Dagblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980. 7 Hver á að stjóma landinu? Og hver stjómar flokkunum sem eiga að stjóma landinu? Þessar spumingar verða œ áleitnari með hverjum deginum sem líður. Myndin hér að ofan erþvl kannski táknrœn en hana teiknaöi Gestur Guðmundsson sem œtlar að teikna meira fyrir DB á nœstunni. Nýrteiknari hjéDB Gestur Guömundsson er 24 ára gamall Hafnfirðingur sem ætlar aö teikna skop- myndir úr þjóðlifinu fyrir DB næstu vikurnar og birtist sú fyrsta í dag. Gestur hefur mikið lagt fyrir sig teikningu og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann til skamms tíma. Gestur Guðmundsson. Nýju hlutafélagalögin komin í gildi: Slíta má hlutafélagi ef tilkynningarskylda er illa vanrækt — minnsta hlutafé skal hér eftir vera 2 milljónir Ný lög um hlutafélög tóku gildi um áramótin, en lögin eru nr. 32 frá 18. mai 1979. 1 nýju lögunum eru fjölmargar breytingar og nýmæli, m.a. um stofnun hlutafélaga, hluta- fé, sem nú má ekki vera minna en 2 milljónir, um stjórnun hlutafélaga, endurskoðun, ársreikninga og arðsúthlutun, varasjóðaskyldu, félagsslit og um skráningu hluta- félaga, sem verður nú á einum stað fyrir allt landið. Auk þess sem lögin taka til allra hlutafélaga hér á landi taka þau með vissum undantekningum til hluta- félaga, sem stofnuð hafa verið fyrir gildistöku laganna. Undantekningarákvæði eru i nýju lögunum um að eldri hlutafélög þurfa ekki að hækka hlutafé sitt upp i 2 milljónir ef þau eru stofnuð fyrir samþykkt nýju laganna 18. maí sl. Hlutafélög sem stofnuð eru fyrir gildistöku nýju laganna I. janúar sl. skulu á fyrsta aðalfundi eftir gildis- töku nýju laganna samræma félags- samþykktir sínar ákvæðum laganna. i 105. gr. laganna segir að staðfest endurrit ársreikninga félags ásamt endurskoðunarskýrslu skuli hafa borizt hlutafélagaskrá eigi síðar en mánuði eftir samþykkt reikningsins og eigi síðar en 10 mánuðum eftir lok reikningsárs. Mörg ný ákvæði mæla fyrir um tilkynningar til hlutafélagaskrár, strax eða innan ákveðins frests, og getur vanræksla t.d. leitt til þess að félag öðlist ekki réttaraðild eða þvi beri að slita. Hlutafélagaskrá hefur nú aðsetur hjá borgarfógetaembætlinu í Reykja- vík og ber að snúa sér þangað með allar tilkynningar er hlutafélög varða. Sýslumenn og bæjarfógetar úti um land veita upplýsingar m.a. um skráningar- og birtingargjöld. -A.Sl. Browne teflir fjöitefli hér — vel mannað Reykjavíkurskákmót Walter Shawn Browne, bandaríski stórmeistarinn, kemur hingað til lands í næstu viku og er þá reiðubúinn að tefla fjöltefli víðs vegar um landið. Er mikill fengur í þessari heimsókn fyrir íslendinga þvi Browne er einn af alsterkustu skákmönnum heimsins um þessar mundir. T.d. varð hann i efsla sæti á skákmótinu i Wijik an Zee í Hollandi sem lauk í gær. Þar lagði hann meðal annars sjálfan Kortsnoj að velli. Browne' verður síðan einnig meðal þátttakenda á Reykjavikurskákmótinu sem hefst 23. febrúar. Af öðrum heims- þekktum köppum. sem verða meðal keppenda þar má nefna Bretann Miles, sem nýlega sigraði heimsmeistarann Karpov og náði beztum árangri 1. borðsmanna á Evrópumótinu i skák. Af öðrum slórmeisturum má nefna Sosonko, Hollandi, Sovétmennina Vasjúkov og Tjeskovski og Torre frá Filippseyjum. -GAJ. Yfírgefa heimabyggö grátandi á gamalsaldri Loks hillir undir úrbætur í elliheimilismálum Eskfirðinga Það er frekar átakanlegt að sjá gamalt fólk, sem búið er að byggja upp sitt hrepps- eða bæjar- félag þurfa á elliárunum að fara úr sinni heimabyggð hágrátandi til elliheimilisvistar einhvers staðar á landinu þar sem slík vist hefur fengizt. Þetta hafa gamlir Esk- firðingar orðið að gera á undanförn- um árum. Nú er hins vegar að komast kraftur á elliheimilismálin á Eskifirði og tjáði Áskell Jónsson bæjarstjóri fréttamanni DB að unnið væri hú að fjárhagsáætlun Eskifjarðar fyrir þetta ár og kvaðsl hann vonast til að með henni fengist það fé sem nægði til að elliheimilið hér hæfi rekstur á þessu ári. Fram kom í frétt i DB af bruna, er Tryggvi Eiríksson missti hús sitt í eldi fyrir nokkrum dögum, að keypt hefði verið hús á Eskil'irði til elliheimilisreksturs fyrir 15 árum. Kaupin fóru fram fyrir 3 árum og leiðréttist villan hér með. Á húsinu sem keypt var þarf að gera ýmsar breytingar og lagfæring- ar. Þær hafa beðið vegna fjárskorts. Má telja það ófyrirgefanlegan seina- gang hjá duglegri bæjarstjórn Eskifjarðar að hafa ekki fyrir löngu komið þessu liknarmáli í Iteila höfn. En nú standa vonir til að úr rætist og gamlir Eskfirðingar geti eytt sinu ævikvöldi á heimaslóðum. -A.St/Regína, F.skifirði. Kúamykja á leik- völl fjörutíu bama Það vakti athygli vegfarenda á Hringbrautinni I fyrradag, að verið var að dreifa kúa- mykju á grasflöt bamaheimilisins Grœnuborgar. Þegar Ijósmyndara DB bar aö garði var ekki annað að sjá en bömin yndu þvl hið bezta að fá að leika sér I skltnum. Fóstmmar voru þó ekki eins hrifnar og þá vœntanlega ekki heldur foreldramir. Það hljtur að þykja dálltið sérstakt þegar kúamykju er dreift þannig á leiksvceði jjörutlu bama. -ELA/DB-mynd Hörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.