Dagblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 6
 Árg. Ekinn BMW 320 1977 30 þús. km. BMW 316 1977 55 þús. km. BMW316 1977 65 þús. km. BMW 1600 1971 115 þús. km. Renault 20 TL 1978 60 þús. km. Renault14TL 1978 23 þús. km. Renault16TL 1973 90 þús. km. Renault 16TS 1972 130 þús. km. Renault 12TL 1978 40 þús. km. Renault12TL 1972 63 þús. km. Renault 12 TL station 1975 72 þús. km. Renauh 12 L station 1971 100 þús. km. Renauh 5 GTL 1979 20 þús. km. Renauh4TL 1974 76 þús. km. Renault 4 VAN F4 1979 25 þús. km. Renauh 4 VAN F6 1979 35 þús. km. Renault 4 VAN F6 1978 50 þús. km. Renault 4 VAN F6 1978 30 þús. km. Renault 4 VAN 1973 79 þús. km. Þröskuldur valdhafanna: Danski rithöfundurinn ERIK STINUS heldur fyrirlestur um vandamál þróunar- landanna og sýnir li.tskyggnur í Norræna húsinu, laugardaginn 2. febr. kl. 16.00. Allir velkomnir FÉLAGAR í Náttúrulækningafó/agi Reykjavíkur Aðalfundur NLFR verður haldinn í Sigtúni sunnudaginn 3. febrúar kl. 14.00. Á stjórnar- fundi í NLFR 31. janúar 1980 hafði Einar Logi Einarsson, formaður félagsins, uppi hótanir við Marinó L. Stefánsson, ritara félagsins og fyrr- verandi formanns þess, um að hann, þ.e. Einar Logi, mundi beita sér fyrir því að fá því fram- gengt að aðalfundurinn samþykkti að Marinó yrði vikið úr félaginu. Við sem stöndum fyrir þessari auglýsingu þekkjum Marinó að öllu öðru en óheiðarleika og bolabrögðum og getum staðfest heiðarleika hans og einlæga réttlætiskennd — sem og ótalinn fjöldi manna og kvenna sem til hans þekkja — við skorum á alla félaga í NLFR sem hafa til að bera réttlætis- og siðgæðistilfinningar að fjöl- menna á aðalfund félagsins í Sigtúni kl. 14.00 á sunnudaginn og sýna Marinó L. Stefánssyni þannig virðingu og vináttu. VMr Marínós DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980. vita laglaus? Staðurinn er Johan Castbergsvei nr. 40 i Osló. Stundin er síðdegi miðja vegu á milii jóla og nýárs. Gestgjafanir eru Herdís Sæmunds dóttir og Sigurbjörg Einarsdóttir Þær hafa unnið í Osló í tæp tvö ár Herdis er ættuð af Króknum staðnum þar sem menn hafa gaman af að ólátast pínulítið á gamlárs- kvöld. Sigurbjörg er borin og barn- fædd í landnámi Ingólfs. Þær voru svo vænar að bjóða upp á te og bjór til hressingar strax i upp- hafi samtals. Síöari drykkjartegundin þótti hæfa betur með tilliti tii þess að þá þurfti ekki eiliflega að hlaupa fram i eldhús og skerpa undir vatns- katlinum. Sjónvarpið gekk á fullu úti i horni. Tveggja tíma prógramm um hljóm- leikaferðalag hljómsveitarinnar Wings um Bandaríkin þver. Gamli Paul McCartney í fremstu víglínu pungsveittur og söng Yesterday og svo framvegis fyrir æpandi lýðinn. Frú Linda pikkaði á pianó. Er hún ekki vita laglaus? Hún dillar sér ekki einu sinni í takt. 140 þúsund í húsaleigu Herdís er lærður lyfjatæknir og vann í apóteki í Osló fyrst eftir kom- unatil Noregs. „Meiningin var að dvelja aðeins smástund hér úti. Mér var boðin vinna i apótekinu í smátima og ákvað að prófa. Dvölin varð lengri en upp- haflega var áætlað. Þar var ég í eitt ár. Þá sótti ég um vinnu hjá lyfja- fyrirtæki og fékk. Ég er á tilrauna- deild þar sem lyf eru betrumbætt og önnur fundin upp.” Kaup? „Kaupið er um 4.600 norskar krónur á mánuði (370.000 ísl. kr.). Þar af .er skattur til norska ríkisins 1.600 krónur á mánuði. Skatturinn er áætlaður á árstekjur. ” Sigurbjörg vinnur á ferðaskrif- stofu stúdenta. „Ég vann á ferðaskrifstofu heima áður en ég kom hingaö. Þetta starf var auglýst og ég sótti um. Ég hef verið á sama vinnustaðnum síðan í febrúar 1978.” „Margir halda að við komum frá Vestur-Noregi. Það er mun algengara en hitt að fólk heyri á mæli okkar að við séum útlendingar.” DB-myndin ARH Kaupið hennar Sigurbjargar er líka um 4.600 kr. á mánuöi og skattahiut- fallið hið sama. Þær borgaaukþess 1.700 kr. (tæp- lega 140.000 ísl. kr.) I leigu fyrir íbúð- ina sína. Hún er 3ja herbergja og hin vistlegasta. Hvað kostar svo að draga fram lífið? Þær hlupu til og flettu upp í heim- ilisreikningabókinni Jósefínu. „25 krónur á dag förum við með í mat og hreinlætisvörur. Matur er dýr. Nauðsynjavörur eru jafnvel dýr- ari hér en heima á fslandi. Fötin eru líka dýr. En við finnum ekki mikið fyrir til dæmis rafmagnsreikningum. Og margs konar heimilistæki og hús- gögn eru frekar ódýr.” ATLI RUNAR HALLDORSSON Sjáðu bara trimmbrjálœðið Hvernig bera þær Norðmönnum og Noregi söguna? „Norðmenn eru ágætis fólk. Við höfum alls staðar mætt elskulegheit- um. Norðmenn eru vingjarnlegir — en stífir og erfiðir að kynnast,” segir Sigurbjörg. Sigurbjörg: „Norðmenn eru stifir og erfiðir að kynnast.” — Dagsstund hjá Heddí, Sibbu, Paul og Lindu á Johan Castbergsvei 40 „Þeir eru kurteisir og alveg ferlega reglulegir í lifnaðarháttum.” Fleiri athugasemdir fuku: „Norðmenn eru hrifnir af Noregi og Óla kóngi. Þeir eru fjári öfgafull- ir. Sjáðu bara trimmbrjáJæðið! Þeim finnst þeir eiga íslendinga meö húð og hári. Það pirrar mann stundum.” Byrjuðu strax að vinna Hvernig gekk að komast inn í máliö og kynnast umhverfinu fyrst? „Það hafði sitt að segja að við fórum ekki í nám, heldur byrjuðum strax að vinna. Þess vegna höfðum við meiri samskipti við Norðmenn en íslenzkir námsmenn yfirleitt. Það haföi sitt að segja til að flýta fyrir aö viö næðum tökum á málinu. Málið kom eiginlega ótrúlega fljótt. Við lögðum lika upp úr því að kynnast Norðmönnum, Noregi og norskunni. Og eignuðumst fljótt norska vini. Margir sem heyra okkur tala halda að við komum frá Vestur-Noregi. Það er mun algengara en hitt að fólk heyri á mæli okkar að við séum út- lendingar.” Og hvað ætlið þið svo að dvelja lengi hér til viðbótar? Svörin sem fengust við þessari spurningu voru álika loðin og hjá stjórnmálaforingjunum okkar þegar stjórnarmyndun ber á góma. „Framhaldið er óákveðið. Alltaf koma auðvitað þau tímabil að okkur langar heim. Góða loftið og náttúran á fslandi er nokkúð sem við söknum. En dvölin hérna er ágæt. Og Osló er fjári skemmtileg borg. Svoað . . .” Á skjánum var McCartney enn að. Frúin hans laglausa dillaði sér á skakk og skjön við taktinn. Úti í saln- um öskraði trylltur lýðurinn sig hásan. Páll lét sér það vel lika.-ARH Herdis með hannyrðin „Við myndum sakna björsins ef við flyttum heim. Nei annars. Ekld skrifa það!” ------------------------\ Dagblaöið í Noregsheimsókn: NORÐMENN ERU FER- LEGA REGLUSAMIR íUFNAÐARHÁ TTUM „Hvers við myndum sakna ef við flyttum heim? Ja, til dæmis bjórsins. Nei annars. Ekki skrifa það. Við myndum sjá eftir góða veörinu. Hér eru kaldari vetur og heitari sumur en heima. Það er ágætt.” Þögn í smástund. „Götulífinu á Kalla Jó á sumrin myndum við líka sjá eftir. Og huggu- legumkrámogveitingahúsum-Jú, jú. Þeirra myndum við sakna!” Heddí og Sibba urðu dreymandi á svipinn þegar þær reyndu að setja sig í ímyndaðar saknaðarstellingar. f hverju væri eftirsjá ef þær flyttu nú heim til íslands frá Noregi strax á morgun? Heim í bjórleysið, stjórn- leysið og bólguna sem stjórnmála- mennirnir ætla alltaf að leysa. En komast aldrei lengra við lækninguna en að rífast um útfyllingu lyfseðils- ins. Er Linda ekki

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.