Dagblaðið - 30.01.1980, Page 23

Dagblaðið - 30.01.1980, Page 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980. 23 i Útvarp Sjónvarp D ÞJÓÐLÍF: Frumtilraun til að brjóta verkaskiptingu sjónvarpsins „Næsti þáttur verður eftir mánuð. Ég er búin að ákveða hann að mestu en langar að halda honum leyndum eitthvað áfram,” sagði Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður sjónvarpsins í spjalli við Dagblaðið. Sigrún var með geysivel heppnaðan þátt á sunnudagskvöldið sent nefnist Þjóðlíf. Verður þátturinn mánaðarlega úr þessu. „É.g ætla að halda þættinum i þessu formi, samblandaðan af stúdíóvinnu og filmuvinnu. Eins og nafnið bendir til er þátturinn úr þjóðlifinu. Ég heimsæki fólk og það heimsækir mig,” sagði Sigrún ennfremur. Sviðið í þættinum var nijög smekklcga hannað, Sigrún. Hver bjó það lil? ,,Já, ég var mjög ánægð með senuna en hún er unnin af Baldvin Björnssyniog er það Itans frumsmiði. — Hver á hugmyndina að þættinum og hvernig er hann tilkominn? „Útvarpsráð á hugmyndina. Ég fékk hins vegar frjálsar hendur með gerð hans. Hingað til hcfur verið mikil verkaskipting milli fræðslu- og fréttadeildar annars vegar og lista- og skemmtideildar hins vegar. Þessi þáttur er frumtilraun til að brjóta niður þessa skiplingu. Hann á að vera sambland fróðleiks og skemmtunar,” sagði Sigrún að lokum. Ef Sigrún heldur áfrani á söntu braut megum við eiga von á skemmtilegum þáttum á næstunni, bæði líflegum og óþvinguðunt eins og sá fyrsti gaf til kynna. -EI.A. Sigrún Stefánsdóttir: Útvarpsráð átli hugmyndina. Ég framkvæmdi hana cftir eigin höfði. Hér er Sigrún á tali við forseta íslands, dr. Kristján Kldjárn, í þættinum Þjóðlif. ELÍN ALBERTS DÖTTIR. Að vísu er ekki komið að steinaldar- mönnum slrax en það sakar ekki að hirta mynd af einum þeirra. Við upptöku á Út i óvissuna. Aðalleikari myndarinnar, Stuart Wilson, kaupir blöðin af blaðsöludreng fyrir utan Hressingar- skálann. DB-mynd Hörður. ÚT í ÓVISSUNA - sjónvarp kl. 21.00: Eltingaleikur um hálendið „í þættinum í kvöld liggur leið þeirra Elínar og Alans um hálendið. Þar er þeim veitt eftirför og leikurinn berst víða,” sagði Dóra Hafsteinsdóttir, þýðandi Út i óvissuna, í samtali við DB. „Alan nær sambandi i gegnum lalstöð við yfirmann leyni- þjónustunnar i Bretlandi. Hann segir honum að hann treysti Slade ekki fyrir pakkanum. Yfirmaðurinn lofar að senda annan mann og myndin gengur siðan út á það,” sagi Dóra ennfremur um myndina i kvöld. Fyrir þá sem misstu af þættinum síðast, skal hér farið fljótt yfir það sem þar gerðist: Þátturinn hófst í Skotlandi. Háttsetlur embættis- maður brezku leyniþjónustunnar þvingar fyrrum starfsmann sinn, Alan Stewart, til að fara með böggul til íslands. Böggulinn á hann að fara með til Húsavíkur. Við komuna til Kefla- víkur er Alan sagt að fara Krýsu- víkurleiðina. Á leiðinni er ráðizt á hann og árásarmaðurinn verður fyrir skoti i átökunum. Alan heimsækir vinkonu sína, Elínu, i Reykjavík. Þau ákveða að fara bæði til Húsavíkur. Hann flýgur en lætur Elínu, óafvitandi, flytja böggulinn landleiðina. Alan er veitt eftirför til Húsavíkur og þar er reynt að ræna af honum bögglinum. Hann neitar að afhenda böggulinn og þau Elin halda af stað til Ásbyrgis. Þegar þangað er komið verður Alan þess var að hlerunartæki hefur verið komið fyrir i bilnum. Stuttu seinna ræðst Graham, útsendari Slades, á hann og Alan særir hann illa. Með aðalhlutverk i þættinum fara Stuart Wilson og Ragnheiður Stein- dórsdóttir. -KI.A. EINU SINNI VAR — sjónvarp kl. 18.30: Skemmtilegur fróðleikur fyrir alla fjölskylduna „í þessuni þælli er haldið áfram þróuninni fram til okkar daga. Ncanderdalsmenn eru mest lil um- fjöllunar i þættinutn. Þeir réðu rikjum i hundrað þúsund ár eða þangað til l'yrir þrjátiu og fimm þúsund árunt,” sagðiÓmarRagnarsson í samtali viðDB. Ómar ei þulur þátlanna I itiu sinni var sem eru á dagskrá sjónvarpisns á miðvikudögum kl. 18.30 Þcir sem horfðu á fyrsta þátlinn sáu að hér eru á ferðinni bráðskemmlilegar og vel gerðar ieiknimyndir. I eiknimyndirnar lýsa sögu mannkynsins frá upphafi l'ram á vora Inga. yrir ulan að vera skemmtilega .iniiii spillir ckki lyrir frábær leslur Ómars. Hann nni.i mi lá Brvndísi Schrant séi til hjálpar \ iðlesturkven- raddar. Hér er á ferðinni skemmtilegur fróðleikur tyrir allan aldur. Þætlirnir verða alls tuttugu og sex. Þýðandi cr Friðrik Páll Jónsson. Miðvikudagur 30. janúar 18.00 Barbapapa. Endursýndur þáttur úr Stund- inni okkar frá siðastliðnum sunnudegi. 18.05 Höfuðpaurinn. Tciknimynd. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.30 Einu sinni var. Franskur teiknimynda flokkur í þrettán þáttum, þar sem rakín cr saga mannkyns frá upphafi og fram á okkar daga. Annar þáttur. Þýðandi Friðrik Páll Jónsson. Þulurómar Ragnarsson. 18.55 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 NýJasta tækni og visindi. Meðal annars verða myndir um nýjungar í vefnaði, skrif stofutækni, öryggisbúnaði og prentun. Um- sjónarmaðurSigurðurH. Richter. 21.00 Ot I óvissuna. Breskur njósnamynda- flokkur i þrcmur þdttum, byggður á sögu eftir Desmond Bagley. Annar þáttur. Efni fyrsta þáttar: Háttsettur starfsmaður bresku leynl- þjónustunnar, Slade/þvingar Alan Stewart, fyrrum starfsmann sinn, til að takast á hcndur verkefni á íslandi fyrir þjónustuna. Hann á að flytja böggul frá Keflavlk til Húsavikur. Ráð- ist er á Alan, scm drcpur árósarmanninn. Alan ákveður að fljúga tii Húsavikur, cn lætur vin- konu sína. Elínu, óafvitandi flytja böggulinn landleiðina. Alaner veitt eftirför til Húsavikur og þar er reynt að ræna bögglinum. Hann neitar að afhenda böggulinn viðtakanda. Þau Elin íara i Ásbyrgi i fri. Þar ræðst Graham, út- sendari Slades, á þau, og Alan særir hann illa. Þýðandi Dóra Hafstcinsdóttir. 21.50 Með grasið I skónum. Mynd frá norrænni þjóödansahátlð, sem haidin var i Danmörku sumarið 1979, þar sem m.a. kemur fram is- lenskur dansflokkur. Þýðandi Jakob S. Jóns- son. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 22.50 Dagskrárlok. Útvarp Miðvikudagur 30. janúar 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfrcgnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Tónlist úr ýmsum áttum og !ög leikin á ólik hljóðfæri. 14.30 Miðdegissagan: „Gatan” eftir Ivar Lo- Johansson. Sigurður Einarsson þýddi. Halldór Gunnarsson les (23). 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Lilli barnatiminn. Stjórnandi: Oddfriöur Steindórsdóttir. Lesnar íslenzkar þjóðsögur og lcikin Islenzk þjóðlög. 16.40 Utvarpssaga barnanna: „Hrcinninn fót- frál” eftir Per Westeriund. Þýðandi: Stefán Jónsson. Margrét Guðmundsdóttir lýkur lestr- inum (7). 17.00 Slðdegistónleikar. Sinfóníuhljómsveit Islands leikur forleik að „Fjalla Eyvindi" eftir Karl O. Runólfsson; Páll P. Pálsson stj. / Nýja fllharmoniusveHin i Lurtdúnum leikur þættí úr Spænskri svítu eftir Albéniz; Rafael Frúhbeck dc Burgos stj. /Fílharmoniusveitin i Los Ange les lcikur ^Also sprach Zarathustra", siníón iskt Ijóð op. 30 eftir Richard Strauss; Zubin Mehta stj. 18.00 Tónleikar.Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Samleikur i útvarpssal: Kammersveit Reykjavlkur leikur. a. Oktctt fyrir tréblásara eftir Jón Ásgeirsson (frumflutningur), b. Milli spil fyrir flautu, fiðlu og hörpu eftir Jacqucs Ibert, — ogc. DivertimentoclegiacoeftirTure Rangström. (Slðasta vcrkinu stjórnar Svcn Verde). 20.05 (ir skólalífinu. Uinsjónarmaður: Kristján E. Guðmundsson. Fjallað um nám t bók- menntafræði í heimspekideild háskólans. 20.55 Vlsur og kviðlingar eftir Kristján N. Júllus / Káinn. öskar Halldórsson dósent les og flytur skýringar. 21.10 „Árstiðirnar” eftir Antonio Vivaldi. Aka démie kammersveitin i Múnchen ieikur. Stjórnandi: Albert Ginthör. (Hljóðritun i Há- teigskirkju i fyrra). 21.45 Ctvarpssagan: „Sólon Íslandus” eftir Davið Stefánsson frá Fagraskógi. Þorsteinn ö. Stephensen les (6). 22.15 Vcöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.35 Á vctrarkvöldi. Jónas Guðmundsson nt höfundur spjallar við hlustendur. 23.00 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Árna- sonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Gamla, góða útvarpsklukkan: ÞJÁIST AF SAM- BANDSLEYSI Þeir sem tniða allt sitt tímatal við slátt útvarpsklukkunnar klukkan sjö að morgni pg sjö að kvöldi hafa átt erfiða daga. Klukkan sem fylgt hcl'ur útvarpinu frá stofnun þcss er orðin skelfing slöpp til heilsunnar undan- farið og slær stundum tvisvar og stundum ekki. Ástæðan fyrir þcssari fyrirtekt er sambandsleysi einhvers staðar í klukkunni. Nýtt verk var sett í hana fyrir nokkrum árum og gekk hún vel á þvi fram að þcssu og gerir reyndar enn. En afgangurinn, þetta gamla og góða, er farið að bila. Vcrkið sljórnar visunum, sent stjórna aftur slættinum. Visarnir eru orðnir gamlir og þreyttir og stundum hefur klukkan það ekki upp að slá sjö. Þá staðnæmist stóri visirinn einni niinúlu áðnr en hann nær upp á „12- ið” á klukkunni og ckkerl vcrðnr úr slætti. Þetta hugðust nicnn kontasl i kringum með þvi að taka sláll klukkunnar ttpp á band^og spila það cf einsýnt væri að hún slægi ekki. Þá móðgaðisl sú gamla fyrir alvörti. Og á fimmtudagskvöldið tök hún sig lil og slö einni mínútu eftir að handið liafði verið leikið. Jón Múli, sem var þá byrjaður að lesa fréttirnar, varð að hætta í ntiðju kafi. En af kunnri rósemi lél hann sent ekkerl væri. Þær npplýsingar fengusl i út- varpinu að reynt yrði að lappa upp á gömlu, góðu klukkuna á rneðan þess væri nokkurs kostur. Vitað er að landsmönnum cr alls ekki sama Itvaða klukka slær í úlvarpinu, jieir viljaþessa ogengaaðra. -I)S. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í 1690 tréþverslár og 300 km raflínuvír. Útboðslýsingar og gögn fást afhent á skrif- stofu RARIK, Laugavegi 118, frá og með fimmtudeginum 31. janúar 1980. Raf magnsveitur ríkisins

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.