Dagblaðið - 30.01.1980, Side 9

Dagblaðið - 30.01.1980, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980. 9 Könnun Hagvangs hf. á skoðun og umskráningu hjá Bifreiðaeftirlitinu: ÓHEYRIUEGA TÍMA- FREKÍ AD SKIPTA VIÐ EFT1RLJTH) „Timi sásem fólk eyðir i samskipt- um sinum við eftirlitið er óheyrilega mikill,” segir i könnun Hagvangs hf. sem náði til skoðana og umskrán- ingar hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins. Niðurstöður könnunarinnar lágu fyrir i september 1979. Af þeim dregur Hagvangur hf. þá ályktun að „ástand og fyrirkomulag sé með þeim hætti að umbætur séu nauðsyn- legar.” Þetta eru tæpast nýjar fréttir fyrir bíleigendur, a.m.k. þá sem þurfa að skipta við Bifreiðaeftirlitið á Bílds- höfða. Daglega bölsótasl ntenn yfir seinagangi í viðskiptum við eftirlitið og tímafreku vafstri i pappirsfrum- skógi trygginga- og eftirlitskerfisins. Nægir að vísa til fjölmargra bréfa sem birzt hafa á lesendasíðum Dag- blaðsins. Þar segja menn farir sínar ekki sléttar i viðskiptum við eftirlitið. Það getur verið anzi þvælið fyrir venjulegan borgara, sem lítt þekkir til álta í frumskógi pappírs, að fara nteð nýkeyptan bíl sinn i skoðun. Viðkomandi verður að sækja og borga þungaskatt, tryggingar og veð- hókarvottorð, aka síðan upp í eftirlit og velja númer. Ganga þar næst frá tryggingum. Þá er hægt að leggja inn alla pappíra og bíða þar til þeir eru komnir á boð hjá gjaldkera. Þegar umskráning hefur verið greidd er næst á dagskrá að biða eftir úthlutun á skoðunarbeiðni. Að henni fenginni eru númer afhent. Bið eftir númerum hefur oft orðið talsverð konii upp einhver vandamál vegna annarra númera. Nú getur ökumaðurinn okkar loks- ins setl nýju númeraplöturnar á bil- inn sinn og farið í biðröð eftir skoðun. Ef hann hefur ekki tekið eftir því inni að þar eru gefin út núnter fyrir skoðun gelur hann lent i nýrri biðröð eftir núnterum — og svo aftur i biðröð eftir skoðun. Hver klukkustundin er því oft fljót að fjúka hjá bíleigendum á Bildshöfða. Ef ökumaðurinn okkar skyldi nú vera á disilbil með R-númeri og kiló- metramæli verður hann að byrja á að aka upp í eftirlit og láta lesa af mæl- inum. Síðan l'er hann niður i miðbæ og greiðir af honunt. Því næst er aftur farið upp i eftirlit. Þá er loksins hægt að hefja umskráninguna. Litla furðu vekur eftir lestur á imyndaðri, en raunhæfri, hrak- fallasögu ökumannsins okkar að Hagvangur hf. skuli segja sem svo i skýrslu sinni: „Allur þessi tími sem fólk eyðir i umstang i sambandi við umskráning- ar er svo óheyrilega langur að furðu gegnir að ekki hafi verið breylt yfir i fast númerakerfi fyrir löngu.” Aðbúnaður skoðunarmanna á Bíldshöfða er annar kapiluli i sög- unni og ekki siður athygli verður. Skoðunarmenn þurl'a að aka bilunt út á fjölfarinn malarveg og þaðan hring sem liggur innan um biðraðir þeirra bila sem bíða skoðunar. í bið- röðunum er oft fólk að bograst við að skipta unt númer á bilum sínum, stundum jafnvel liggjandi með fætur úl undan bílunum. Allar merkingar á stæðum og að- keyrslu vantar. Viðskiptavinir vita þvi oft ekki hvar og hvernig þeir eiga að haga sér i akstri á staðnum og hvar eigi að leggja bíl. Þá er ónefnt ntoldrok sem leggur yfir skoðunarsvæðið í norðanroki og þurrki. „Með þvi að endurskipuleggja svæðið, ntalbika og merkja upp, mætti slórbæta aðstöðuna,” segir i skýrslu Hagvangs hf. -ARH. Vilmundur Gytfason dómsmálaráðherra: Vilmundur Gylfason dómsmálaráð- herra. Frumvarp á grund- velli skýrslunnar „Skýrsla starfshóps um skipan bif- reiðaeftirlits er í mínum höndum og ég er að kanna gerð frumvarps á grundvelli hennar,” sagði Vilmundur Gylfason dómsmálaráðherra við DB. „Það er eðlilegur gangur mála að skoða hér í ráðuneytinu hvernig val- kostir líta út — með frumvarp í huga. Ég vonast til að hægt verði að leggja þetta fyrir yfirstandandi þing.” - ARH 70 millj. kr. spamaður hjá Bifreiðaeftirlitinu — með breyttu fyrirkomulagi á skoðun og skráningu Nýtt fyrirkomulag á bifreiðaskrán- ingu þannig að tekið verði upp fast númerakerft fyrir allt landið er meðal tillagna sem starfshópur um skipan bifreiðaeftirlits hefur lagt fyrir dóms- málaráðherra. Jafnframt þessari breytingu yrði felld niður umskrán- ing vegna eigendaskipta og skoðun í tengslum við hana. Samhliða er lagt til að sérreglur þinglýsingarlaga um bifreiðir (aðrar en stærri atvinnubifreiðir) verði af- numdar en réttindi yfir bifreiðum tryggð með öðrum hætti, m.a. með sérstöku eignarheimildarskjali er fylgi hverri bifreið. Reynt verði að auðvelda eftirlit með eigendaskiptum með því að skylda seljandá einan og að auki ýmsa þá aðila er bifreiðaskipti ann- ast, til þess að tilkynna eigendaskipti. Þá er það niðurstaða starfshópsins að breytt fyrirkomulag á skoðun og skráningu bifreiða geti sparað Bif- reiðaeftirlitinu samtals 69 milljónir króna, ef öll rekstrargjöld eru með- talin. Skoðunargjöld myndu lækka nokkuð og gjöld fyrir umskráningu falla algerlega niður. - ARH Sovétrfkin hernámu Afganistan — og hyggja trúlega á frekari landvinninga. Kalda- striðstimar eru runnir upp á ný. Teiknari blaðsins Siiddeutsche Zeitung sér kuldann i alþjóðapólitfkinni fyrir sér á þennan hátt. Heimdellingar og marx-lenínistar hlið við hlið að mótmæla innrás í Afganistan: „Erum ekki svo bamalegir að látaíhaldið teymaokkur" — segir starfsmaður Alþýðubandalagsins „Fulltrúar margra ólikra stjórnmála- samtaka hafa sameinazt um aðgerðir til að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Með innrásinni er gróflega brotið á sjálfsákvörðunarrétti og sjálf- stæði landsins,” sagði Magnús Snædal fulltrúi Einingarsamtaka kommúnisla við Dagblaðið. Einingarsamtökin áttu frumkvæði að mótmælafundi sem er fyrirhugaður við sendiráð Sovétrikj- anna nk. föstudag kl. 17.30. Krafa fundarins verður: Sovézkan her burt úr Afganistan. Nánar var ákveðið um kjörorð á fundi í gærkvöldi. Auk Ein- ingarsamtakanna taka þátt í aðgerðun- um: Samband ungra sjálfstæðismanna, Samband ungra framsóknarmanna, Samband ungra jafnaðarmanna, Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta og Kommúnistaflokkur íslands. Þá var út- lit fyrir það í gær að einhverjir „móðurflokkar” ungherjasamtakanna lýstu stuðningi við fundinn. Alþýðubandalaginu í Reykjavík var boðin þátttaka, einnig Samtökum her- stöðvaandstæðinga, Sambandi ísl. námsmanna erlendis — SÍNE, og Fylk- ingunni. „Þetta hefur verið rætt í hópi félaga og í Æskulýðsnefndinni. Ástæðan fyrir því að við viljum ekki vera með er sú að aðilar sem eru á sveif með bandarísku heimsvaldablokkinni eru meðal þeirra sem að fundinum standa. Við erum ekki svo barnalegir að láta ihaldið teyma okkur,” sagði Benedikt Krist- jánsson starfsmaður Alþýðubandalags- ins. „Fólk úr SUS og Vöku er ekki heill í afstöðu sinni til frelsisbaráttu þjóða. Ihaldið mun nota þessar aðgerðir sem vatn á myllu áróðurs til stuðnings bandarískri hersetu og NATO. Það má eingöngu minnast á Sovétríkin. Við viljum sjá hlutina í víðara samhengi,” sagði Benedikt. Alþýðubandalagið verður þvi ekki með. Fylkingin og SÍNE höfnuðu sömuleiðis þátttöku. Samtök her- stöðvaandstæðinga kváðust aldrei hafa boðið til aðgerða í samvinnu við önnur samtök. Herstöðvaandstæðingar verða ekki með heldur. „Það er greinilega aðeins.einn aðili sem ekki treystir sér til að mótmæ' innrásinni í Afganistan, Alþýðubanda- lagið og fylgiftskar þess,” sagði Jón Ormur Halldórsson hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna. „Afstaða Alþýðubandalagsins er í samræmi við reynslu okkar af því. Bandalagið hefur alltaf verið tilbúið að mótmæla þegar Bandaríkin eru annars vegar. Þegar vinir þess .i austri koma við sögu þá er annað uppi á teningn- um. ” - ARH Loðnuveiðum haldið áfram í 180 þús. t. Sjávarútvegsráðherra lýsti þvi áliti sinu og ráðuneytisins á fundi með hagsmunaaðilum loðnuveiðanna í gær að rétt væri að hækka loðnu- kvótann nú úr 100 þús. tonnum í 160 til 180 þús. tonn, en hann er nú þegar orðinn um 20 þús. tonn yfir 100 þús. tonna markið. Ástæðan fyrir þessari stefnubreyt- ingu er fyrst og fremst sú að skv. markaðsupplýsingum um söluhorfur á frystri loðnu og loðnuhrognum virðist ekki skynsamlegt að gera ráð fyrir meira en um 100 þús. tonna veiðum í þessu skyni. Gert hafði verið ráð fyrir 180 þús. tonna veiðum I þéSsu skyni og hefðu þær byrjað í marz og flotinn þvi legið aðgerðar- Iaus allan febrúar. -GS Viðhaldið ódýrara hjá Seaboard —þegar áríð er skoðað í heild, segir blaðafulltrúi Flugleiða „Það er alrangt i frétt DB í gær að viðhald á DC-8 þotum sé nær helm- ingi dýrara hjá Seabord en i Luxem- burg. Sannleikurinn er sá að nú um áramótin var viðhaldið alveg álika dýrt á báðum stöðum,” sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða í viðtali við DB í gær. Frétt blaðsins var byggð á upplýsingum úr frétta- bréfi Flugvirkjafélags íslands og breytti DB þarengum tölum. „Ákvörðun um viðhaldið er tekin til eins árs í senn. í ljósi þess að Bandaríkjadollar ler jafnt og þétl fallandi gagnvart Evrópugjaldmiðl- um tók stjórnFlugleiða þá ákvörðun að semja um viðhaldið á dollara- svæði. Okkar mat nú er að snemma þessa árs verði viðhaldið orðið ódýr- ara hjá Seabord, með tilliti til gjald- miðlabreytinga, og verði mun hag- kvæmara þar þegar litið er á árið í heild,” sagði Sveinn. Annars tók Sveinn undir þá skoðun flugvirkja, sem einnig kom fram í fréttinni, að stefna bæri að því að flytja sem mest af viðhaldinu heim en aðstæður byðu ekki enn upp á það. - GS Herranótt MR: Austurbæjarskóli - ekki bíó Þau leiðu mistök urðu í gær er sagt var frá Herranótt Menntaskólans i Reykjavík að Austurbæjarbíó var nefnt í stað Austurbæjarskóla. Er hér með beðizt velvirðingar á þessum mistökum. Norsk ullarnærföt fyrir allar útiíþróttir á börn og fu/lorðna

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.