Dagblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 4
DB á neytendamarkaði um vaxtagreiöslur „Misjafnl hefur verið hve háir vextir hafa verið greiddir þegar vörur hafa verið keyptar með afborgunum. Er nú unnið að því að setja þetta í fastan ramma til þess að auðvelda neytendum að komast að raun um hvert raunveru4egt verð vörunnar er,” sagði Georg Ólafsson verðlags- stjóri í samtali við DB. i lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti segir í 45. grein að ELDHÚSKRÓKURINN DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980. Hvert er raunverulegt verö hluta sem keyptir eru með afborgunarskilmálum? Veröiagsstjóra falid aö auövelda neytendum verösamanburö og setja regjur verölagsstofnun skuli setja fastar reglur um verðmerkingar og verð- skrár og geli ákveðið að lilteknar vörur skuli bjóða til sölu í nánar til- greindum einingum. Þar segir ennfremur að verðlags- stofnun geti sett reglur um verðupplýsingar á vörur sem seldar eru gegn afborgunum. Geta þessar reglur bæði tekið til auglýsinga og verðmerkinga í verzlunum. Hefur nú viðskiptaráðuneytið falið verðlagsstofnuninni að framfylgja þessari lagagrein með áðurnefndri athugun. Einnig hefur verðlagsstjóra verið falið að kanna leiðir til þess að auðvelda seljendum að mæta þessum skilyrðum, svo sem með reikniþjónustu. „Við höfum heyrt að á seinni timum hafi verið teknir hærri vextir í afborgunarviðskiptum, í sumuni tilfellum jafnvel dráttarvextir. Áður voru þetta víxilvextir,” sagði Georg Ólafsson. Hann minntist einnig á að eftir að bankarnir fóru að minnka yfirdrátt- arheimildir við fyrirtækin og taka refsivexti hefði þeim verið velt yfir á neytendur. Þannig eru það kannski bankarnir sem orsaka hærii vexti i afborgunarviðskiptum neytenda. Langflestir geta ekki keypt dýr heimilistæki nema með afborgunum. Hingað til hefur verið nær ógjörningur fyrir almenning að gera sér grein fyrir raunverulegu verði hlutanna vegna vaxtakostnaðarins, sem ekki er talinn með þegar verð vörunnar er gefið upp. -A.Bj. Matarkostn- aðurínn lækkaði þrátt fyrir 1/2 hest í frystikistuna „Jæja, , þá er það desember-I seðillinn, og eins og ég bjóst við lækkaði matarkostnaðurinn töluvert. Samt er 1/2 hestur sem viðsöltuðum inni i upphæðinni þannig að ég vona að janúar verði lægri, þrátt fyrir hækkanir,” segir m.a. í bréfi frá Ástu í Reykjavík. Ásta er með sex manna fjölskyldu og meðallalskostnaður hennar í mal og hreinlætisvörum er rúmlega 42 þúsund kr. á mann. Talan var nærri 60 þús. í nóv. ,,í liðnum „annað” er allt meðað vanda, (rúml. 450 þúsund) enda er liðurinn hár. Við eyddum nokkuð miklu i jólagjafir innan fjölskyldunnar eða um 230 þúsund. Þá þakka ég fyrir uppskriftirnar og aðrar upplýsingar.” Gómsætir kjúklingar í sunnudagsmatinn Við skulum bjóða upp á kjúklingarétt i sunnudagsmatinn. Uppskriftin er úr bókinni Kjúklingar, sem Ib Wessman þýddi og Örn og Örlygur gáfu út. Grillsteiktir kjúklingar með kryddsmjöri 2 slórir kjúklingar, ca 1200ghvor 125 g smjör 2 msk söxuð sleinselja 1 smátl saxaóur laukur 1.—2 tsk þurrkað basilikum 1—2 tsk mild paprika salt Kjúklingarnir eru hreinsaðir og hvor kjúklingur nöggvinn í fernt og látnir i ofnskúffu eða eldfast fal. Látið húðina snúa niður og gætið þess að bitarnir séu ekki hver ofan á öðrum. Hrærið smjörið lint og bætið lauknum, steinseljunni og kryddinu út í. Helmingnum af smjörinu er smurt á kjúklingana. Fatinu eða skúffunni er nú lokað með álpappir og látið á neðstu rimina i ofninum eftir að kveikt hefur verið á grillinu. Kjúklingarnir eru steiktir i 15—20 mín., fer það dálitið eftir stærð. Þá er falið tekið úr ofninum og öllum bitunum snúið við og afganginum af smjörinu smurl á þá. Fatinu lokað aftur og látið á neðstu rim og steikt áfram i 15—20 mín. Þá er ál- pappírinn tekinn af fatinu, steiking- arfeilinni dreypt á kjúklingana og þeir saltaðir. Fatið er þá Íátið ofar í ofninn og steikt áfram i 5—10 min., þannig að kjúklingarnir verði brúnir með góða steikningarskorpu. Munið að hafa alllaf „rifu” á ofnhurðinni þegar grillið er i gangi. Dreypið steikningarsoðinu yfir kjúklingana af og til þessar síðustu 10 min. af steikingartímanum. Berið fram með snittubrauði. soðnum kartöflum og grænmetis- salati. Ef grill er ekki i ofninum má steikja kjúklingana á sama hátt og lýst er að framan, en hafa hitann á ofninum 250—270°. Þegar 10 min. eru eftir af steikingartimanum er álpappirinn tekinn af og ofninn látinn á mesta yfirhita. Hafið einnig rifu á ofnhurðinni. H ráef niskostnaður: Ef notaðir eru kjúklingar á 1850 kr. er hráefniskostnaðurinn um 4925 kr. eða 820 kr. á mann þvi uppskriftin er ætluð fyrir 6. Ef notaðar eru unghænurá 1550 kr. er hráefniskostnaðurinn nálægt 3755 kr. eða 626 kr. Ekki er reiknað með kartöflunum eða hrásalati. -A.Bj. Þetla er allra fallegasta bók, en hún getur verið hæltuleg vegna skarpra hornanna. DB-mynd Hörður. Aðgætið hvort leik- föngin séu örugg ,,Það er margt að athuga þegar keypt eru sakleysisleg leikföng handa börnunum,” sagði ung móðir i spjalli við DB. — Hún hafði keypt plastbók handa ellefu mánaða gömlum syni sinum. Svo kom yngra barn i heimsókn og fékk bókmenntirnar lánaðar. Þá tókst ekki betur til en svo að litla barnið rispaði sig i andlitinu með oddhvössum hornum plastbókarinn- ar. Ef hornin rekast í auga geta 1 hlotizt af alvarleg slys. | Horn bókarinnar hefðu alveg eins | getað verið ávöl i stað þess að vera ' svona beitt. —Þykir rétt að benda j, fólki á að athuga hvort leikföng sem i það kaupir séu örugg. -A.Bj. 0FNSTEIKING 0G GUFUSTEIKING Yfirleitt hefur hinum ýmsu steikingaraðfcrðum verið litill gaumur gefinn hérlendis. Sl. ár hclur þó verið gerð nokkur bragar- ból, cnda er steiking talin vandasöm matreiðsla. Ofnsteiking er mikið notuð, þótt segja megi að helzta steikingaraðferðin sé blanda af ofn- steikingu og gufusteikingu. Þegar steikt cr í ofni á hilinn að fara eftir stærð steikarinnar og gæðum kjötsins. Litlar steikur og gott kjöt á að sleikja við meiri hita en stórar steikur og lélegt kjöt. Við langan steikingartima er hætta á að kjötið brenni ef ofnhitinn er hár. Kjötið ér látið á rist i ofnpönnunni til að það snerti ekki kjötsafann sem lekur úr því eða feitina sem af þvi bráðnar. Á meðan á steikingu stendur er smjöri dreypt á kjötið öðru hverju eða feitinni sem af því drýpur. AJdrei á að dreypa soði, vatni eða öðrum vökva á steikina. Þá myndast gufa i ofninum og kjötið gufusteikist og missir mikið af sínu góða steikingarbragði. Ofnhitinn á að vera þannig að kjötsafinn sem kemur úr kjötinu þorni á botni en brenni ekki. Þegar kjötið er hæfilega steikt er það tekið út úr ofninum, feitinni hellt af pönnunni og' litið eitl af þunnu kjötsoði soðið i pönnunni unz innþornaði kjötsafinn er leystur upp að fpllú. Þessu soði er síðan blandað út i venjulegá brúna sófu sem er .framreidd meðsteikinni. Ýmsar lisktegundir eru einnig ofnsteiktar, til dæmis silungur, lax, ýsa, smálúða og fleiri. Ofninn verður að vera vel heilur áður en steikin er sett i hann. Næst er kjötsteiking á rist. Búreikn- ingar frá upphafi ,,Kæra Neylendasiða. Ég sendi þér nokkrar linur með seðlinum. Við höfum haldið búreikninga frá þvi við byrjuðunt btískap, í nóv. 1976. I desember '76 fóru 30.959 kr. í mal og hreinlætisvörur. i desentber '77 var upphæðin 43.661 kr. og 1978 67.680 (meðaltalið á mann i des. ’79 er tæplega 37 þús.). Allt árið 1979 fóru 1.096.811 kr. i mat og hreinlætisvörur hjá okkur. Þ. Ky.” Varla er hægt að halda þvl fram að þessl réttur sé margbrotinn i matreiðslu og ekki krefst hann margra iláta, þannig að matreiðslan skapar ekki mikinn upp- þvott — sem er mikill kostur. Húrra fyrir ykkur, að hafa haldið búreikninga frá fyrsta búskaparári. Þá er þetta þar með komið upp í vana og vefst ekki fyrir ykkur. Öllunt kemur saman um að búreikningahald hvetur fólk til sparnaðar frekar en eyðslu, og víst er um það að betra er að skera niður út- gjöld, ef vitað er nákvæmlega i hvað peningarnir hafa farið. Haldiðáfram á sömu braut. •ABjJ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.