Dagblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐID. LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980. 5 ÓLAFUR ! GEIRSSON LJÖSMYNDIR: BJARNLEIFUR „Tel þetta trausts- yfirlýsingu við mig” — sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins — Gunnar Thoroddsen og Friðjón Þórðarson sátu hjá „Gunnar Thoroddsen hefur auð- vilað heimild til að raeða við þing- menn annarra flokka eins og hver annar þingmaður,” sagði Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins er hann var spurður hvort hann teldi Gunnari óheimilt að halda áfram stjórnar- myndunarviðræðum sinum eftir sam- þykkt þingflokksins. Hún hljóðaði upp á að Geir Hallgrímsson, for- maður flokksins, skyldi halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum. Ekkert var hins vegar minnzt á tilraunir Gunnars Thoroddsens. ,,Ég tel samþykkt tillögunnar traustsyfirlýsingu við mig,” sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins. „Þar ræddu menn opinskátt og af hreinskilni sín á milli en það sem þar fór fram er einkamál þingmanna og ég því ekki reiðubúinn aðskýra neitt frá þeim.” Tillögugangur á þingflokksfundin- um mun hafa verið þannig að Gunnar Thoroddsen lagði fram lil- lögu þar sem gert var ráð fyrir því að hann hefði heimild til stjórnarmynd- unartilrauna. Ólafur G. Einarsson lagði þá fram tillögu sem metin var breylingartillagavið tillögu Gunnars. Hún hljóðaði þannig: „Þingflokkurinn ítrekar umboð til formanns Sjálfstæðisflokksins að halda áfram tilraunum til myndunar meirihlutastjórnar sem hann nú vinnur að í samræmi við tilmæli for- seta (slands til formanna allra stjórn- málaflokkanna.” Þessi tillaga var samþykkt með 18 samhljóða atkvæðum. Hjá sálu Gunnar Thoroddsen og Friðjón Þórðarson en Pétur Sigurðsson var fjarverandi erlendis. - ÓG / A.St. — Gumar Thoroddsen gekk rakleitt af fundi og hvarf úr Alþingi án þess að segja orð við blaðamenn Það var mikil spenna í loftinu i Al- þingishúsinu áður en þingflokks- l'undur Sjálfstæðisflokksins hófst þar kl. 3. Sjálfstæðismenn krunkuðu saman i hverju horni og mættir voru tveir og þrír blaöamenn frá hverju viðræður um nýsköpm og Stefaníu: Framsókn býður upp á Tómas Litlu munar að Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur séu sammála um efnahagspakka í viðræðum þeirra flokka um nýsköpunarstjórn. Sjálfstæðismenn eru litið komnir inn i þær viðræður enn. Á meðan halda áfram viðræður um „Stefaniu”. Framsóknarmenn buðu upp á i gær að Tómas Árnason yrði þar forsætisráðherra fremur en Steingrímur. Þvi höfnuðu alþýðu- flokksmenn. Margs konar „stjórnarmyndunar- viðræður” eru því i gangi í einu þótt tilraunir Gunnars Thoroddsens hafi skyggt á allt annað síðustu daga. - HH blaði svo þröng var i anddyrinu. Allmikill fjöldi framsóknarmanna spígsporaði fram og aftur um and- dyrið og spennan leyndi sér ekki hjá þeini. „Við sitjum hjá í þessari um- terð, nú er athyglin á sjálfstæðis- mönnum,” sagði Páll Pétursson drýgindalega. Framsóknarmenn höfðu ætlað að halda fund í sínu flokksherbergi og þangað mættu margir. Spennan hefur liklega komið i veg fyrir að þeir gætu einbeitt sér svo fundurinn leystist upp í kaffi- drykkju og fárra manna krunk-fundi en var síðan boðaður kl. 18 i gær- kvöld. Sólin skein inn um glugga Kringl- unnar og varpaði geislum sínum niður í anddyri hússins. Þar fylltu þeir augu Ragnhildar Helgadóttur sem kom einna siðust á fundinn. „Þetta kallar maður að vera sleg- inn blindu,” sagði Ragnhildur er hún gekk í gegnum blaðamannaþyrping- una og bætti við: „Bara að maður blindaðist nú ekki af öðru en sólar- geislunum.” Tveimur tímum siðar Iauk fundin- um. Gunnar Thoroddsen kom út .meðal hinna fyrstu og var þegar um- kringdur blaðamönnum. Hann vildi ekkert segja en stefndi ákveðið að fatahenginu nteð halarófu blaða- manna á eftir sér, fór í frakkann og hvarf án þess að segja orð. Hinir óbreyttu þingmenn svöruðu fáu en vísuðu á formann þingflokks- ins Töldu þeir þó fundinn hafa verið „friðsælan”. Ólafur G. Einarsson tók sér siðan stöðu framan við flokksherbergið og skýrði í slærstu dráttum frá niðurstöðu fundarins og vísast í þeim efnum til annarra frétta hérásiðunni. -A.St. Dr. Gunnar Thoroddsen ræðir við Ólaf G. Einarsson, formann þingflokksins, á leið inn á fundinn siðdegis. Friðjón styður Gunnar áfram ,,Já, því ekki það?” sagði Friðjón Þórðarson þingmaður er hann var spurður hvort hann mundi styðja ríkisstjórn sem Gunnar Thoroddsen hugsanlega myndaði. Friðjón sat hjá ásamt Gunnari er þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins samþykkti að fela Geir Hallgrímssyni að halda áfram tilraunum sinum til stjórnarmynd- unar. Ólafur G. Einarsson kvaðst túlka hjásetu Friðjóns Þórðarsonar fyrst og fremst á þann veg að hann vildi umrætt stjórnarform, þ.e. Sjálf- stæðisflokk, Framsókn og Alþýðu- bandalag. „Sá möguleiki var heldur ekki á neinn hátt útilokaður á þessum þing- flokksfundi. Enn er öllurn ntöguleik- um haldið opnum og í þinghúsinu er verið að ræða um alls kyns stjórnar- form, m.a. er vinstri stjórn enn til umræðu,” sagði Ólafur og glolti. - ÓG / A.St. Framsóknarmenn tvístigu og sólin blindaði Ragnhildi Að loknum þingflokksfundi sjálfstædismanna í Alþingishúsinu i gæn Fréttamenn þyrpast utan um Ólaf G. Einarsson, formann þingflokksins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.