðeins gömlu
húsabyggðina halda sér heldur
styrkja hana með fleiri gömlum hús-
HÚSIÐ Á BRÁÐABIRGÐA-
GEYMSLUSTAÐ EINS 0G ER
— en til stendur að skipta eignarlóð og það fái framtíðarstað
„Við gáfum leyfi til að húsið kæmi
og yrði sett hérna á lóðina okkar til
bráðabirgða,” sagði Guðrún
Ásmundsdóttir leikkona en hún og
maður hennar, Kjartan Ragnarsson,
eiga stóra lóð á Bráðræðisholti.
„Húsið lá undir skemmdum á Akra-
nesi ogeitthvað varð að gera.”
Guðrún sagði að til stæði að skipta
lóðinni og eigandi hússins, Haukur
Arnþórsson, fengi hluta hennar sem
framtíðarstað fyrir húsið. En tilskilin
leyfi væru enn ekki fengin, en þetta
væri framtíðaráætlunin.
- A.St.
Borgarráð synjaði í haust
beiðni um lóð undir Jörva
um. ,,Og okkur finnst byggðin þarna
og svæðið þess virði að síðari leiðin
sé farin og byggð gamalla húsa verði
þarnastyrkt.”
Guðrún sagði að hluti Bráðræðis-
holtssvæðisins væri i eigu SÍS, en hún
neitaði með öllu að nokkurt sam-
hengi væri milli ráðstöfunar lóðar
SÍS þar og óska SÍS um stórbyggingu
inn við Sund. - A.St.
DB-mynd Magnús Karel.
Hvermundur með barnsmæðrum sinum tólf.
Möppudýragarðurinn í Hveragerði;
EIGNAÐIST TÓLF
— en formaður bygginganefndar leyfði
til Reykjavíkur
„Borgarráð synjaði í haust beiðni
um lóð undir húsið Jörva á Akranesi
i Reykjavík,” sagði Gunnlaugur
Pétursson borgarritari i viðtali við
DB í gær. „Það var sagt frá synjun-
inni í Dagblaöinu á sínum tima og þá
komizt svo skemmtilega að orði, að
Reykjavikurborg þætti nóg að taka
við gömlu fólki utan af landi, þó hús
þeirra fylgdu ekki meö.”
Gunnlaugur sagði að þó húsið væri
eigi að síöur komið til Reykjavíkur
væri það án allra leyfa. „Byggingar-
nefnd þarf að samþykkja uppsetn-
ingu þess hér og skipulagsnefnd þarf
að samþykkja veru þess, þó því sé
skellt niður á einhverja eignarlóð,”
sagöi Gunnlaugur.
Gunnlaugur kvað húsið nú standa
á eignarlóð Kjartans Ragnarssonar
leikara og konu hans, Guðrúnar
Ásmundsdóttur. Lóð þeirra á Bráö-
ræðisholti (Grandavegur 36) væri
stór og bæri vel tvö hús. En engin
leyfi væru enn veitt fyrir aö húsiö
yrði þarna sett upp og engin skipting
lóðar hefði farið fram.
Ánnar háttsettur embættismaður
borgarinnar sagöi DB, að Magnús
Skúlason, formaður bygginganefnd-
komu þess
ar, hefði fallizt á að húsið kæmi til
Reykjavikur. Fékk hann Gunnar
Sigurðsson byggingafulltrúa til að
skrifa upp á heimild fyrir hingað-
komu hússins. Gunnar batt undir-
skrift sína þeim fyrirvara að ekkert
loforð um framtíðarstað fyrir húiið
fylgdi undirskrift hans né nein önnur
fyrirgreiðsla. Leikur vafi á, að sögn,
hvort undirskrift byggingafulllrúa
var fengin fyrir eða eftir að húsið
lagði af stað frá Akranesi.
Sami embættismaður tók fram að í
Reykjavik væri ekki leyft að hreyfa
hús til, nema fyrir lægi samningur
um framtiðarstað fyrir viðkomandi
hús. Formlegt leyfi hefði því ekki
fengizt i þessu tilviki, aðeins óform-
legt. - A.St.
BÖRN A EINU ARI
Nú hefur frjósemisgyðjan aldeilis
tyllt niður tánni i Hveragerði. Hver-
mundur Magnússon, forstjóri hjá SOS
(Samvinnufélag ckkar Sunnlendinga)
hefur gert sér lítið fyrir og eignazt tólf
börn á einu ári með stúlkunum sem
vinna undir hans stjóm í barnadeild-
inni. Auk þess er hann kvæntur maður
og á tvö böm með sinni ágætu konu.
Nú vaknar sú spurning, hvernig fari
fyrir Hvermundi. Svarið fæst i hinni
nýju íslenzku revíu sem Leikfélag
Hveragerðis frumsýnir hinn 8. febrúar
nk.
Revían, sem hlotið hefur nafnið
Möppudýragarðurinn, fjallar um bar-
áttu Hvermundar og viðskipti hans viö
ýniiss konar möppudýr. Höfundur
reviunnar, Öttar Einarsson, hefur
hlaðið glensi og gamni I óbundið og
bundið mál, sem sungið er við þekkt,
lauflétt lög.
Með helztu hlutverk fara Bergþóra
Árnadóttir, Sigurgeir Hilmar Frið-
þjófsson, Steindór Gestsson og Svava
Hauksdóttir. Alls eru leikendur fjórtán
og bregða þeir sér í allra kvikinda liki.
Undirleik annast Theodór Kristjánsson
og Árni Jónsson. Leikmynd og bún-
inga hannar Hallmundur Kristinsson
og leikstjóri er Aðalsteinn Bergdal.
Ekki er að efa að öllum verður það
hin mesta heilsubót að fylgjast með
Hvermundi er hann þreytir göngu sina
um möppudýragarðinn. Gangan hefst í
Hótel Hveragerði 8. febrúar. Óþarfi er
að taka með sér nesti en fólki með.
falskar tennur er bent á aö líma þær vel
fastar áður en haldið er af stað eða
skilja þæreftir heima.
- MKH, Eyrarbaklta.