Dagblaðið - 08.03.1980, Side 6

Dagblaðið - 08.03.1980, Side 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980. ISLAND MESTA BARNA- SLYSALAND EVRÓPU — Junior Chamber kannar orsakirnar „ísland er mesta slysaland Evrópu og þótt vlðar væri leitað hvað banaslys á börnum áhrærir," sagði Árni Þór Árnason, forseti Junior Chamber í Reykjavík. JC i Reykjavík er nú um helgina að fara af stað með könnun á 200 börnum á skólaskyldualdri hérí Reykjavík. ,, Beitt er þeirri aðferð við könnunina að félagar í JC munu heimsækja 200 heimili og merkja við á spurningalista, eftir tilsvörum fólks, hvar eða hvernig slys hefur borið að höndum,’’ sagði Árni Þór. Helztu orsakir slysa eru fall og hras, högg af hlut, bruni ogeitranir. Árni sagði að ekki yrði merkt við hver svaraði hverju sinni, enda ekki verið að forvitnast um persónulega hagi fólks þessa sérstaklega, heldur verið að safna upplýsingum, er gætu skýrt þessa hrikalegu slysatíðni í okkar litla þjóðfélagi. Verkefnið er unnið í nánu sambandi við landlæknisembættið og tók Þórólfur Þórlindsson lektor við Háskóla íslands þátt i undirbúningi þessa verkefnis. Þá er verkefnið einnig stutt af tryggingarfélaginu Ábyrgð. Niðurstöður verða síðar birtar til þess að nota til að gera grein fyrir hvaða fyrirbyggjandi aðgerða er hægt að grípa til. „Könnun þessi er hlekkur í langri keðju verkefna, sem JC hreyfingin íslenzka og hin alþjóðlega hafa tekizt á hendur hvað varðar öryggi barna og er að sjálfsögðu allt unnið í sjálf- boðavinnu,” sagði Árni Þór og hann hélt áfram: „Þetta er einn þáttur í þjálfun okkar i að taka þátt í knýjandi verkefnum í þjóðfélaginu. JC hreyfingin er félagsskapur ungs fólks frá 18—40 ára, til þess að gefa því tækifæri til þess að starfa að áhugamálum sínum á ópólitiskum grundvelli. Félagar eru 1150 á öllu landinu og hefur JC á íslandi fengið viðurkenningu á heimsþingi JC fyrir að hafa bezta hlutfallið. Það sýnir bezt hvað íslendingar eru félagslega þroskaðir,” sagði Árni Þór. -EVI. Chevrolet Chevy Van árg. 1977, lengri gerö, ekinn —- • BjPJfc-j* ttttj, ■'''í ‘ ’ aöeins 33.000. ÍÉÍggg#' : t **' • “' j i iiMMWÍÍ Biár, útvarp og segulband. jggPggl11 Fallegur bíll á góðu veröi. ||M| pjj Verö 6.500.000. Bílasalan Skeifan Skeifunni 11 — Sími84848 Tilkynning til félaga Félags íslenzkra bifreiðaeigenda Samkvæmt 9. gr. laga FÍB er hér með auglýst eftir uppástungum um fulltrúa og varafulltrúa til fulltrúaráðsþings. Uppástungur skulu hafa borizt félagsstjórninni eða aðalumboðsmanni í viðkomandi umdæmi, í ábyrgðarbréfi, fyrir 15. marz 1980. Hér á eftir eru taldir upp aðalumboðsmenn og fulltrúafjöldi hvers umdæmis: Aðalumboðsmaður Fjöldi Framkvæmdarstj. FÍB, fulltr- Skúlagötu 51, Rvík. 10 Ingvar Sigmundsson, Akranesi 3 Bernt H. Sigurðsson, Patreksfirði 2 Jón S. Garðarsson, Patreksfirði 3 Jón Jónsson, Skagaströnd 2 Jón Sigurösson Siglufirði 2 Sigurður Sigurðsson, Akureyri 4 Hermann Larsen, Húsavík 2 Friðrik A. Jónsson, Kópaskeri 2 Jóhann G. Einarsson, Seyðisfirði 3 Sigþór Hermannsson, Höfn Hornafirði 2 Kristþór Breiðfjörð, Hellu 2 Bjarni Jónasson, Vestmannaeyjum 2 Guðmundur Sigurðs- son,Þorlákshöfn 3 Guðmundur Ólafsson Keflavik 4 Frekari upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins, Skúlagötu 51, sími 29999. Umdæmi 1. Höfuðborgarsvæðiö 2. Borgarfjarðarsvæðið 3. Breiðafjarðarsvæðið 4. Vestfjarðasvæðiö 5. Húnaflóasvæðið 6. Skagafjarðarsvæðið 7. Eyjafjarðarsvæöið 8. Skjálfandasvæðið 9. Norðaustursvæðið 10. Austfjarðasvæðið 11. Suðaustursvæðið 12. Mýrdalssvæðið 13. Vestm.eyjasvæðið 14. Árnessvæðið 15. Reykjanessvæðið TO YOTA-SALURINN Nýbýlavegi 8 fíportinu). AUGLÝSIR: . °Mð Toyota Cressida, 4ra dyra, '77, ekinn 30þús. verð 4,6 millj. Toyota Corolla Mark II station 75, ekinn 3 þús. km. á vól, verð 3.4 millj. Toyota Corolla MarkII73, ekinn 40þús. á vól,verð 2,7millj. Toyota Corolla Mark II73, ekinn 120þús., verð 2.5 millj. Toyota Corolla station 72, ekinn 1500 á vól, verð 1.7millj. Toyota Corolla Coupó 73, ekinn 66 þús., verð 1750þús. AHa Romeo, 4ra dyra, 77 fsem nýr), ekinn aðeins 16 þús. km, verð 3,8 millj. Fíat 127 L 78 ekinn 14 þús., verð 2,9 millj. Land Cruiser 77, ekinn 21 þús., verð 7.5 millj. Ath.: Okkur vantar allar gerðir af notuðum Toyota-bíl- um I sýningarsal. TO YOTA-SALUR/NN NÝBÝLA VEGI8, KÓP. SÍMI44144. TAGPÁ NORDISK FOLKEH0JSKOLE i Danmark. 6 mdr. 1/11-30/4 og 4 mdr. 3/1-30/4. Min. alder 18 ðr. Nordiske lærere.Skrivefter skoleplan og nærm.oplysn. Myrna 09 Carl Vilb.uk UGE FOLKEH0JSKOLE DK-6360 Tinglev, tlf. 04 - 64 30 00 Ef til vill veröa islenzkir trúboöar til þess afl færa þessum glafla Afrikudreng Irúna á Drottin. íslenzkir trúboðar kristna afríska andatrúar- menn íslendingar eiga nú 20 trúboða, sem hafa starfað við kristniboð í fjarlægum löndum. Flestir þeirra hafa starfað í Eþiópiu. Nú eru þau hjónin Kjellrún og Skúli Svavarsson að reisa kristniboðs- stöð í Kenýa, þar sem þau ætla að boða trúna svonefndum Pókotmönnum. Eru þeir andatrúar og lífshættir þeirra mjög frumstæðir að sögn Gísla Arnkels- sonar, trúboða. Vera má, að Islendingar viti í hvaða heimsálfu Eþíópía er. Fæstir munu vita mikið umfram það. Trúboðsfólk öðlast afar sérstæða reynslu. Á morgun byrjar kristniboðsvika á vegum Sam- bands íslenzkra kristniboðsfélaga. Gefst kostur á að kynnast löndum og þjóðum þar sem íslenzkir trúboðar hafa starfað. Þessi leikmannasamtök urðu 50 ára gömul á siðasta ári. Meðal kynningar- atriða er kvikmynd, sem Páll Friðriks- son tók fyrir nokkrum vikum i Kenýa. Eins og vera ber á samkomum kristni- boða verður mikill söngur, bæði kórsöngur og einsöngur. Hugvekjur verða fluttar. Kynningarvikan er haldin i húsi KFUM við Amtmannsslíg og er öllunt heimill ókeypis aðgangur. -BS. Vitni vantar að árekstri I.ýst er eftir vitni að árekstri er varð föstudaginn I. febrúar sl. kl. 13.40 á horni Skúlagötu og Ingólfsstrætis. Þar rákust saman bifreiðarnar R 7081, sem er Ford Fiesta, og R 60863, sem er Skoda. Vitað er að silfurgrár Mercedes Benz kom að og einnig Lada sport með hestakerru. Þeir sem geta gefið upplýsingar eru beðnir að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar. Amma gerist bankaræningi íDB-bíói I Dagblaðsbiói á morgun klukkan þrjú verður sýnd gamanmyndin Anima gerist bankaræningi. Aðalhlutverk leika Betle David og Ernest Borgnine. Myndin er í litum og með islenzkum texta. Sýningarstaður er Hafnarbió.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.