Dagblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 24
Týsmálið:
Skjölin til
saksóknara
Rannsóknargögn sem lil urðu eftir
alburðina á varðskipinu Tý 7. janúar
sl. eru enn hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins, að sögn Þóris Oddssonar vara-
rannsóknarlögreglustjóra, sem hafði
stjórn rannsóknar málsins með
hönduni.
Þórir sagði að málsskjölin myndu
innan skamms send til Akureyrar jiar
sem þau yrðu sameinuð skjölum
sjódóms. Skjalabunkinn færi síðan lil
saksóknara rikisins. Þórir taldi að frá
sjónarmiði Rannsóknarlögreglu
rikisins væri málinu lokið. -A.Sl.
Óútskýran-
leg blinda
/ blíðskaparveðri og björtu og við beztu akstursskilyrði varð óskýranlegur árekstur I gœr á mótum Vesturiandsvegar og'
Gufunesvegar. Splunkuný Mazdabijreið var á leið til Reykjovlkur en Mercedes Benz bifreið komfrá Reykjavík. Benzinn\
hugðist sveigja norður Gufunesveginn og virðist ökumaður alls ekki hafa séð bllinn sem á móti kom. Var Benzinum ekið I,
hlið Mazda bllsins. Fór hliðin með öllu úr bllnum og þak ogfleira gekk svo til og beyglaðist að blllinn er talinn ónýtur.
Meiðsli urðu óveruleg en mjög mikið eignatjón.
-ASt/DB-myndR. Th. Sig. \
Lögbannskrafan
í undirbúningi
„Það er rétt að ég hef verið að
skoða möguleikana á þvi að krefjast
lögbanns,” sagði Gestur Jónsson lög-
fræðingur í samtali við Dagblaðið í
gaerkvöldi.
Hann bætti þvi við að lögbanns-
krafan hefði ekki enn verið sett fram.
Athugun þessa vinnur Gestur að
beiðni áfengisvarnarráðs en ráðið telur
að sú ákvörðun fjármálaráðherra að
heimila ferðamönnum að taka með sér
bjór inn í landið eigi sér ekki stoð í
lögum.
Mikil sala hefur verið á bjór á Kefla-
víkurflugvelli frá þvi reglugerð fjár-
málaráðherra tók gildi. Munu um 80%
allra farþega er til landsins hafa komið
um Keflavikurflugvöll hafa keypt bjór.
-GAJ.
Dauðasyndir
í Dagblaðsbíói
Í Dagblaðsbíói klukkan þrjú á
sunnudaginn verður sýnd myndin Sjö
dásamlegar dauðasyndir, gamanmynd í
litum með íslenzkum texta. Sýningar-
staður: Hafnarbíó.
LUKKUDAGAR:
2. FEBRÚAR 2899
Kodak Pocket
myndavél AI.
Vinningshafar hringi
ísíma 33622.
Heilbrigðisráðherra svarar ekki áskorun sex heilbngðissamtaka:
Samstarfsnefnd um reyk-
ingavamir lognast út «rf
— einn maður eftir í óvirkri nefndinni
„Skilningsleysi heilbrigðisráðherra
og rikisstjórnarinnar á nauðsynlegum
starfsgrundvelli Samstarfsnefndar
um reykingavarnir er slikt að ég
og annar nefndarmaður báðumst
bréflega lausnar síðla árs í fyrra og
gerðum þá um leið grein fyrir því
hvað við álitum brýnt að gera,” sagði
Ólafur Ragnarsson, fyrrverandi for-
maður Samstarfsnefndar um reyk-
ingavarnir, í viðtali við DB.
„Núverandi starfsgrundvöll nefnd-
arinnar get ég ekki túlkað á annan
hátt en að ríkisvaldið sé að friða sam-
vizku sína með því að geta bent á að
eitthvert fé renni til nefndarinnar án
tillits til hvort það kemur að nokkru
gagni,” sagði Ólafur. Sagði hann
starfsemina hafa verið meira og
minna lamaða vegna fjárskorts síðan
á reyklausa daginn snemma í fyrra,
nú væri ekkert raunhæft hægt að
gera.
Sagði Ólafur fullreynt á vilja
stjórnvalda frá sinum bæjardyrum
séð. Sex félagasamtök á sviði heil-
brigðismála rituðu stjórnvöldum
áskorunarbréf ásamt samstarfs-
nefndinni i fyrra en ekkert svar hefur
borizt enn.
Nefndin var skipuð þrem mönnum
en nú er aðeins einn eftir og ekki
skipað í stað þeirra er fengu lausnir.
- GS
iijálst, áháð dagblað
LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980.
Eftir japl og jaml og
fuður:
Jðrfi stendur
út og suður
Bygginganefnd Reykjavíkur átaldi
harðlega og samhljóða á fundi sínum i
gær flutning á gömlú húsi, Jörfa, frá
Akranesi á Bráðræðisholt í Réykjavík
um síðustu helgi en féllst jafnframt á
að húsið fengi að standa þar sem það er
nú á meðan málið hlýtur eðlilega með-
höndlun. Þar er m.a átt við frágang
skipulags svæðisins svo líklegt er talið
að húsið fái þar öruggan stað.
Þá bókaði nefndin einnig að eftir-
leiðis skuli meginreglan sú að ekki skuli
hús utan af landi flutt til Reykjavikur á
svæði það sem ætlað er gömlum hús-
um. -GS
Enn logar altt í deilum í Náttúrulækningafélaginu:
„HAFÐIUPPIHÓTANIR UM AD
REKA MARINÓ ÚR FÉLAGINU”
— búizt við átökum á aðalfundi NLFR á sunnudaginn
„Þetta er ekkert annað en
ómerkileg áróðursbrella,” sagði
Einar Logi Einarsson, formaður
Náttúrulækningafélags Reykjavíkur,
um skjal sem DB hefur borizt. í
skjalinu, sem undirritað er af hópi er
kallar sig „Vini Marinós”, segir
m.a.:
„Á stjórnarfundi NLFR 31.
janúar 1980 hafði Einar Logi Einars-
son formaður félagsins uppi hótanir
við Marinó L. Stefánsson, ritara
lelagsins og fyrrverandi formann
þess, um að hann, þ.e. Einar Logi,
mundi beita sér fyrir þvi að fá þvi
framgengt að aðalfundurinn sam-
þykki að Marinó yrði vikið úr
félaginu.” Síðan er skorað á menn að
standa með Marinó.
Einar er, eins og áður sagði, for-
maður félagsins, en Marinó fyrrver-
andi formaður. í sögulegum
kosningum á síðasta landsfundi, sem
tekur allar meiriháttarákvarðanir,
varð armur Einars Loga, oft kallaður
„ungu mennirnir”, ofan á armi
Marinós, „gömlu mönnunum”. Olli
þetta gífurlegum látum í félaginu og
endaði með því að Marinó og Björn
L. Jónsson heitinn kærðu meirihluta
stjórnarinnar fyrir skjalafals og
fleira. Málið hefur verið i rannsókn
hjá Rannsóknarlögreglunni i vetur
én er nú komið til saksóknara og
bíður úrlausnar hans.
Vinir Marinós telja að markvisst
sé stefnt að þvi að koma „gömlu
mönnunum” út úr félaginu til að
styrkja itök hinna ungu. I þeim
tilgangi hafi meðal annars verið
visað úr Reykjavíkurdeild NLFÍ um
100 félögum búsettum í Hveragerði.
Einn þeirra er Guðfinnur Jakobsson,
starfsmaðurNáttúrulækningahælisins
í Hveragerði. Hann sagði í viðtali við
DB í gær:
„Hér i Hveragerði var stofnuð
deild í NLFÍ i miklum flýti. Okkur
var svo tilkynnt að við værum ekki
lengur velkomnir í Reykjavíkur-
deildina en ættum að vera í Hvera-
gerðisdeildinni. Ég sé ekki betur en
að það sé eingöngu gert til að losa
„ungu mennina” við okkur þá
gömlu,” segir Guðftnnur.
Einar Logi mótmælir þessu
harðlega. Segir hann að í lögum
NLFÍ standi skýrt og ákveðið að
menn eigi að vera í þeirri deild, sem á
heimasvæði þeirra sé og það hafi
verið landssamtökin en ekki Reykja-
víkurdeildin sem benti Hver-
gerðingum á það. Markmið sitt og
annarra ungra manna í félaginu sé
þvert á móti að byggja upp félagið og
fá sem flesta í það. Þeir vilji koma á
sem öflugustu félagsstarfi og gæða
félagið nýju lífi.
Einn nánasti samstarfsmaður
Marinós er þó á öðru máli. „Þessi
aðför að Hvergerðingunum er fyrst
og fremst ólögleg og i öðru lagi illa
gerð gagnvart þeim,”sagði hann i
viðtali við DB í gær. „Lög NLFÍ
virka ekki aftur fyrir sig enda var
nýja stjórnin í NLFR fljót að gera
ýmsar breytingar. Menn sem aldrei
höfðu verið i félaginu fyrr settust þar
strax á stóla ráðamanna og hófu
breytingar til að festa sig i sessi.
Meðal annars stóðu þeir að söfnun
7—800 manna á landsfundinn i fyrra
til að ná meirihluta i félaginu. Þetta
hefur nú verið kært og ýmislegt svart
komið í Ijós.”
Einar Logi segir aftur: „Marinó
hefur með fölskum ákærum verið að
reyna að grafa undan félaginu og
nefndi ég það við hann á siðasta
stjórnarfundi. Ekkert hefur komið i
Ijós sem benti til þess að hann hefði
rétt fyrir sér enda hygg ég að hann.
eigi yfir höfði sér kæru fyrir rangar
sakargiftir.”
Eftir þessum orðum félaganna i
NLFR ætti að vera óhætt aðsegjaað
aðalfundurinn sem haldinn verður í
Sigtúni klukkan tvö á sunnudaginn
verði fjörugur, þó Einar Logi segist
ekki vilja sjá neinar deilur. -DS.